Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 26.04.1961, Blaðsíða 18
Eiginkona Benedikts, Sigríður Guðmundsdóttir, kiæddi sig fyrir okkur í íslenzkan búning, og ljósmyndarinn tók af henni mynd við annan rokkinn í baðstofunni (myndin hér að ofan) og sömulei'ðis við hlóðirnar í eldhúsinu (sjá mynd á síðunni hér á móti). Benedikt virðir fyrir sér einn af munum sínum, útskorinn ask. (Myndir hér að neðan). STRAX og komið er inn blasa við augum skinnbrækur, sem eru heldur betur komnar til ára sinna og hanga á vegg, sem hlaðinn er úr torfi. Örskammt frá hangir hnakkur, einnig gamall. Á vinstri hönd sér inn í eldhús með hlóðum og öðrum þeim útbúnaði, sem húsmæður bjuggu við hér á landi í eina tíð. Og á hægri hönd liggja dyr inn í baðstofu, svo til ná- kvæmlega eins og þær voru hér áður fyrr: rekkjur meðfram veggjum beggja megin, borð og stóll við endagaflinn, rokkar, grútarlampi og hvert sem litið er munir og áhöld, sem heyra fortíðinni til. Lesendur kynnu að álykta af þessum lauslega inngangi, að við séum staddir í einhverju byggðasafni úti á landi eða jafn- vel í Þjóðminjasafninu eða í Árbæ. En svo er ekki. Að þessu sinni höfum við lagt leið okkar að Hringbraut 65 í Keflavík —- til Benedikts Þórarinssonar yfirlögregluþjóns á Kefla- víkurflugvelli. Benedikt hefur í tómstundum byggt á lóð sinni baðstofu og hlóðareldhús í sem nákvæmastri líkingu við það sem gerð- ist hér á landi í gamla daga. Benedikt hefur gert þetta á rúmu ári og unnið verkið að öllu leyti sjálfur og hvorki notið tilsagnar né aðstoðar fornminjafræðinga eða sérfræðinga um húsaskipan og húsbúnað hér á landi fyrr á tímum. Við erum þegar komnir inn í baðstofuna í fylgd með Bene- dikt og það vekur strax undrun okkar hversu vandlega og haganlega er hér frá allrj smíði gengið. — Var ekki erfitt að fá efni til smíðarinnar? — Jú, það var talsvert erfitt, en hafðist þó einhvern veg- inn smátt og smátt. — Það var til dæmis talsvert erf- itt að fá timbur í þetta. Það varð að vera dálítið gamalt og dugði ekki að hafa það alveg gljáandi og fínt. -—- Lengi vel velti ég því fyrir mér, hvernig ég gæti fengið torfið, sem göngin hér fyrir framan eru þakin með. Nokkru síðar brann gamalt hraðfrystihús hér og þá datt mér skyndilega í hug, að sennilega hefði það verið einangrað með torfi. Grunur minn reyndist réttur og þar með var það fengið. Þannig hefur þetta komið einhvern veginn smátt og smátt. — En allir þessir munir? — Það vill nú þannig til, að þeir eru langsamlega flestir úr fjölskyldunni, bæði minni og konu minnar. Konan mín er ættuð frá Keldum og allt hennar fólk hefur varðveitt mjög vel gamla muni. Nú, aðra muni hef ég fengið hér og þar bæði hérna í Keflavík og annars staðar. Og vonandi á eftir að bætast við í safnið hjá mér. Ég hef ævinlega augun hjá mér í þessum efnum, til dæmis ef ég er á ferðalögum. — Ætli gömlum munum sé nú ekki farið að fækka í sveit- unum? — Jú, áreiðanlega. Byggðasöfn hafa verið sett á fót víða að undanförnu og margir gamlir munir eru þar niður komnir. Annars leynist þetta á ótrúlegustu stöðum og oft veit fólkið ekki einu sinni sjálft að það á þetta í fórum sínum. Ég heim- sótti til dæmis gamlan mann fyrir nokkru og spurði hann, hvort hann ætti ekki gamlar skinnbrækur, sem hann vildi láta mig hafa. Hann svaraði því til, að það gæti verið að hann ætti einhver gömul brókarræksni þarna uppi á skemmuloft- inu, en heilar brækur ætti hann áreiðanlega engar. Það kom í ljós, þegar ég fór að gramsa hjá honum, að hann átti þrjár stríheilar brækur og einar þeirra eru einmitt þær, sem hanga hér fyrir framan. Kvarnasteina vantar mig og ég veit um nokkra á einum stað, en þar eru þeir notaðir fyrir tröppur. Ég hef þegar fengið leyfi til þess að fá steinana, en ég þarf bara að smíða nýjar tröppur í staðinn! — Þurftir þú ekki að lesa mikið áður en þú hófst smíðina? — Nei, það var ekki svo mikið. Ég hef sennilega haft þetta einhvern veginn í mér, og hver veit nema ég hafi búið í bað- stofu í fyrra lífi? Ég hafði lengi hugsað um þetta og langað til að hrinda þessari hugmynd minni í framkvæmd. Ég hef alltaf haft áhuga á fornleifafræði og fornminjum og lesið allt um þau efni, sem ég hef náð í. ★ Það er margt að skoða í baðstofunni hans Benedikts og hann tekur að sýna okkur ýmsá gripi og áhöld. Hann sýnir okkur meðal annars sykurhníf, sem hann álítur, að ekki sé til annars staðar en þarna. Hnífar af þessu tagi voru not- 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.