Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 15
FALKINN 15 ALVEG -K BARBARA SMITH hin snoppu- fríða Lundúnamær heíur orðið fyr- ir sárum vonbrigðum. Árið 1958 og 1959 var hún kjörin fegursta kona Englands og hugðist hún taka þátt í samkeppninni í ár líka, og sendi tilkynningu um það. En tilkynning- in var endursend og fylgdi svolát- andi bréf frá forstöðuneíndinni: „Því miður getum við ekki leyft yður að taka þáít í samkeppninni oftar. Þá mundu allir aðrir væntan- legir þátttakendur draga sig í hlé. Þér eruð of falleg til að fá að verða með.“ k ANDSTÆÐUR. — Þessi mynd var tekin á ítölskum baðstað. Þótt dömurnar á myndinni séu ekki sérlega líkar í vexti, eiga þær þó það sameiginlegt að hafa ánægju af að ganga léttklæddar og sleikja sólskinið. Og hver láir þeim það? „ÁHUGAKOKKAKLÚBBURINN“. — I Þýzkalandi starfar klúbbur fyrir þá menn sem hafa matartilbúning fyrir „hobby“. Á dögunum var efnt til samkeppni milli þessa klúbbs og annars sams konar í Sviss. — Hér sést dómnefndin smakka á réttunum. DEBBIE REYNOLDS er orðin hundleið á að húka heima hjá sér á kvöldin og leika unga fráskilda frú, sem hefur nú byrjað að skemmta sér rækilega. Hún hefur gaman af að koma á ódýr „skröll ‘ þar í Hollywood, og borga eitt sent fyrir hvern dans. En þetta tiltæki hennar hefur vakið hneyxli í borg- ★ SVANTE LÖFGREN heitir sænsk- ur blaðamaður, búsettur í París og frábær smekkmaður á mat. Nýlega var hann sæmdur „Oscar“-verðlaun- um franska matreiðsludálka-blaða- mannafélagsins, en í þeim félags- skap eru aðeins menn, sem bera gott skyn á mat og vín. Löfgren hefur skrifað tvær bækur á sænsku, aðra um matsöluhúsin í París og' hina um franska matreiðslu og á- hrif hennar á skemmtiferðalög. En- rico Guanini, ítalskur blaðamaður, fékk II. verðlaunin. Að sjálfsögðu voru verðlaunin afhent í stærðar krásaveizlu í einum bezta matstaðn- um við Champs Elysees. Brigitte Woitha - Framh. af bls. 2. irinn. Það vœri leitt að ónáða frú 'Woitha, ef . . . — Ég skal gera þetta, sagði Biewald. Og lœknirinn tók um- búðirnar af, þannig aö' hœgt var að sjá augun og dálítið af and- litinu. Stúlkan leit á manninn, og þekkti hann auðsjáanlega. Biewald sneri sér frá. — Þetta er Brigitte Woitha, sagði hann. VéJar og tæki til múrhuðunar og' steypuvinnu t.d. 3iis r&pa'tt u í ee v margar stærðir. Stvtjpudivlur Leitið nánari uppl. um verð og afgreiðslutíma. EGILL ÁRNASON Klapparstíg 26. — Sími 1-43-10. Sendill hringdi dyrabjöllu hússins, sem frú Woitha bjó í í London. Hann rétti dóttur henn- ar sk&yti. Hún opnaði það og rétti móður sinni. Og í skeytinu stóð: — Komið til Hamborgar strax. Brigitte dóttir yðar er ekki dáin. Það hafa orðið víxl á stúlkun- um. Sama kvöldið flaug frú Woitha til Hamborgar. Læknir og hjúkr- unarkona studdu hana að rúm- inu ,sem allir höfðu haldið að Ingrid Preuss lœgi í. Frú Woitha skalf eins og laufblað. — Brigitte, Brigitte, barnið mitt! hvíslaði hún með grátstaf- inn í kverkunum, þegar lœknir- inn hreyfði umbúðirnar svo, að hún gœti séð í augun á stúlk- unni. — Elsku mamma, hvíslaði stúlkan og grét. Gamla konan tók í hönd dótt- ur sinnar og hallaði hærugráu höfðinu á sœngina. ★

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.