Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 12
12 FALKINN limilUIIUI JENNIFER AMES: IIUIIIIIIIUIIUIIIIIIIIIUIUIIIIIIIIIIinilUIIIIHIIIIIIUHIIIIIIIIIIIII BHÚflVHLEITm ......... FRAMHALDSSAGA lllllllllllllll En hvað gat hún eiginlega sagt honum? Að stúlkan hefði komið auga á mann í matsalnum í Karachi og auðsjáanlega þekkt hann. Að hún hefði hitt sama manninn síðar og talað við hann. Hann hafði reynt að fá hana til einhvers og að hún hafði færst undan. Og nú hafði Kata séð hana eina í Kínahverfinu í Singapore. Þetta var svo sem ekkert merkilegt. En svo bættist það við að Helga var mjög áfjáð í að fá að kynnast Bern. En það gat auðvitað stafað aí þvá að Helga hafði heyrt af honum sagt og hafði áhuga á vísindagrein hans. En hvernig hafði hún náð í fréttir af honum? Kata þóttist sem sé viss um, að er stéttarbræðurnir væru frátaldir, vissu fáir nokkuð um Bern Williams. Þegar þríhjólsekillinn hennar skilaði henni að Raffles Hótel aftur stóð Bern í dyrunum og beið hennar. Hann hljóp á móti henni og létti sjáan- lega er hann sá hana aftur. — Hvern fjárann fór hann með þig? Ég hef verið veikur af hræðslu um þig. — Það var fallega gert af þér, sagði hún og brosti. — Vitanlega varð ég hræddur. Hvað átti ég að taka fyrir ritaralaus? Og án míns góða vinar, bætti hann við í lægri róm. — Segðu mér hvað kom fyrir þig? Þegar hún sagði honum frá skrúðgöngunni og að ekillinn hefði beygt inn í þrönga hliðargötu, sagði hann hvass: — Kínahverfið er hættulaust ef maður held- ur sig á aðalgötunum. Útlendingar ættu að halda sig þar, ekki sázt kvenfólk. Hún gat ekki annað en hugsað til Helgu, en hvikaði ekki frá ásetningi sínum — að þegja yfir því, sem hún hafði séð. — Guði sé lof að þú komst ósködduð úr þessu ævintýri! sagði hann og virtist svo þakklátur, að hún gat ekki stillt sig um að brosa aftur. Var það nema ímyndun að nokkur snurða væri komin á vináttu þeirra?------- Henni fánnst leitt að verða að fara frá Singa- pore svona fljótt, hún hefði viljað vera þar leng- ur. Veðrið hafði verið ljómandi gott, en um nótt- ina lentu þau í óveðri. Stormur og slagveður kastaði flugvélinni sitt á hvað og eldingar sáust í sífellu. Tvívegis kom Bern til þeirra til að spyrja þær hvernig þeim liði. Kata kvaldi sig til að brosa og segja að allt léki í lyndi. Hún var ekki veik, en því varð ekki neitað að hún var hrædd. Bern fór aftur á sæti sitt. Helga hafði ekki sagt stakt orð meðan hann stóð hjá þeim. Það var líkast og hún hefði ekki heyrt hvað hann var að segja. Kata leit til hennar og sá að hún var ekki aðeins föl — hún var græn í framan. — Líður þér illa, Helga? spurði hún. — Já, ég verð að reyna að komast út í snyrti- klefann. Ég hef töflur, sem ég hef fengið hjá lækni. Hún tók töskuna, sem stóð undir sætinu hennar, þreifaði á henni og tók upp öskju. Flugfreyjan fann auðsjáanlega á sér að eitt- hvað var að, og kom til þeirra. — Get ég hjálpað ykkur eitthvað? spurði hún. — Já, þökk, svaraði Helga lágt. — Ég verð að komast fram. Flugfreyjan hjálpaði henni til að standa upp og setti töskuna hennar í sætið hennar. Kata sá að Helga hafði ekki lokað henni — hún hafði verið svo annars hugar. Kata ætlaði að fara að loka töskunni þegar ný vindhviða hitti vélina, svo að hún lagðist nærri því á hlið. Taskan hrökk niður á glófið, og það sem í henni var þeyttist í allar áttir. Nú rétti vélin sig aftur og Kata fór að tína saman dótið og leggja það í töskuna. Þarna var greiða, farðdós og ýmislegt af sama tagi, og svo ýmis blöð. Meðan hún var að tína þau saman kom hún auga á ljósmyndina. Hún hélt lengi á henni í hendinni og starði agndofa og vildi ekki trúa sínum eigin augum. Þetta var svo ótrúlegt — svo fráleitt! Og samt .... þetta var ágæt mynd af Frank bróður hennar! Þetta var ekki nema lítil amatörljósmynd, en enginn vafi var á því að þetta var Frank. Hann brosti beint framan í ljósmyndarann og lyfti of- urlítið annarri brúninni. Hárið virtist öllu dekkra en það var í raun og veru. Myndin mundi hafa verið tekin fyrir svo sem einu ári, gat Kata sér til, þvá að svipurinn var orðinn áhyggjufullur. En hvernig gat legið í því að Helga átti mynd af Frank bróður hennar? Hafði hún fengið hana hjá öðrum, eða hafði hann gefið henni hana sjálfur? Fyrst datt henni í hug að minnast á ljósmynd- ina við Helgu og spyrja hana spjörunum úr. En hún vildi komast að sannleikanum í málinu, og mundi hún fá hann hjá Helgu? Helga mundi vafalaust hafa einhveaja trúanlega ástæðu á takteinum. Hún gæti til dæmis sagt, að einhver vinur hennar hefði beðið hana um að