Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 26.04.1961, Blaðsíða 33
það skiptið, en svo auðsveipur var hann eingum öðrum. Hér er ekki hægt um vik að segja hve leingi Elís dvaldi í Reykjavík, en um þessar mundir var hann úngur maður; tók hann um síðir á sig rögg og sigldi til Danmerkur. Hóf hann járnsmíðanám í Kaupmanna- höfn. Einnig þaðan fara af honum slags- málasögur. Eitt sinn kom hann ölvaður til smiðjunnar. Reiddist húsbóndinn og ætlaði að ljósta hann með kaðli, en Elís varpaði honum á smiðjugólfið. Hlupu þá til allir járnsmíðasveinarnir og gripu Elís, en hann barði þá og fleygði víðs vegar um smiðjuna. Missti hann sjón á öðru auga í átökum þessum. Oðru sinni deildi hann við pilt einn í smiðj- unni; veittust þá að honum sex Danir, en hann hafði nær drepið þá, er menn komu til og komu í veg fyrir frekari ófrið. Að lokinni dvöl sinni í Höfn sigldi Elís heim. Settist hann að í Stykkis- hólmi og tók að stunda járnsmíðar. Oft dvaldi hann þó hjá séra Jóhanni Bjarna- syni aðstoðarpresti að Helgafelli, og voru þar oft drykkjur stórar. Eitt sinn kom hann að Helgafelli og var ölvaður. Jóhann prestur sat í stofu við annan mann, og er ekki ótrúlegt að þeir hafi haft eitthvað í kollinum líka, því þegar þeim var borið kaffi, skvettu þeir sjóðandi kaffinu úr boll- unum í andlit Elísi. Elís flaug þegar á prest, sem var kraftamaður mesti. Veitti hinn gesturinn presti lið, en svo fór, að Elís gekk frá þeim báðum blá- um og blóðugum. ★ Sæmundur hét maður, sonur Sigurð- ar stúdents Sigurðssonar í Geiteyjum, mikils aflraunamanns. Sæmundur flutti í Stykkishólm um sama leyti og Árni Thorlacíus hóf þilskipaútgerð þar; gerð- ist Sæmundur þá skipasmiður og hafði atvinnu af útveg Árna eins og smiðum var títt þar um slóðir. Sæmundur var glímumaður mikill og hraustmenni og vandvirkur og hraður til smíða sinna. Ærið var hann drykkjugjarn, en skap- stilltur svo, að hann kom hvarvetna fram með friði, þótt drukkinn væri. Guðrún hét kona á Helgafelli, er sögð var nokkuð fíngralaung, og var kölluð Gunna patína eftir að hafa tekið í óleyfi af kaleiknum í Helgafellskirkju. Hún eignaðist barn og kenndi það Elísi Odds- syni. Nú bar svo til, að Elís kom til messu að Helgafelli. Krafðist séra Jó- hann þess að hann játaði faðerni barns- ins, en hann harðneitaði því. Báðir voru vel hýrir af víni. Fór nú guðsþjónusta fram, en eftir messu biðu prestur og Elís ekki boðanna og slógust grimmi- lega. Hafði Elís betur og tróð presti upp fyrir kistu og þjarmaði þar að hon- um. Kom þá Sæmundur skipasmiður og forðaði presti frá bráðum bana, og þótti það vel gert. Séra Pétur Pétursson fékk Helgafell 1837. Hann var ættaður úr Skagafirði og dvaldi um hríð í Húnavatnssýslu. Frh. á næstu síðu. HVAÐ GERI8I í aifiiiíimi STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkið: Velviljuð manneskja mun gefa yður gott ráð, sem mun áreiðanlega borga sig fyrir yður að fylgja. Á föstudag ber- ast yður fréttir, sem létta skapið mjög og gera það að verkum, að þér sjáið ástæðu til að gleðjast ríkulega. Varizt léttlyndi og kæruleysi í peningamálum! Nautsmerkið: Það liggur eitthvað í loftinu og eftir stjörnunum að dæma gerist eitt.hvað á sviði tilfinningalífsins. Gætið þess vel að láta ekki tilfinningasemina hlaupa með yður í gönur. Ofur- lítill