Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 18
íslenzk sýni
Það er algeng sjón að sjá tízkumyndir í ís-
lenzkum blöðum. Sumar, vetur, vor og haust
birta blöðin stórar myndir og rækilegar frá-
sagnir af nýjustu tízkunni frá París, Róm og
New York. Það eru örar framfarir á mörg-
um sviðum hér á landi og nú er loks komið
að því, að ekki þarf að skrifa til erlendra :
fréttastofnana eða tízkuhúsanna sjálfra til
þess að fá fjTsta flokks myndir af nýjustu
tízkunni. — FÁLKINN birtir á þessum síð- •
um alíslenzkar tízkumyndir og er það tals-
verð nýlunda hér á landi. Sýningarstúlkan
er íslenzk og heitir Thelma Ingvarsdóttir.
Kunnugir segja, að Thelma standi góðum er-
lendum sýningarstúlkum fyllilega á sporði.
Fötin eru öll íslenzk, frá Eygló, Laugavegi 116.
Og ljósmyndarinn er Þorvaldur Ágústsson.