Fálkinn - 09.08.1961, Page 28
Krá hinnar -
Frh. af bls. 17.
Gladys leit á hann og leizt strax vel
á hann. — Viljið þér þá ekki segja
þeim, að þeir þurfi ekkert að vera
hræddir, sagði hún biðjandi.
— Aðeins ef það er rétt, ungfrú,
svaraði hann rólega.
— Já, en það er það. Það er rétt,
staðhæfði hún. — Frú Lawson, sem á
krána, er kristniboði.
— Það hljómar ekki sérlega vel í
eyrum þessara manna, sagði hann og
hristi höfuðið. — Ókunnir kristniboð-
ar eru þeir verstu djöflar, sem þeir
þekkja. En ég skal sjá, hvað ég get
gert.
Hann reið til mannanna og talaði við
þá. Hægt og hikandi læddust þeir í
gegnum hliðið, þar fyrir innan stóðu
Yang og frú Lawson og gáfu múldýr-
unum að borða.
— Þarna séarðu, sagði frú Lawson
sigri hrósandi. — Maður á bara að
vera þolinmóður og treysta á sjálfan
sig, þá gengur allt vel.
Gladys flýtti sér til hermannsins aft-
ur. — Ég veit ekki einu sinni, hvað
þér heitið.
— Ég er Lin Nan höfuðsmaður í
kínverska hernum, sagði hann og brosti
til' hennar um leið og hann keyrði
hest sinn sporum og reið brott.
Mandaríninn, Hsien Chang, sat í
vinnustofu sinni, þegar hinum unga
höfuðsmanni var vísað inn til hans.
Hann stóð á fætur og hneigði sig virðu-
lega.
— Velkominn til Wangcheng, Lin
Nan, höfuðsmaður, sagði hann og sett-
ist aftur. — Við erum alltaf hreykin,
þegar við fáum heimsókn af fulltrúa
frá hinni löglegu ríkisstjórn vorri!
— Þér munið bráðlega fá heimsókn
af fleiri fulltrúum ríkisstjórnarinnar,
Hsien Chang sagði höfuðsmaðurinn.
— Við vinnum að því að gera Kína að
landi, en að það verði ekki áfram þessi
Áhorfendur í veiðihug.
mörgu, litlu og einangruðu héruð. Hér
er umboðsskjal mitt.
Mandaríninn las það, sem stóð á
blaði því, sem höfuðsmaðurinn rétti
honum. Síðan sagði hann:
— Ég sé að þér eruð í upplýsinga-
þjónustunni, Lin Nan höfuðsmaður.
Leyfist mér að spyrja, hvort þér komið
til að fá upplýsingar eða til að veita
okkur upplýsingar?
— Ég kem hingað fyrst og fremst til
að átta mig á umhverfinu, svaraði Lin.
— Stjórnin vill gjarnan vita eitthvað
meira um þetta einangraða hérað og
íbúa þess.
Mandaríninn kinkaði fálátur kolli. —
Þetta er fjallahérað ,svaraði hann, — og
íbúarnir eru bændur. Mesta vandamál
þeirra er að haida sér lifandi.
Ungi höfuðsmaðurinn gat ekki var-
izt því að brosa. —• Ég kem einnig, hélt
hann áfram, — til að láta yður. sem
æðsta ráðamann héraðsins, vita að í
nokkrum afskekktum héruðum eru
viss lög landsins ekki virt. Það er til
dæmis í skattamálum, skýrslur um
fæðingar og dauðsföll og lög sem banna
að reyra saman fætur meybarna.
Mandaríninn leit illur á hann. — Það
er gömul, mjög gömul venja, sagði hann
stuttaralega. — Og hvaða gagn er að
því að setja lög, sem fólk vill ekki
hlýða?
— Þér verðið að útnefna eftirlits-
mann sem getur haft gát á því að lög
landsins séu virt, sagði Lin rólega. —
Þessi fyrirskipun er liður í baráttu okk-
ar fyrir jafnræði kvenna í þjóðfélaginu.
Mandaríninn hristi höfuðið. — Jafn-
ræði kvenna! sagði hann þurrlega. —
Þetta hljómar eins og gamanyrði, lélegt
gamanyrði.
— Það er ekki mitt hlutverk að ræða,
hvort lögin séu réttlát svaraði höfuðs-
maðurinn. — Ég hef verið beðinn að
hafa tal af yfirvöldunum hér og at-
huga, hvernig vinnu þeirra sé háttað.
Ekki sízt á ég að færa sönnur á, hve
mikil spilling sé við lýði. Ég á að kæra
allt hjákomuhald og fylgjast vel með,
hvað gert er við þá peninga, sem stjórn-
in á.
