Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.04.1961, Blaðsíða 7
Þjóðleikhússkólanum, gerði hún svo vel og féll. En það góða við þetta var, að þarna hitti hún Helga. Hann stóðst prófið. Þrátt fyrir það eru þau hjón í dag. — Ég ætlaði aldrei framar að koma nálægt leiklist, en maður á aldrei að segja aldrei. Ég fór til Gunnars R. Han- sen, sem þá hafði leiklistarskóla með Einari Pálssyni, og hann bauð mér síð- an smáhlutverk hjá L. R. ,og þar hef ég haldið áfram og hlutverkin hafa orðið stærri og einnig bauð Þjóðleik- húsið mér hlutverk í Gauksklukkunni. — Þú ert í Leikfélaginu? — Já, þar hef ég verið í 5 til 6 ár. Ég lék niðurfrá, en Helgi uppfrá, eins og sagt er. Og þú þarft ekki að spyrja mig um mitt draumahlutverk, mér þyk- if vænt um þau öll, og vænst um þau hlutverk, sem eru liðin bak við tjald minninganna. — En hvernig er það, spyr ég, er ekki oft erfitt að gleyma því að þið eruð hjón, þegar þið eruð að leika? — Það finnst mér ekki, segir Helgi. En Helga segir: — Við erum alltaf að leitast við að túlka tilfinningar, sem ekki eru okkar eigin. Brennandi ást til leikarans, sem við þekkjum ekki eða störfum með í fyrsta sinn, logandi hatur til bezta fé- laga okkar innan stéttarinnar, en það eru ekki kollegar okkar, sem þarna standa og heldur ekki við sjálf. Það eru (eða eiga að vera) þær persónur, sem okkur hefur verið falið að túlka. — Hvernig er að leika undir stjórn mannsins þíns, og þá á ég við hvernig leikstjóri hann er? — Mér finnst það gott. — Og þér, Helgi, hvernig finnst þér að stjórna konunni þinni? — Prýðilegt. Það er ómetanlegt að leikstjóri þekki leikarann, getu hans og takmörk. — Og ef hún stendur sig ekki á ein- hverri æfingu, og þú skammar hana, eins og kannski þú mundir skamma FÁLKINN heimsækir hjónin og leikar- ana Helgu Bachmann og Helga Skúlason FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.