Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1961, Page 11

Fálkinn - 16.08.1961, Page 11
— Þú varst til sjós áður? — Já, ég var í tvö og hálft ár á „Goðanum“ en slasaðist rétt eftir strandið í Ólafsfirði í vor. Það var ljótt maður. — Ert þú þar með búinn að draga strik undir sjómennsk- una? — í bili að minnsta kosti. Ég er nýbyrjaður að búa. Kann betur við mig heima. Frammi á lúgunni voru Ól- afur Magnússon, Jónmundur Einarsson og Ragnar Jónsson og svo lúgumaðurihru Magn- ús Geirsson. — Þú ert búinn að vinna hérna lengi Ólafur? — Já, mörg ár. — Og kannt alltaf jafn vel við þig? — Já, ágætlega. — Taktu mynd af orðunni sem Óli fékk hjá Rússanum, kallaði Magnús Geirsson. — Fékk Ólafur orðu hjá Rússanum? — Já, það er alveg satt, sögðu Jónmundur og Ragnar. — Fyrir hvað fékk hann orðuna? — Það var hérna þegar rússneska eftirlitsskipið var hér síðast og við vorum að vinna í Tröllafossi, þá var einn Rússinn að fara yfir Tröllafoss og niður landgang- inn. Þá kom vindkviða og þeytti af honum húfunni. Ól- afur var þarna og greip húf- una og rétti Rússanum, sem var víst eitthvað háttsettur. Jæja, viti menn; Daginn eftir fær Ólafur bara senda orðu og skjal frá þeim rússnesku. Ólafur hafði ekki tekið neinn þátt í þessu tali um orð- una, enda maður hlédrægur. — Þú ert orðinn gamall í hettunni hérna á ,,kæjanum“ Jónmundur? — Já, ég er einn af stofn- endum „Djöflagengisins“. Við erum bara tveir eftir hann Ásgeir þarna og ég. Hinir hættir eða dauðir eða hver veit hvað. — Hvenær var „gengið“ stofnað. — Það er búið að vera við lýði síðan 1941. Þá var nú líf í tuskunum maður. Jón Rögg. gaf okkur nafnið. Það eru bara allt nýir menn nema við Geiri. — Þú verður að taka mynd af lestarformanninum, sagði Ragnar. Lestarformaðurinn reynd- ist vera Hugi Vigfússon og stóð aftur við yfirbyggingu og tók á móti staurum ásamt sínum mönnum. Ólafur Teitsson, ívar Sigurbjörnss. og Ragnar Sigurðsson. — Hvert er þetta timbur að fara? — Norður — í hvað nota þeir fyrir norðan svona stórtimbur? — Þetta eru bryggjustaur ar og þetta þarna er kjalviður í bát. Það á að fara til Akur- eyrar, — Það hefir verið nóg að gera hérna við höfnina síðan verkfallinu lauk. Oft unnið um helgar, sagði Ingimundur Sæmundsson. — Hífðu stroffuna undan staurnum, sagði lestarformað- urinn Hugi. Magnús lúgumað ur stóð uppi á lestarhlerunum og sagði mönnum sem voru að taka á móti traktor á höf- uðdekkinu' hvernig þeir ættu að bera sig til. Það var dálít- ill hávaði og menn ekki sam- mála og einhver kallaði, vertu ekki að messa þetta yfdr mönnunum Mangi! Guðsteinn Einarsson var á bakborðsvindunni að framan og þeir sögðu að það hefði komið forsíðumynd af honum í Tímanum í fyrra. — Blessaður vertu ekki að

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.