Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 7
 Hnakkurinn er mitt heimili, hryggurinn mitt óSalsset- “ Höskuldur frá Hofstöðum með tvo gæðinga sína. Sýningarhryssa fer hjá dóm- palli. Kristinn Jónsson ráðu- nautur lýsir dómum. ildir herma, að Jón hafi hrað- hagmæltur verið og eitt sinn á unga aldri bauðst honum góð- hestur mikill, ef hann gæti nefnt nafn hestsins í öðru hverju vísuorði á meðan hann gekk í kringum hestinn. Jón kvað: Mín er list í ferðum fyrst að fara í kringum Móaling, finna þann hinn fróma mann, er fær mér slyngan Móaland. Því er mín bón, að bóndinn Jón bringi mér sinn Móaling. ur Strákur fékk hestinn og varla hefur hann átt annað þing sem slíkan gæðing um langt skeið. Það er fyrst með Stefáni Ólafssyni, sem hagmælskan verður einkenni hestamanna og hestavísur verða eins al- gengar og nú. Stefán leikur sér að bragarháttunum og kveður mikinn um dugnað og þol hesta sinna. Hvaða hesta- maður kannast ekki við vísur þessar: Bylur skeiðar virktavel vil eg þar á gera skil, þylur sanda, mörk sem mel mylur grjót, en syndir hyl. Moldi gildur geldir fold g'aldra trylltur hófa, holdi sýldur sældar mold sjaldan mildur lófa. Stefán kveður af mikilli al- vöru um vini sína gæðingana. Því skipti alveg í tvö horn, þar sem Jón á Bægisá kveður af gáska og þeirri léttu kímni, sem honum var eiginleg. Hryssutjón ei hrellir oss hress er eg þó dræpist ess missa gjörði margur hross messað get eg vegna þess. Við hleypum nú vísnafákn- um á skeið og vonum, að hann hlaupi ekki upp. Fleygurinn er á lofti og við kyrjum göm- ul þjóðkvæði og smellnar lausavísur. í fjarska sjáum við nokkra unglinga allvel drukkna og þeir syngja: Eg hef selt hann yngra Rauð og er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. Það er auðfundið, að þá vantar hinn sanna veraldarauð því þeir þekkja augsýnilega ekki tagl frá faxi auk þess sem þeir kunna ekki með vín að fara. Hvað vita þeir um hesta og samskipti manns og hests. Eða þekkja þeir nokkuð til Páls Ólafssonar? Stend ég oft einn hjá Stjörnu, Stjarna mín vill það gjarna. Stjörnu ann ég nú einni indælt barn er hún Stjarna. Það stirnir á hana Stjörm Stjarna er vökur á hjarni. Stjörnu strákarnir girnast, þó Stjarna mín sé með barni. Hugurinn reikar víða, æðis- legt kapphlaup á sér uppi á kili. En Sörli skýtur öllum öðrum gæðingum ref fyrir rass og bjargar Skúla gamla frá miklum voða. Á kostum Sörla fór í fyrsta sinni. — Rosemarie Þorleifsdóttir klappar Grámanni sínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.