misskilnnigur annað hvort heima eða á vinnustað krefst skjótrar leiðréttingar. Tvíburamerkið: Sýnið fyllstu varfærni í hegðun yðar þessa viku og gefið engin bindandi loforð. Yður býr eitthvað í brjósti, en þér eruð ekki sjálfur viss um hvað það er. Sýnið vináttu öllum sem umgangast yður. Þá verða samskipti yðar við aðra árekstralaus. Krabbamcrkið: Eigingjörn manneskja kemur í veg fyrir, að þér fáið brýnni þörf svalað. Látið ekki troða yður um tær og reynið af fremsta megni að ná rétti yðar og því fyrr því betra. —- Nátengdur maður, esm þér hafið lengi hugsað til og vænzt, boðar komu sína í lok vikunnar. Ljónsmerkið: Þér gætuð leyst af hendi fleiri og vandasamari verk- efni, ef þér gætuð lært að einbeita yður og stjórna vel þeim mönnum, sem þér hafið yfir að ráða. Þér eruð góðgjarn og meinlaus, en ekki laus við skap svo að yður ætti að takast að kippa þessu í lag á skjótan hátt. Jómfrúarmerkið: Vikan hefur upp á mörg og glæsileg tækifæri að bjóða. Þér eignizt riýja kunningja í vikunni, en gætið þess, að þeir kynnist yður ekki of fljótt og of vel. Ef þér gerið það ekki, munu sumir þeirra gerast óþolandi ágengir og uppá- þrengjandi. V ogarskálarmerkið: Lífið yrði yður mun léttbærara, ef þér þyrðuð að treysta samstarfsmönnum yðar. Það er vissulega gott og blessað að hafa álit á sjálfum sér og treysta engum betur. En því aðeins koma samstarfsmenn yðar að gagni, að þér sýnið þeim traust og lát.ið þá vinna ofurlítið sjálfstætt. Sporðdrekamerkið: Verkefni vikunnar krefjast mikils undirnbúnings og það ríður á fyrir yður að vinna vel og láta ekkert vera tilviljun háð. Gætið yðar í vikulokin. Það getur verið að þér lendið í því að særa góðan vin yðar algerlega óviljandi. Aðgát skal höfð, — eins og þar stendur. B o gmannsmerkið: Það er útlit fyrir svolít.ið óveður á heimili yöar í næstu viku. Hafið taumhald á skapi yðar og þá slotar óveðrinu og aftur kemst kyrrð á og samkomulagið verður jafnvel ennþá betra en það var áður. Brátt þurfið þér að taka ákvörðun, sem mun hafa mikla þýðingu fyrir allt líf yðar. Steingeitarmerkið: í þessari viku mun sannast máltækið góða, að eins dauði er annars brauð. Óstundvísi ákveðins manns mun valda því, að þér fáið gullið tækifæri upp í hendurnar. Þér hafið löng- um haft næmt nef fyrir peningalykt, og þess vegna grípið þér gæsina, og hagnizt geypilega á fyrirtækinu. Vatnsberamerkið: Mótlætið gengur eins og rauður þráður í gegnum næstu viku. Hún verður yður sannarlega þung í skauti. Afsökun sú, sem þér hafið treyst að tekin yrði góð og gild, reynist hald- lítil og raunar einskis virði, þegar allt kemur til alls. Þér verðið að horfast í augu við staðreyndirnar og taka afleið- ingum gerða yðar. Fiskamerkið: Einn af stærstu óskadraumum yðar er í þann veginn að rætast. Til mála getur komið að þér takizt á hendur snögga ferð til útlanda í ákveðnum erindagerðum. Sérstök guðs gáfa, sem þér eruð gæddur, kemur sér einstaklega vel fyrir yður í þessari ferð. fflHBHMHH 21. MARZ — 20. APRlL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAl — 21. JÚNl 22. lÚNl — 22. IÚLI 23. IÚLI — 23. AGÚST 24. AGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. IAN. 21. IAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. — 20. MARZ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.