leita bróð- ur Kötu uppi þarna syðra, og að hann hefði gef- ið henni myndina til þess að hún gæti þekkt hann. En Kata mundi pkki trúa þessari sögu, því að Helga hlaut fyrjr löngu að hafa fundið samband Kötu við unga manninn á myndinni. Kata þóttist viss um að Helga mundi ekki segja sér satt. Og hún þóttist jafn viss um, að þarna væri þáttur í gátunni um hvarf Franks bróður síns. Þau komu til Djakarta á Java rétt fyrir miðj- an dag. Þau fengu hitabylgjuna beint í fangið er þau komu út úr vélinni. Kata svipaðist um kringum sig en Helga og Bern stóðu afsíðis og virtust vera að tala alvarlega saman. Kata hefði haft gaman af að vita um hvað þau voru að tala. Var það eitthvað viðvákjandi henni sjálfri? Eftir það, sem hún komst að í gærkvöldi, faniist henni að allt sem Helga kom nærri snerti hana sjálfa að einhverju leyti. Ljósmyndin af Frank var í rauninni fyrsta sporið í ieitinni að bróður hennar. í Port Darwin í Norður-Ástrálíu fóru þau í aðra flugvél, sem hafði verið leigð hahda þeim sérstaklega. Þau urðu að gista um nóttina í flugvallargistihúsi, því að ekki var hægt að halda áfram fyrr en morguninin eftir. Það var orðið dimmt þegar þau komu til Port Darwin og loftið var heitt og kæfandi rakt. Kata var sárþreytt. Hún leit á sig í speglinum á snyrtiklef- anum og hugsaði með sér: Skelfing er að sjá mig! Þreytt og úrvinda af svefnleysi! En í rauninni var hún þreyttari en svo að hún gerði sér áhyggjur út af þessu. Ósjálfrátt fór hún um hárið með greiðunni,mélaði nefið á sér ofur- lítið og strauk roða á varirnar. En það kom að litlu haldi. Það er hræðilegt að sjá mig, hugsaði hún með sér, og sáröfundaði Helgu, sem hafði látið sér takast að vera óvelkt eftir ferðina. Og þó hafði Helga ekki sofið nema lítið á leiðinni, það vissi hún. En þessi ljóshærða fegurð hennar virtist þola sitt af hverju. Svo urðu þau samferða frá vélinni, hún og Bern. — Nú er ferðinni bráðum lokið, sagði hann allt í einu. — Þykir þér það leiðinlegt? — Ég veit ekki... við erum víst hálfþreytt, öii. Hann kinkaði kolli með alvörusvip. — Já, þú ert aíar þreytuleg, Kata. Hún brosti. — Ég veit að ég lít hræðilega út. Ég var að líta á mig í speglinum rétt áðan. — Ég átti ekki við það. Við erum, hvorugt okkar, neitt hressileg núna. En ég á við það, að þú hefur virst dálítið annars hugar og veikluleg síðustu dagana. Ef það er eitthvað sérstakt, sem veldur þér áhyggjum, vona ég að þú talir um það við mig. Hún jánkaði því, en fann um leið, að hún gat ekki sagt honum frá öllum hugrenningum sín- um og grunsemdum. Hún gat ekki heldur sagt honum frá þvá, að hún hafði fundið ljósmynd- ina af Frank í tösku Helgu. — Þér hefur vonandi ekki mislíkað, að ég hef reynt að vera hjálpsamur veslingnum henni ungfrú Prava? spurði hann. — Nei, vitanlega ekki, svaraði hún um hæl, en um leið fór hún að brjóta heilann um, hvað þau hefðu verið að pískra saman um áðan, og á hvern hátt hann hefði verið henni hjálpsamur. — Heyrðu, Kata, sagði hann. — Mér fannst við vera svo nálæg hvort öðru í Karachi, en nú höfum við einhvern veginn fjarlægst aftur. Ég vona að það stafi ekki af öðru en því að þú ert þreytt. Þetta verður öðruvísi þegar við komum til Balgoola. — Áreiðanlega, Bern, sagði hún hugsunarlaust. Henni hitnaði um hjartaræturnar og fannst þreytumókið hverfa. — Við þurfum ekki annað en sofa vel út, sagði 'hann og brosti til hennar. Þegar þau komu í gistihúsið var þeim sagt að þau ættu að leggja upp um nóttina. Og Kata frétti meira, þegar þau komu inn í ársalinn. Hár og grannur maður í flugklæðum stóð við einn gluggann. Kata varð eins og steingerfing- ur. Hún hafði óljósan grun um að Bern hefði verið að tala um eitthvað við hann, án þess að hún greindi hvað hann sagði. Hehni fannst eitt augnablik að hún sjálf væri afmáð úr tilverunni, að ekkert á heiminum væri nokkurs virði nema þessi hái maður, sem nú sneri sér hægt að þeim. Það var Adrian Sullivan. Oft hafði hún íhug- að hvernig hún ætti að haga sér þegar hún sæi hann aftur. Hún hafði ætlað sér að vera vin- gjarnleg og frjálsleg. Hann mátti alls ekki verða áskynja grunsins, sem skilnaðarorð Franks höfðu vakið hjá henni. Ef hún ætti að geta veitt upp úr honum eitthvað sem einhvers virði væri, mátti hann ekki hafa hugmynd um hvað Frank hafði sagt. Og aldrei skyldi hann fá að vita hve hlýtt henni var til hans. Hann yrði að halda að hún hefði gleymt kvöldinu í Surrey forðum, þegar hann hafði vísað ást hennar á bug. Hún var skynsöm stúlka og hafði sætt sig við þá tilhugs-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.