Fálkinn - 09.08.1961, Síða 4
G. J. FOSSBERG, Vélaverilun h.f.
Vesturgötu 3 — Reykjavík
Atlskonar handverkfærí, rafknúm verkfæri 09
tæki, efnavörur tilheyrandi járn- 09 vélsmíði o.fl.
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Breta, Home lávarður hefur
smátt og smátt kynnzt Nikita
Krushchev nokkuð vel og
kemst svo að orði um pólitík
hans: Hr. Krushev spilar
alþjóðlegt pókerspil svo, að
mér dytti aldrei í hug að
láta hann sjá á mín spil.“
«
★
DARRYL ZANUCK, bandarískur kvikmynda-
framleiðandi, er frægur fyrir lygasögur sínar,
sem jafnvel von Miinchhausen barón gæti ekki
logið upp, ef á lífi væri. Eitt sinn sagði vinur
hans honum frá mjög drukknum manni, sem
hann hefði séð. Darryl sló þá hendinni út
fyrirlitlega og sagði:
„Vinur minn, hvað er það á móti því, sem
ég sá einu sinni. Maður kom reikandi í spori
heim til sín og hafði verið í drykkjusvalli.
Hann tók vindilinn úr kjaftinum og lagði höf-
uðið í öskubakkann og — stökk út um glugg-
ann.“
★
í MEXICO hafa nýlega verið
teknar nokkrar kvikmyndir
fyrir sjónvarp. Aðalhlut-
verkið leikur Gloria Swan-
son, gömul stjarna þöglu
kvikmyndanna. En hún hef-
ur nýlega byrjað að leika
aftur og fékk fremur góða
dóma fyrir leik sinn í Sun-
set Boulevard. Hún gerði all-
kyndugar kröfur við upptökuna, hún krafðist
þess sem sé, að meðleikararnir sneru baki í
myndavélarnar á meðan upptöku stæði. Að
vísu mögluðu þeir, en gátu ekki að gert. Hvað
snerti Gloriu sjálfa, sagði hún, og það kenndi
stolts í röddinni: „Ég er enn hin mikla lista-
kona, sem ég var áður. Myndunum fer að-
eins aftur.“
★
BRENDAN BEHAN, hinn
írski rithöfundur, sem kunn-
ur er fyrir verkið Gidset, er
einn af þeim mönnum, sem
skilja ekki eftir dreggjar í
staupinu. Það er ekki langt
um liðið, síðan hann sagði
v,ini sínum, er þeir sátu við
bar í Dublin, að hann væri
hreykinn af sjálfum sér fyrir
að hafa gefið blóðbanka staðarins ríflegan
skammt af blóði.
Það hummaði í vininum um leið og hann
svaraði: „Nú, það getur sjúkrahúsið mæta
vel notað til þess að gerilsneyða tæk,in“.
4
FALKINN