Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1961, Síða 8

Fálkinn - 16.08.1961, Síða 8
1 ý £eifkjatík <tacfa Vestur við Seljaveg og reyndar allt frá Framnesvegi til sjávar, þar sem nú standa marglyft steinhús, voru áður bæ- ir á víð og dreif, torfbæir flestir og margir báru nöfn, sem enduðu á Sel. Einn staðurinn bar þó af fyrir sakir reisulegrar byggingar, mikils búskapar og glæsilegrar fjölskyldu, og það hús stendur enn: Miðsel, eða núverandi Seljavegur 19. í Miðseli búa Björg Magnúsdóttir og Kristján V. Guðmundsson, og þar hafa þau búið í rúmlega fimmtíu ár. Áttu gullbrúðkaup 3. júní s.l. Ekki þarf getum að því að leiða, hvert stórhýsi Miðsel hefur verið um það leyti er húsið var byggt, en síðan eru 97 ár. Stofan mjög vistleg: Myndir á veggjum, sterklegir bitar í lofti. Björg húsfreyja segir: — Hér í þessu húsi hef ég alið allan minn aldur, nema nokkur ár, eftir að ég missti fyrri manninn minn. Þetta er mynd af honum blessuðum, hér á veggnum, hann var skipstjóri á skútu sem fórst. Síðar flutti ég hingað aftur og nú segja börnin okkar, hvers vegna við séum að búa hérna lengur, en ég vil.ekki fara héðan hvað sem á gengur. — Þetta hefur trúlega verið stór og fín stofa í þínu ungdæmi? — Stofan, þetta þótti stórhýsi. Faðir KRISTJÁN bæjarbragurinn hefur batnað, BJÖRG maður grenjaði og sat heima. minn, Magnús Vigfússon frá Grund í Skorradal byggði húsið. Hann var út- gerðarmaður og hafði hér líka bú. Tún- ið náði hér langt upp yfir bankahúsin og pabbi hlóð túngarð, tvöfaldan grjót- garð, í kring Þessi mynd er af pabba, þá á níræðis- aldri, Ríkarður Jónsson gerði myndina, og hún er mjög góð. Einu sinni þegar ég var eitthvað fimmtán eða sextán ára, vorum við syst- ir mín og ég að raka úti á túni hérna fyrir ofan og pabbi að slá dálítið neð- ar, sáum við hvar sex eða sjö útlend- ingar komu gangandi upp hjá Oddgeirs- bæ, allir svona logagylltir og fínir. Við fórum að horfa á þá, en systir mín sagði, að við skyldum nú ekki láta mik- ið á því bera. í því kallaði pabbi til okkar og spurði hvort við værum hætt- ar að vinna. Ég sagði honum að það væru svo fínir menn þarna, við værum á horfa á þá. Hann sagði okkur að halda áfram að raka, svo þeir færu ekki að koma inn á túnið til okkar. Hann var nú ekki fyrir að sleppa við okkur iaus- um taumnum. — Og ungu stúlkurnar hafa farið á skemmtanir eins og nú? — Ekki aldeilis. Það voru dansleikir, en maður fékk nú ekki að fara þangað. Ég fór fyrst á ball í húsinu Glasgow, en þar og í Gúttó voru dansleikirnir haldnir. Pappi sagði, að okkur væri nær að sortéra útsæðiskartöflur fyrir vorið en að fara á dansleiki. Svo voru söngskemmtanir. Ég var í kirkjukórnum hjá Sigfúsi Eymundssyni og söng mikið. Já, ég gat virkilega sung- ið, en söngæfingarnar voru frá átta til tíu á kvöldin og pabbi vildi ekki að við værum úti svo seint. Stundum stalst maður. Einu sinni sem oftar var söng- æfing og ég ætlaði að fara. Pabbi var háttaður, en ég tók rokkinn og fór að spinna og söng við raust. Hann kallaði til mín og sagði: „Ætlar þú ekki að fara að hátta, stelpa.“ Ég sagðist ætla að klára lopann, sem ég væri með. Allt í einu fór hann að hrjóta og ég fór inn 1 skápinn, þennan hérna á bakvið, og náði mér í fötin, sjalið og skóna og fleira, en svuntuna átti ég uppi á lofti. Svo læddist ég út, en þegar ég opnaði hurðina, ískraði svo hátt í snerlinum að pabbi vaknaði. Hann spurði hvert ég væri að fara. Ég sagðist ætla á söng- æfingu, því ég hefði ekki komið lengi

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.