Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 26.04.1961, Blaðsíða 23
inn þinn Flopp að skilnaði. John spurði um heim- ilisfangið þeirra, og er hann hafði feng- ið það, kvaddi hann drengina. Hann stóð og horfði á e ftir þeim þangað til þeir voru komnir í hvarf. Svo yppti hann öxlum og fór inn í eld- húsið með hundinn. „Hvaða hundur er þetta?“ spurði ráðskonan forviða. „Hann á að verða hérna nokkra daga, ungfrú Iverssen," svaraði John. Ég ætla að biðja yður að sjá um að hann fái nóg að éta og drekka, og að hann geti verið úti á hlaði á daginn. Athugið þér að hliðið sé lokað, því ég vil ekki að hann strjúki.“ Þegar John hafði átt Flopp í fjóra daga, taldi hann víst að nú væri af- mælisdagurinn liðinn hjá, og svo afréð hann að skila nú hundinum aftur, á staðinn sem tvíburarnir höfðu nefnt honum. Það kom á daginn að þetta var þrifalegt hús í fiskimannaþorpi þarna í grenndinni. John drap á dyr og roskin kona kom út. „Eiga tvíburarnir heima hérna?“ spurði hann og datt fyrst nú í hug, að honum hafði láðst að spyijja þá að skírnar- eða ættarnafni. „Þeir eru farnir,“ svaraði konan. „Þeir voru hérna í sumarleyfinu með henni systur sinni, en þau eru öll farin í bæinn núna.“ „Vitið þér heimilisfangið þeirra þar?“ spurði John. „Já, bíðið þér augnablik.“ Konan fór að leita í gömlum bréfum, sem lágu undir einkennilega löguðum steini á stofuborðinu. John beið þolinmóður þangað til konan hafði fundið heimilis- fangið, og þegar það var fengið spurði hann um ættarnafn systkinanna, sem reyndist vera Friis. Þegar hann hafði kvatt konuna datt honum fyrst í hug, að senda hundinn til bæjarins í kassa, en svo fannst honum allt í einu: réttast að fara með hann sjálfur. Hann fór á járnbrautarstöðina, athugaði hvenær næsta lest færi, og keypti sér farmiða. „Jæja, Flopp,“ sagði hann og klapp- aði hundinum. „Nú förum við inn í bæ til kunningjanna þinna.“ Honum fannst hann sjá þakklætis- vott skína úr augum skepnunnar, er hún leit upp til hans. Þegar hann kom inn í bæ leigði hann sér bíl og ók á staðinn, sem honum hafði verið sagt til um. Þetta var nýlegt sam- býlishús í útjaðri bæjarins. John sleppti hundinum og hann hljóp eins og örskot upp stigana. Á þriðju hæð stanzaði hann við dyr og hnusaði. „Friis“ stóð á dyraspjaldinu og John hringdi bjöllunni. Það leið ekki á löngu þangað til opn- að var, og annar tvíburinn stóð í dyr- unum steinhissa á að sjá Flopp og eig- anda hans. „Komdu sæll, kunningi,“ sagði John, „ég er kominn til að skila honum Flopp. Hann saknar ykkar svo mikið, að ég vil ekki halda honum lengur. Þú mátt eiga hundinn, kunningi." „Viljið þér ekki hafa hann Flopp?“ spurði drengurinn. „En þér hafið borg- að hann, og við bróðir minn höfum eytt peningunum.“ „Það gerir ekkert til,“ sagði John og brosti. „Mér þykir ekki nema gott að losna við hann Flopp. Ég vil ekki taka við peningunum." „Augnablik,“ sagði drengurinn og fór inn. Eftir stutta stund kom hann aft- ur og bróðir hans með honum og spurði, hvort John vildi ekki koma inn. John kinkaði kolli og fór með þeim inn í smekklega, litla dagstofu. „Hvað heitið þið?“ spurði hann. Það kom á daginn, að sá drengurinn sem hafði haft orðið þegar kaupin á Flopp voru gerð, hét Pétur, en hinn hét Hinrik ... „Þér verðið að sjá hana systur okkar,“ sagði Pétur. „Hún er veik.“ . „Ég held varla að ég hafi tíma til þess,“ tók John fram í, „ég þarf svo víða að koma hérna í bænum.“ „Það tefur ekki nema augnablik.“ Pétur fór á undan, og John og Hinrik eltu inn i næsta herbergi, og þar lá ung stúlka á legubekk. John virtist hún mundi vera kringum hálfþrítugt. Hún var með jarpt hár, stór blá augu og nefið fallega bogadregið. John fannst stúlkan sérlega fríð, og enn fríðari hefði hún þó verið, ef hún hefði ekki verið ijafn föl og hún var. „Afsakið þér ef ég geri ónæði,“ sagði hann afsakandi. Tvíburarnir vildu endilega að ég liti inn til yðar. Eruð þér veik?“ Hún kinkaði kolli. „Gæti ég gert nokkuð fyrir yður? Ég heiti John Warmann. Það var ég, sem keypti Flopp af tvíburunum.“ Alice Friis brosti dauflega. „Ég varð svo reið við þá þegar ég Framh. á bls. 30. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.