Fálkinn - 09.08.1961, Blaðsíða 22
UU er fremur viðkvæm í meðförum,
svo að hana þarf að þvo mjög varlega
eins og önnur viðkvæm efni, t.d. silki.
Séu ullarflíkur ekki þvegnar af nægi-
legri nákvæmni, hleypur flíkin og miss-
ir hið fallega útlit sitt, auk þess sem
hún tapar mýkt sinni og hlýleika. En
sé vissum reglum fylgt, má með góð-
um árangri þvo allar einfaldar ullar-
flíkur, svo sem prjónles, peysur, hvers-
dagsflíkur og barnafatnað, sem vill
óhreinkast fljótt og þarf því oft á
hreinsun eða þvotti að halda. Aftur á
móti er ráðlegra að láta hreinsa í efna-
laug allar vandaðri flíkur úr ull, t.d.
fína kjóla utanhafnarflíkur o.s.frv.,
aðallega vegna þess, að erfitt er að
ganga frá þessum flíkum heima, svo að
vel sé.
Hér eru svo nokkrar ráðleggingar
varðandi þvott á ullarflíkum, og er þá
fyrst og fremst miðað við prjónaflíkur,
sem eru vandmeðfarnari en þær, sem
ofnar eru.
Látið viðkvæmar flíkur aldrei verða
mjög óhreinar áður en þær eru þvegn-
ar. Það borgar sig illa.
Notið aðeins ylvolgt vatn eða 30—35°
á C. Ef vatnið er haft heitara t.d. um
50° C, þófnar ullin. Ull þolir einnig
mjög illa að hitna og kólna á víxl, þess
vegna er nauðsynlegt að öll vötnin, sem
notuð eru á hverja flík, séu við svipað
hitastig og bezt að þvo hverja flík í
einni lotu, svo að hún kólni sem minnst
á milli þess, sem hún er þvegin og
skoluð.
Athugað skal hvort flíkin lætur lit,
einkum og sér í lagi, sé hún tvíbanda.
Getur þá oft verið heppilegra að láta
hreinsa flíkina í efnalaug. Sé hún hins
vegar þvegin heima, er gott að væta
flíkina úr volgu saltvatni, áður en hún
er látin í sápuvatnið, það festir litinn.
Nægir að láta 1 msk. af salti í venjulegt
þvottafat. Annars er ætíð gott að væta
prjónaflíkur í hreinu, ylvolgu vatni, áð-
ur en þær eru settar í sápuvatnið.
Varizt að nota sterka sápu eða lút,
notið sápuspæni eða ýmis hinna nýju
sápulausu þvottaefna, sem mörg eru
ætluð til þvotta á ull. Ætíð ætti að
hafa vægar sápuupplausnir og þess gætt
að leysa þvottaefnið vel upp. Séu not-
22 FALKINN
aðir sápuspænir nægir 1 msk. í venju-
legt þvottafat.
Vætið flíkina vel í þvottavatninu,
kreistið hana undir yfirborði vatnsins,
en dragið hana ekki upp og niður. Var-
izt að núa prjónaflíkur, en sé þess þörf
þá fremur á flötum lófa en milli
krepptra hnúanna. — Hjaðni sápufroð-
an fljótt, er það merki þess, að flíkin
hafi verið það óhrein að sápan vinni
ekki á óhreinindunum. Er þá nauðsyn-
legt að þvo flíkina úr öðru sápuvatni,
sem er heppilegra en að þvo einu sinni
úr sterkri sápuupplausn. Eins skal það
varazt að bera sápu í ullarflíkur. Sé
verið að þvo hvítar ullarpeysur, sem
stundum hættir til að gulna. getur ver-
ið gott að setja örlítið bórax saman við
sápuvatnið því til varnar.
Þegar flíkin hefur verið þvegin nægi-
lega úr mildu, volgu sápuvatni, er hún
skoluð úr 3—4 volgum vötnum. Hafi
litur runnið úr, er gott að setja svolítið
edik í næstsíðasta skolvatnið, það
hreinsar og skýrir litina.
Vindið aldrei ullarflík þannig, að
snúið sé fast upp á hana, heldur á að
kreista eða þrýsta vatnið varlega úr
henni. Einnig er gott að vinda ullar-
flíkur í vindu; eru þær þá settar innan
í stykki, áður en þær eru settar í vind-
una, svo að þær mistogni ekki.
Bezt er að forðast að þurrka ullar-
flíkur nærri heitum ofni eða í sterku
sólskini. Hengið t.d. peysur aldrei upp
á herðatré eða með klemmum upp á
snúrur. Vefjið þeim fyrst inn í t.d.
vandað frottéhandklæði eftir þvottinn
og þerrið mestu vætuna í það. Þá renn-
ur litur líka síður til. Leggið síðan
peysuna á stykki eða á gömul dagblöð,
t.d. á stofugólfið yfir nótt. Þá er gott
að klappa peysuna vel með flötum lófa,
jafngildir það pressun. Á þetta einkum
við. sé um útprjón að ræða, sem ætti
að varast að pressa nema sem minnst.
Sé flíkin tvíbanda, þarf að setja dag-
blöð (prentsvertan lætur ekki lit) eða
stykki inn í flíkina, svo að ekki renni
til í henni. Er gott að skipta um blöð,
þegar þau hafa dregið í sig vætuna.
Sé verið að þvo tflík, sem hætt er við
að aflagist í þvottinum, er sjálfsagt að
mæla hana áður en hún er þvegin, t.d.
sídd, vídd og ermalengd, en þá verður
að taka tillit til þess, að hún kann að
vera orðin misteygð í notkuninni. Þeg-
ar flíkin er lögð til þerris er hún svo
teygð í það mál, sem tekið var.
200 gr smjörlíki er hrært hvítt með
300 gr af strásykri. Einu eggi er hrært
út í. 600 gr hveiti, blönduð með 2^
teskeið gerdufti, er hrært inn í smjör-
ið og sykurinn, þynnt út með 1 Vz dl
af mjólk. Bakað við meðalhita ca. eina
klukkustund.