Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1961, Qupperneq 22

Fálkinn - 19.07.1961, Qupperneq 22
Búizt til brottferSar eftir ánægjulegt og viðburSaríkt mót. Við höfum pakkað niður dóti okkar og erum ferðbúnir. Okkur tekst að ná augnablik í Óskar Ágústsson til þess að kveðja hann og þakka honum fyrir góðan beina og greiða- semi. Óskar er orðinn úrvinda af þreytu, hefur sofið alls sex tíma á tveimur sólarhringum og varla gefið sér tíma til að borða. — Ertu ánægður með mót- ið? — Já, ég get ekki annað sagt. Ég get raunar ekki dæmt um það, því að ég hef verið mest innivið og ekki getað fylgzt með, hvernig þetta hef- ur gengið úti. En eftir því sem mér hefur verið tjáð, þá hef- ur allt farið snurðulaust fram. — Er ekki starfsfólkið hér á hótelinu orðið uppgefið fyr- ir löngu? -— Þær eru orðnar þreytt- ar, blessaðar stúlkurnar, enda hafa þær staðið sig sérstaklega vel. Ég get nefnt sem dæmi, að við afgreiddum 700 máltíð- ir á tveimur tímum. ★ Vegur og vél, en ekki sól að þessu sinni, heldur niða- dimm þoka, sem byrgir allt út- sýni á hinni fögru leið frá Laugum til Akureyrar. En sól- in var sannarlega ekki á því að yfirgefa okkur í þessari ferð. Hún skein glatt alla leið- ina frá Akureyri til Reykja- víkur daginn eftir. Og ef ein- hver sem rýnir í þessar línur er þeirrar skoðunar, að á þess- um síðustu og verstu tímum sé varla búandi á landi hér, — þá skal honum ráðlegt að aka norður í land .... Báðum mótsdögum lýkur hafði verið, að afloknum móts- með dansi. Dansað er á þrem- slitum og verðlaunaafhending- ur stöðum, í leikfimihúsinu, um. í bifreiðaverkstæði, sem gefið hefur verið hið fræga nafn „Rauða millan“, og loks á pálli. Mikið fjölmenni og fjör ríkir á öllum dansstöðunum. Meðan við stöldrum við á pall- inum, er ákaft sundið „Svífur yfir Esjunni sólroðið ský“ og hljómar dálítið undarlega í náttúrufegurðinni hér í Reykjadalnum. Dægurflugurn. ar fljúga hvert á land sem er. .... Síðari mótsdaginn spill- ist veðrið, eins og fyrr hefur verið sagt, og margir taka því að búast til brottferðar. Það styttir þó upp, er líður á Reykjavíkur og seztir við rit- kvöldið og dansinn hefst af vélarnar eða komnir á kaf í fullu fjöri, eins og ráðgert myrkrakompurnar. Þessar fjórar stúlkur hittum við á heimleiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur við Gönguskörð. Þær heita: Anna Hilmarsdóttir, Fremsta-Gili, Guðlaug Steingríms- dóttir, Móbergi, Ásta Karlsdóttir, Úthlíð 11, Reykjavík, og Halldóra Hilmarsdóttir, Fremsta-Gili. Þær kváðust allar hafa verið á Laugamjótinu og skemmt sér alveg konunglega. Guðlaug keppti bæði í langstökk og 100 m hlaupi og varð önnur í báðum greinunum. * Við höfum nú í myndum og stuttum texta reynt að bregða upp svipmyndum frá 11. lands- móti UMFÍ. Það er liðið að lokum þess og við eigum öku- ferð um óralangan veg fyrir höndum. Ýmsum skyndimynd- um bregður upp í huganum eins og leiftrum, myndum, sem eiga eftir að skírast, þeg- ar við erum aftur komnir til

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.