— Til að byrja á einhverju, sem
liggur ljóst fyrir, þó að það sýnist
kannski lítilfjörlegt, þá sting ég upp á
að við höldum okkur við málið, hvort
reyra eigi fætur meybarna. Óskið þér
eftir að ég taki við opinberri neitun
frá yður út af þessum lögum?
Mandaríninn sat andartak í djúpum
þönkum en síðan sagði hann: — Nei,
Lin höfuðsmaður. Það er alltaf betra
að beygja sig í þá áttina, sem vindurinn
blæs. Við skulum drekka te saman.
— Heimsókn min verður stutt, sagði
Lin.
— Þó svo að hún yrði löng, yrði hún
alltaf stutt, sagði mandaríninn hæversk-
lega. — Þér megið ekki gleyma, að við
búum mjög afskekkt hér í fjöllunum.
Við höfum ekki getað fylgzt með þeim
framförum sem orðið hafa í stórborg-
unum. Við gætum okkar sjálf, og það
höfum v.ið gert í margar kynslóðir.
— Þið eruð þó ekki svo einangruð,
sagði Lin hálf hæðnislega, — að trú-
boðarnir hafi farið fram hjá ykkur.
Múldýralestinni nainni var næstum
rænt inn á trúboðakrána. Þið virðist
ekki hafa neitt á móti ókunnugum, sem
koma til Wangcheng, Hsien Chang.
— Hver er ókunnugur?, svaraði
mandaríninn og sló frá sér með hönd-
unum. — Hvað kallið þér yður sjálfan,
Lin Nan, höfuðsmaður?
— Ég hugsa eins og Kínverji, svar-
aði ungi höfuðsmaðurinn ergilega. —
Það er aðeins blóð mitt, sem er bland-
að.
Mandaríninn kinkaði ákafur kolli. —
Ég mun aldrei fyrirgefa sjálfum mér,
ef ég móðga gest minn í mínu lítils-
virta húsi, sagði hann. — Ég þekki að-
eins lítinn hluta af föðurlandi okkar,
þann, sem ég hef lifað í allt mitt lif,
Lin höfuðsmaður. Við erum fátæk
hérna og höfum lítil völd og áhrif, en
ég er viss um að við getum komið
mörgum hlutum á, nýjum lögum, banni
við hjákonuhaldi og jafnvel sérvitrum
trúboðakonum.
★
„Krá hinnar sjöttu hamingju" var nú
farin að fá gesti. Yang bjó til ágætan
mat, Gladys hugsaði um þá sjúku, og
frú Lawson sagði sögurnar sínar, sem
höfðu mikil áhrif á hina einföldu múl-
reka. Kvöld eitt kom þangað sendiboði
frá mandarínanum, Hsien Cþang, sem
vildi fá að tala við fyrirmann einnar
múladýralestarinnar. En hann neitaði
að fara úr kránni, fyrr en hann hefði
fengið að heyra endalok sögunnar úr
Biblíunni, sem frú Lawson var að segja
gestum sínum. Hún varð að vonum
mjög hreykin og taldi það mikinn sigur.
Frú Lawson var svo óheppin að detta
og snúa á sér fótinn, og hún varð að
liggja í rúminu í nokkrar vikur. Á
meðan varð Gladys að taka að sér að
skemmta gestunum, og með hjálp Yang
tókst henni það bara vel.
En að því kom að Gladys stóð ein
uppi með aila ábyrgð og skyldur. Frú
Lawson dó skyndilega, og þegar Gladys
var búin að jafna sig eftir hina miklu
sorg, fór hún til Yang og sagði honum,
að hún vissi ekki, hvað þau ættu að
gera.
— Eg get ekki unnið þetta ein, sagði
hún. Henni þótti gremjulegt að þurfa
að viðurkenna þetta. — Ég get alls
ekki sagt sögurnar á kínversku eins og
frú Lawson.
— Þú ekki vera hrygg af því, sagði
Yang. — Þú læra kínversku, og ég
segja sögurnar á meðan!
— Það er fallega gert af þér, Yang,
svaraði Gladys. — En þú trúir þeim
ekki sjálfur, er það?
— Ég ekki þurfa að trúa þeim, ung-
frú Gladys svaraði gamli Kínverjinn
rólega. — Þetta vera góðar sögur, og
það vera það bezta. Ef þú vilja vera
leið, þú bara hugsa um matinn. Við
ekki eiga mat, nema fyrir tvo daga.
28 FÁLKINN