Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.08.1961, Blaðsíða 5
V t 1 Sagan endurtekur sig. Hvernig sem ég aga hann og amstra við að laga ’ann með fáryrðum og frekju eða föðurlegri gæzku, er um hann sama sagan og sjálfan mig í æsku. Úr vísnabókinni í Helgafelli 1945. ★ í ár eru liðin 85 ár síðan götulýsing kom í Reykjavík. Nú kvarta margir bæjarbúar yfir, að ljósaperurnar á lugt- unum séu brotnar æ ofan í æ. Þetta er ekki nýtt fyrir- brigði, því að þegar ljósin komu hér fyrst, þá voru flest ljóskerin mölvuð fyrsta kvöldið, sem þau loguðu, og voru það ekki allt ungling- ar, sem því ollu. ★ Nýlega kom hingað á rit- stjórnarskrifstofuna maður að nafni Björn Björnsson fra Múla. Sýndi hann okkur frí- merki þau, sem myndin er af hér að neðan. Gölluðu merk- in af Hannesi Hafstein eru 11, og er ekkert af þeim eins. Geysismerkin eru takkalaus og eru tvær arkir til með 50 frímerkjum á, önnur örkin er klippt í einingar. Björn segir merki þessi mjög verð- mæt. Hann safnar aðallega frímerkjum frá íslandi og Norðurlöndum. ★ Gætið vel að: eitt þrep niður. ★ ORLOFSFERÐIR. Einkennilegar voru hinar svonefndu orlofsferðir. Þær áttu að vera nokkurs konar kynnisferðir, og voru það stundum að vísu, en stund- um voru þær ekkert annað en bláberar sníkjuferðir. Miklu var það meira kven- fólk en karlar, sem gaf sig við þessum ferðum. Oft voru það konur, sem höfðu áður verið vinnukonur, en voru nú giftar konur og lifðu við fátækt eða búhokur eða í húsmennsku, sem komu til að heimsækja fyrrverandi húsmæður sínar eða hús- bændur eða konur, sem höfðu verið heimasætur í föðurgai’ði, þegar þær voru í vinnumennskunni þar á bænum. Stundum töldu þær annaðhvort sig eða manninn sinn í ætt við annaðhvort hjónanna, og svo mátti lengi fá einhverjar ástæður til þess að leggja upp í þessar ferðir. ★ Sumt fólk lætur hlutina gerast, sumt horfir á þá ger- ast og sumt fólk hefur ekki hugmynd um hvað er að ger- ast. Hermann froskur er víð- kunnur maður í togaraflot- anum. Hann var spurðu að því, hvað hann mundi gera, ef sjórinn breyttist í vín. — O, ætli ég mundi ekki reyna að slá mér fyrir „blandi“. ★ Stundum bregður svo við, að allt gerist af svo mikilli skyndingu, að menn hafa ekki áttað sig nógu fljótt og standa þá uppi ráðþrota: Allt bar til í einu þar uxu bæjar sýkin: Konan fæddi kýrin bar kötturinn gaut og tíkin. / Árið 1534 fór skugga- leg skrúðganga um göturnar frá Louvre til Notre Dame kirkjunnar. í broddi fylking- ar gekk Francois I. og fólk úr konungsfjölskyldunni á- samt fjölda háklerka og ann- arra fyrirmanna katólsku kirkjunnar. Einnig voru með í förinni prófessorar frá Sor- bonne. Tilefni þessarar farar var, að brenna átti 24 menn þennan dag. Þeir höfðu ver- ið fangelsaðir og dæmdir á bálið fyrir að setja upp skilti á ráðhúsin í París, Rúðuborg og Meaux. Á skiltum þessum hafði verið mótmælt ýmsum kenningum kirkj unnar. Menn þessir voru dæmdir fyrir hina örgustu villutrú og brenndir ásamt 6 forhertum glæpamönnum. — O — Árið 1616 steig Hollend- ingurinn Dirk Hartog á land í Ástralíu. Kom hann að landi við eyðilega strönd og hefur það að öllum lík- indum verið á vesturströnd- inni. Lengi héldu menn, að hann hefði fyrstur hvítra manna stigið fæti sínum á ástralska grund, en ekki leið langur tími, áður menn þóttust hafa fundið mann- inn, sem þennan heiður bar; var það sæfarinn Oronce Finé frá Besancon, og steig hann þar á land árið 1531. Annars munu Malajar fyrst- ir hafa tekið land í Ástralíu af erlendum mönnum. Einn maður til af hvíta kynstofn- inum er talinn hafa fundið Ástralíu, Var það Portúgal- inn Godhino d’Eredia. En flestir telja þó, að heimsálfa þessi hafi vart fundin verið, fyrr en James Cook kom þangað 1770.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.