Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1961, Síða 26

Fálkinn - 16.08.1961, Síða 26
CUflnyaH FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH ÞRETTÁNDI HLUTI „Ætlið þér að fylla mig?“, spurði hún Cornell. „Því ekki það, hver veit nema klakinn á milli okkar bráðni þá.“ Helen gat ekki stillt sig um að hlæja. Hlátur sem hljómaði óviðkunnanlega í eyrum hans. „Hvers vegna eruð þér að hlæja?“ spurði hann. „Þér eruð talsvert rogginn,“ muldraði Helen. Cornell vissi ekki hvort hann átti að verða upp með sér, eða hvort þetta var sneið. Hann tók það ráð að hella í glösin úr einrxi flöskunni af þeim fjórum, sem stóðu á vinstri hönd honum — og drekka vænan teyg. Honum var nú farið að líða betur. Til helvítis með allar áhyggjur. Þegar öllu var á botninn hvolft var þessi lögregla ekki annað en hópur af klunnum og klumbufótum, sem hann átti auðvelt með að snúa af sér. „Þér eruð yndisleg, Helen,“ sagði hann hás. - En borðdama hans svaraði ekki. Það var hlé á dansinum. Dave Dott skildi við dömu sína og lét hana fara eina að borðinu. Eitt augnablik datt Helen í hug að hann ætlaði að koma að borði þeirra Cornells — en hann gekk fram hjá án þess svo mikið sem að depla augunum, og settist hjá Lock Meredith. „Eigum við að dansa?“, sagði Cornell. Hann stóð upp og ýtti stólnum sínum frá borðinu. Helen stirðnaði — hún sat með andlitið gegnt inngöngudyrunum í salinn og gat séð alla sem inn komu. Á breiða þrepinu fyrir innan dyrnar stóð ungur maður. Hann sveigði skrokkinn ofurlítið fram og aftur, eins og hnefaleikakappi, sem ætlar að gera atlögu. Höndin var djúpt á kafi í öðrum jakkavasanum. Þetta var bófinn Spoke. „Bíðið þér svolítið við,“ sagði hún og lagði höndina á handlegg Cornells. í sömu ándránni sá hún að stúlkan, sem hafði setið hjá Dave, náfölnaði og stóð upp frá borðinu og flýtti sér þangað sem þeir sátu Meredith og Dave. Bófinn hélt rakleitt áfram inn í salinn. Hann gekk rétt hjá þeim Helen og Cornell. Hún sá hvernig loðskinnakaupmaður- inn kipptist við þegar hann þekkti bófann aftur. Spoke nam staðar við borð Merediths. Það var ekki lengra frá en svo, að Helen gat heyrt ískrandi röddina í Spoke. „Komdu, Baby. . . . Það er maður hérna úti, sem vill tala við þig.“ „Ég fer ekki fet af frjálsum vilja,“ hvæsti Jessica. „Jæja, viltu að ég beri þig?“ Spoke rétti fram breiðar lúk- urnar, eins og hann ætlaði að taka hana upp. í sama bili skall hnefahögg á höku hans. Spoke spýtti rauðu. Hann riðaði undan, að borðinu sem stóð bak við hann. Dave og Meredith höfðu sprottið upp og stóðu sitt hvorum megin við stúlkuna. Sumir næstu gestirnir höfðu líka staðið upp, með undrunina uppmálaða í ásjónunum, og mátti lesa út úr þeim að það þætti ekki fínt að berjast um stúlku á opinberum skemmtistað. Spoke hallaðist aftur og studdi báðum höndum á stólinn fyrir aftan sig. Allt í einu rétti hann úr sér, skammbyssa blikaði í hendi hans. Negrahljómsv©itarstjórinn hafði einmitt lyft hendinni til merkis um að byrja nýtt lag. Hann lét höndina falla og stóð þarna og gapti og enginn í hljómsveit- inni byrjaði. Spoke kom sér fyrir og sneri baki til veggjar. 26 FALKINN „Þið skuluð ekki æðrast, gott fólk,“ sagði hann hvasst. „Enginn má yfirgefa sæti sitt. Þetta er alvara.“ Spoke benti Jessicu með skammbyssunni að hún ætti að fara út á dansgólfið. „Dyrnar eru þarna,“ sagði hann svo og brosti. Jessica horfði bænaraugum á Dave Dott. En hann virtist ekki taka eftir því. Spoke gerði sér ljóst að það var úr þeirri átt, sem hann mætti helzt búast við óþægindum. Þess vegna kom honum gersamlega á óvart er maðurinn sem sat á móti Dott þreif viskíflösku og kastaði henni af afli á höndina, sem hélt á skammbyssunni. Flaskan fór í mél. Viskí og glerbrotunum rigndi yfir þá, sem næstir stóðu, og líka yfir höndina á Spoke, og það blæddi úr henni. í sama bili tók blaðaljósmyndarinn viðbragð og þreif um hlaupið á skammbyssunni. Skot reið af og kalkdust rigndi niður úr loftinu. Spoke kreppti hnefann og ætlaði að berja Dave á gagnaugað, en hann beygði sig, og við vindhöggið hrökk Spoke áfram og dró Dave með sér í fallinu. Þeir kútveltust milli borðanna. Dott hafði ekki náð traustu taki á skammbyssunni ennþá. En nú barst bófanum hjálp, sjálfum s'ér á óvart. Hann hafði vitað, betur en allir aðrir í salnum, að hann var einn í þessum leiðangri. Hann hafði hlýtt skipun Eldflugunnar, eins og svo oft áður, því að það hafði jafnan reynzt skynsamlegast. Spoke var ekkert hrædd- ur við að fara aleinn inn í veitingasal, sem var troðfullur af fólki sem honum var fjandsamlegt, og heimta Jessicu fram- selda. Hann hafði skammbyssuna sína og vissi eiginlega ekki hvað ótti var. Hins vegar gerði hann sér engar tyllivonir. Hann vissi að hann var einn á móti mörgum og hafði aðeins sínum eigin kröftum og skammbyssunni að treysta. Þess

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.