Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1961, Qupperneq 13

Fálkinn - 16.08.1961, Qupperneq 13
„Slaka!“ — Hann Ólafur Teitsson er búinn að vera bátsmaður á togurum í yfir fjörutíu ár, lengst á Skallagrími, sagði Magnús Geirsson. Hann er nú karl í krapinu. En nú tók Tungufoss að hallast. Stóri steypubíllinn var kominn af stað um borð og um leið og hann kom upp á borðstokkinn hallaðist skip ið að bryggjunni. Tréin sem lögð höfðu verið fyrir hann svignuðu og Ágúst „reddari“ var alls staðar í senn: Uppi á bryggju úti í skipinu og aftur uppi á bryggju og aftur úti í Tungufossi. — Þú ætlar þó ekki að hvolfa Tungufossi með þess- um trukk, Gústi? — Farðu frá og verið þið ekki fyrir, sagði Ágúst og strákarnir sögðu að Gústi væri afleitur við blaðamenn og hefði rekið einn frá Vik- unni um daginn með hávaða. En svo komst stóri steypu- bíllinn alla leið upp á lúguna á Tungufossi og skipið rétti sig og það slaknaði á taugun- um hjá mannskapnum líka hjá Ágústi og brátt var lestun inni lokið: Verkamennirnir komu upp úr lestunum og það var „slegið“ á lestarhlerana og þeir halaðir yfir einn af öðrum og verkamennirnir fóru í land einn af öðrum, en hásetarnir af Tungufossi mundu koma von bráðar til að ,,súrra“ dekklestina og gera sjóklárt. Og þegar þeir síðustu úr „Djöflagenginu" gengu heim- leiðis með kaffibrúsana sína leystu þeir á Tungufossi land festar og eftir að hafa snúið skipinu á „framspringinu" seig það hægt frá bryggjunni, snéri fyrir framan Sprengi- sand og maður heyrði glöggt í kvöldkyrrðinni þegar Stef- án skipstjóri hringdi á hæga ferð áfram, og þegar aðalvél- in var ræst með þrýstiloftinu og Tungufoss skreið með þungum skriði út úr hafnar- mynninu — áleiðis norður. — Sv. S. Ásgeir Torfason — elztur í Djöflagenginu. (jlehA UM PRESTA OG FLEIRA FÓLK Eitt sinn er Hótel Borg var nýstofnuð, kom þangað maður norðan af Ströndum og var hann allsveitamannlegur í hátt- um. Svo stóð á, að þar snæddu ákaflega fínir gestir og þjón- ustuliðið var í vandræðum hvað það ætti að gera til þess að koma í veg fyrir að maðurinn fremdi einhvern afkára- skap. Strandamaðurinn setti nú upp servéttuna í hálsmál skyrtunnar og ætlaði að setjast að snæðingi svona til fara. Yfirþjónmnn bjargaði þessu við; hann fór til mannsins, bugtaði sig allan og beygði og sagði brosandi: „Rakstur eða klipping, herra minn.“ , ★ Það var von á prestinum í heimsókn. Börnin í sunnu- dagaskólanum voru vandlega undirbúin undir komu hans, og kennarinn var búinn að segja þeim, hverju þau ættu að svara prestinum. Þegar presturinn spyrði, hver hefði skapað þau, átti Nonni litli að standa upp og svara: „Guð hefur skapað mig, herra,“ en hin börnin áttu að steinþegja. Nú rann upp sú stund, er presturinn kom í skólann og spurði eins og búizt var við: „Getur nokkur ykkar sagt mér, hver hefur skapað okkur?“ Það varð vandræðaleg þögn i salnum og presturinn endurtók spurninguna. Loksins stóð lítil, rauðhærð stúlka upp og sagði: „Strákurinn, sem guð skapaði, liggur heima veikur í mislingum.“ ★ Sr. Jón Austmann var að spyrja strák á kirkjugólfi. Út- skýrði prestur fyrir honum hvað guð hefði gert mikið fyrir hann og-spurði svo: „Hvað ætlar þú að gefa honum í stað- inn?“ „Heilagan anda,“ svaraði strákur hreykinn. ★ Einn dag fékk ég ekki frið fyrir syni mínum að fara nú á útsöluna í kaupfélaginu og kaupa þar indíánakylfur nokkr- ar. Við búum í litlu þorpi í Virginíu. Meðan ég stóð þarna og handlék kylfurnar, sá ég svertingjakonu nokkra, sem hélt á sverði í slíðri og barmaði hún sér yfir, að hana vantaði 50 sent til þess að geta keypt sverðið. Eg gaf henni þau og við gengum út. Nokkrum dögum síðar hitti ég hana á götu. Hún brosti til mín og sagði: „Þér eruð góða konan sem hjálpaði mér til þess að kaupa sverðið. Mig langaði bara til þess að segja yður, að maðurinn minn hefur sýnt frábæra hegðun síðan.“ Svo spurði hún mig: „En hvernig hefur yður gengið að nota kylfurnar.“ Frásögn frú Mary L. Rausch. ★ Nemandi í Menntaskólanum hafði sett hrútshorn á stól kennarans í stofunni. Næstu kennslustund átti Bogi Ólafsson að kenna og rekur hann auga í þetta og segir: „Hér hefur einhver hlaupið af sér hornið.“ ★ FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.