Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.08.1961, Blaðsíða 14
9 cfatjAÍHA ÖHH HÁLFBUNDUR 06 LITBLINDUR Ég er búinn að læra að aka bíl. Ég er líka búinn að taka bílpróf. Samt fæ ég ekki ökuskírteini. Ég er víst eini maðurinn í landinu, sem svona er ástatt með, og þess vegna ætla ég nú að segja ykkur alla mína sorgarsögu. Ég draif mig og byrjaði að læra að aka bíl hjá einum ágætum lögreglu- þjóni, sem drýgir tekjur sínar með öku- kennslu. Ég hlakkaði eins og barn til tímanna, þar sem ég fékk innsýn í leyndardóma bifreiðanna og fékk að taka þátt í bíialeik lífsins, þótt ég væri náttúrulega stikk og stikk svona til að byrja með. Fyrst ókum við á fáförnum götum, ógnarhægt, og bökkuðum fyrir nokkur horn og verð ég að segja, að mér fannst ég standa mig allvel. Að vísu gleymdi ég að stýra meðan ég var að kljást við gírstöngina og stundum gleymdi ég alveg gírunum, þegar ég var upptekinn við að stýra. En smám saman færði ég mig upp á skaftið, og við hættum okk- ur í umferðagöturnar, alvönum bílstjór- um til hrellingar eins og v,ið má búast. Svo fluttum við okkur í Njarðargötuna og tókum af stað í brekku. Ekki veit ég. hvað ökukennarar gætu gert, ef engin Njarðargata væri til. Sem sagt, ég stóð mig með prýði og staðfesti ökukennarinn það. Ég tók því prófið með pomp og pragt og var nú heldur betur hreykinn. Þá átti ég aðeins eftir að fá ökuskírteinið. T,il þess að það væri afgreitt, þurfti ég að koma með myndir náttúrulega, sakavottorð og augnvottorð. Með mikilli ánægju og gleði fór ég fyrst til Kaldals, ljósmyndara og bað hann festa mína sérstæðu andlitslínur á ljósmyndapappírinn. Það gerði hann einnig með gleði og sagði myndirnar verða tilbúnar morguninn eftir. Þar næst fór ég til saksóknarans og þurfti að bíða dálitla stund, þar til ég fengi mína afgreiðslu. Loks var mér vísað inn til manns. sem geymir sakarskrána í mörgum skúffum. Eftir að hann hafði heyrt nafn mitt, byrjaði hann að leita að mínu spjaldi. Hjartað sló örlítið hraðar en venjulega, alveg eins og ég byggist við því, að ég hefði nú kannske framið morð einhvern tíma, þótt ég vær,i búinn að gleyma því. Sem betur fer, þá reyndist nú minni mitt ekki svo lélegt, því ég fékk vottorðið og varð að borga kr. 22.50, og þótti það ekki mik- ið fyrir svo fagurt blað. En nú fór að kárna gamanið. Ég fór til augnlæknisins míns, en lítið blað á hurðinni hans skýrði frá því, að hann væri farinn í frí í tvo mánuði og ein- hver Jón Jónsson gegndi störfum fyrir hann á meðan Sá var í hinum enda bæj arins og ég sannfærðist strax um það, að hann gegndi ábyggilega störfum fyr- ir minn lækni, því biðstofan hans var alveg yfirfull. Ég hafði engan tíma til að bíða þarna allan daginn, svo ég á- kvað að finna einhvern annan, sem ekki væri svona önnum kafinn. En sag- an endurtók sig aftur og aftur, því að þeir augnlæknar sem ekki voru í fríi, voru að gegna störfum fyrir þá, sem voru í fríi, og alls staðar var sama ösin. Ég varð því að gefast upp þennan dag- inn, en ákvað að vera snemma í því daginn eftir og vera mættur fyrstur á biðstofunni. Snemma næsta morgun sótti ég myndirnar til Kaldals og var hér um Framh. á bis. 30, 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.