Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.07.1961, Blaðsíða 14
Hörö keppni íöll- um greinum hvers annars. Eins og segir í vísunni: Týndur fannst, en fundinn hvarf, að fundnum týndur leita þarf. Þá týnist sá, sem fundinn fer að finna þann sem týndur er. Þulirnir eru óþreytandi við að kalla upp hina týndu og koma í veg fyrir svipað því, sem lýst er í vísunni. — Keppendur í kúluvarpi beðnir að mæta, kveður aftur við í hátalaranum, og þannig koll af kolli. Margar greinar hefjast í senn og alltaf er eitt- hvað að gerast. Víðast hvar um völlinn má sjá íþróttamenn og íþróttakon- ur að „mýkja sig upp“, sem kallað er. Með stuttum milli- bilum kveða ræsisskotin við. í hlaupunum, og raunar flest- um greinum mótsins, er þátt- taka það mikil, að keppa þarf í undanrásum, milliriðlum og loks úrslitum. Það er ólíkt skemmtilegra að fylgjast með mótum sem þessu eða frjáls- íþróttamótum höfuðstaðarins, þar sem tveir eða þrír kepp- endur eru í hverri grein oft og tíðum. Tíminn líður ótrúlega fljótt. Hverri greininni lýkur á fæt- ur annarri. Ahorfendur eru margir og hvetja óspart „sína menn“. — Keyra! Keyra! Þú hefur hann, er kallað á áhorfenda- « pöllimum. Það er blíðskaparveður fyrri daginn, en óhagstætt veður hinn síðari. Keppendur láta þó veðurguðina engan veginn gera sér gramt í geði og ár- angur er sízt lakari síðari dag- inn. Það hafa skipzt á skin og skúrir í raunverulegri merk- ingu hvað veðrið snertir og óbeint hvað árangur einstakra héraðssambanda áhrærir. Á íþróttamótum fer margt á ann- an veg en ætlað var, og vonað og aftur gerast atvik, sem koma skemmtilega á óvart. Það reynir á hinn sanna íþróttaanda, að kunna að taka jafnt sigri og tapi. Framkvæmd mótsins hefur verið mjög vel af hendi leyst, en mótsstjóri er Þorsteinn Ein- arsson, íþróttafulltrúi. Hann , er á þönum um völlinn þveran og endilangan báða mótsdag- ana. Okkur tekst þó að ná tali af honum örstutta stund: ■ — Ég hef aldrei séð eins góða fylkingu á nokkru lands- móti og var hér við setningu þessa móts, segir Þorsteinn. — Þessi myndarlegi hópur bar Einn vinsælasti keppandinn í frjálsum íþróttum móts- ins var Haukur Engilberts- son UMSB, sem sigraöi í 1500 metra hlaupi og 5000 metra hlaupi með miklum yfirburðum og setti lands- mótsnvet í báðum greinun- um. 1500 metrana hljóp Haukur á 4:08,8 mín., gamla metið vra 4:12,4 og næsti maður á eftir Hauk hljóp á 4:19,2. I 5000 m. var Hauk- ur rúmum tveimur hring- um á undan næsta manni, hljóp á 15:30,3 mín. Gamla rnetið var 15:47,0. Urslitaspretturinn í hundrað metra hlaupi karla var geysiharður og jafn, eins og raunar öll keppni mótsins. Yzt til vinstri sést Ólafur Unnsteinsson HSK, sem sigr- aði á 11.3 sek. Númer tvö frá vinstri er Þóroddur Jó- hannsson UMSE, sem varð annar á 11.4. — Keppendur í hundrað metra hlaupi beðnir að mæta, kveður við í hátalaranum. Þulir mótsins hafa aðsetur sitt í skúr í einu horni vallar- ins, og þar er einnig til húsa Sigurður Sigurðsson, sem lýsir keppni fyrir útvarpshlustend- um, og fleiri starfsmenn. Skúr þessi gengur undir nafninu Kærleiksheimilið, Um ástæð- una er ekki vitað, en ef til vill er hún sú, að, þar verða oft miklir fagnaðarfundir. Á fjölmennum mótum sem þessu villi brenna við, að menn týni hver öðrum og leiti ákaft

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.