Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Page 13

Fálkinn - 19.07.1961, Page 13
Það er ys og þys í Laugaskóla, ann- ríki og þrengsli, því að hverja smugu hússins þarf að nýta til gistingar með- an mótið stendur yfir. Við náum andar- tak tali af formanni framkvæmdanefnd- ar og mótstjóra, Óskari Ágústssyni, manninum, sem borið hefur hita og þunga undirbúningsstarfsins, og mun sannarlega hafa í mörg horn að líta þessa dagana. Hann býður okkur vel- komna, leiðbeinir okkur og greiðir götu okkar í hvívetna. Að því búnu notum við tækifærið og leggjum fyrir hann nokkrar spurningar varðandi mótið. -—■ Ég vil taka það strax fram; segir Óskar, að þótt ég eigi að heita yfirmað- ur hér, þá eru fleiri en ég, sem hafa lagt hönd á plóginn. Ég vil til dæmis nefna Hróar Björnsson, Stefán Krist- jánsson, sem séð hefur um undirbúning undir íþróttirnar bæði í héraði og á velli og Stefán Kristjánsson frá Nesi í Fnjóskadal,sem hefur undirbúið starfs- íþróttirnar. Hins vegar sé ég um alla stjórn, matinn, húsnæðið og fleira. — Hér hafa orðið miklar breyting- ar á skólahúsinu. — Já, það var ráðizt í að byggja við- bótarbyggingu við skólann, og það er einmitt hún, sem hefur valdið okkur mestri taugaspennu. Það hefur verið unnið dag og nótt síðasta hálfan mán- uðinn og lengi vel var tvísýnt, að bygg- ingunni yrði lokið, áður en mótið hæf- ist. —- Hvað er margt starfsfólk hér? ■— Það er gífurlega margt. Til dæmis eru hér 80 Þingeyingar starfandi, fyrir utan dómara og starfsmenn við keppni, sem munu vera álíka margir. Starfs- menn á hótelinu eru 40, svo að alls eru um 200 manns starfandi á öllum vígstöðvum. Það vinnst ekki tími til frekara spjalls, því að kallað er á Óskar úr öllum áttum. Það vantar herbergi hér, kaffi þar, spurt um þetta, beðið um hitt. Á göngum og hlaði og raunar hvert sem litið er, sést hið unga íþróttafólk í litríkum æfingabúningum. Búningarnir bera áletrun hvers héraðssambands: UMSK, HSH, UÍA, HSÞ, UMSE, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Allir eru glaðir á svip og þá spenntir undir niðri, eins og menn eru æfinlega, þegar eitt- hvað er í vændum, eitthvað, sem reynir til hins ítrasta á hæfni og þrek. Glampandi sólskin og mildur sunnan- blær heilsar mótsgestum að Laugum á laugardagsmorguninn. Úr tjaldbúðum keppenda austan skólahússins taka hóp- ar hinna einstöku héraðssambanda að tínast einn og einn, í fararbroddi er Óskar Ágústsson, formaður fram- kvæmdanefndar mótsins, maðurinn, sem bar hita og þunga allra fram,- kvæmda á mótinu. Myndin efst t. h.: Benedikt G. Waage, forseti ISl, af- hendir Óskari Ágústssyni fána að gjöf frá ISÍ. borinn fáni hvers sambands. Hóparnir stilla sér upp við tjörnina og þar er einnig mætt Lúðrasveit Akureyrar. Klukkan á slaginu níu eru fánar dregn- ir að hún á öllu mótssvæðinu í senn, víðast hvar íslenzki fáninn, en hér og hvar hvítbláinn, fáni ungmennafélag- ana. Að því loknu er gengið í fylkingu til íþróttasvæðisins. íslendingar hafa löngum fengið orð á sig fyrir að kunna ekki að ganga í fylkingu, en hér er aðra sögu að segja. Hið unga íþróttafólk gengur skipulega og ber sig vel. Reisn og hátíðleiki hvílir yfir þessum 600 manna hópi hvaðanæva af landinu, þar sem hann gengur inn á leikvanginn, reiðubúinn til harðrar en drengilegrar keppni. Séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum og formaður Ung- mennafélags íslands flytur ávarp, og þar með er setningarathöfninni lokið. Mótið er hafið. Eiríkur J. Eiríksson, formaður UMFÍ, setti mótið og sleit því með ræðum. Myndin hér að neðan er tekin við mótsslitin. Þar fyrir neðan tekur Sig- urður Greipsson við forsetabikarn- um fyrir hönd Héraðssambandsins Skarphéðins, sem bar sigur úr být- um á mótinu, hlaut 228 stig. Fast á eftir kom Héraðssamband Suður- Þingeyinga með 220,5 stig og númer þrjú varð Ungmennasamband Eyja- fjarðar með 100 stig.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.