Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Page 15

Fálkinn - 19.07.1961, Page 15
Svipmynd frá stangarstökkskeppninni. Brynjar Jensson HSH reynir við hæðina 3.82 m. sig vel og bar fánana reisu- lega. Ég vil geta þess, að fólk- ið heima héruðunum á mikinn þátt í, hversu vel þetta tókst. Hóparnir hafa bersýnilega æft þetta, áður en hingað kom. Það var snyrtimennska og reisn yf- ir þessu. — Hvernig er aðstaðan á vellinum? — Mér finnst hún hafa tek- izt framar björtustu vonum. Ég vil nefna sem dæmi, að all- ar áætlanir hafa staðizt hvað tímann snertir. Þetta er fyrst og fremst því að þakka, að starfsmenn mótsins eru vanir mótum hver heima í sínu hér- aði. Með óvönum mönnum hefði þetta aldrei gengið svona vel. — Völlurinn er góður, sér- staklega fyrir stökk og hlaup. — Og árangurinn? — Að mínum dómi er hann sérstaklega góður. Það, sem þetta mót hefur umfram flest önnur frjálsíþróttamót, er fjöldi þátttakenda. Hér er margt ungt fólk með jafna getu, svo að keppni er alls staðar mikil og hörð. Margt af þessu fólki er feimið við að fara til Reykjavíkur, þar sem eru fleiri afreksmenn eða „toppar“, eins og kallað er. En hér nýtur það sín betur. — Hvað um. framkvæmd mótsins? Og þar með er Þorsteinn þotinn af stað með gjallarhorn- ið í hendinni. Allsstaðar er eitthvað að gerast á vellinum. Það er mikið líf og hreyfing og loftið þrungið spennu .... Oddrún Guðmundsdóttir UMSS sigrar í 200 m hlaupi kvenna á 29,7 sek. Oddrún sigraði einnig í kúluvarpi og setti nýtt landsmótsmet, varpaði 10.64 metra. Heiðar Georgsson UMSN sigraði í stangarstökkinu, en brá sér einnig í hástökkið og varð þar þriðji. Myndin hér að neðan er af Þórði Indriðasyni HSH og Ólafi Unnsteinssyni HSK, en þeir unnu beztu afrek móts- ins í frj. íþr. Bómnefnd tók sér frest um að úrskurða, hvort afrek Ólafs í 100 m 11,1 (870 stig) í undanrás skyldi teljast tiíheyrakeppn- inni. Ef ekki, teldist afrek Þórðar í þrístökki (14.26 m) bezta afrek mótsins.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.