Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1961, Qupperneq 34

Fálkinn - 16.08.1961, Qupperneq 34
LITLA SAGAN : Bitinn fingur Þetta var drungalegt nóvemberkvöld. eitt þeirra sem geta komið öllum í vont skap eða látið þá örvænta. Johnne ,,ræningi“ var afar bágur, Honum hafði alltaf fundizt forsjónin hafa sig útund- an. Aðallega hafði hann dregið fram lífið á lausavinnu, sem hann náði í fyr- ir tilviljun, en að jafnaði orðið að víkja fyrir öðrum. sem voru duglegri. Og loks hafði hann í örvæntingu gripið til ör- þrifaráða, sem ekki samrýmdust lög- unum. Og nú hafði sagan endurtekið sig. Honum hafði orðið sundurorða við verkstjórann og afleiðingin varð sú, að Johnne var rekinn út á gaddinn. Nú sat hann á sömu knæpunni og oft áður og pantaði öl eftir öl fyrir þessa aura, sem eftir voru af kaupinu. Eitthvað varð að taka til bragðs og Johnne „ræningi“ gat ekki látið sér hugkvæm- ast neitt skárra en að gera innbrot í einhverja mannlausa íbúðina. Hann hafði gert þetta nokkrum sinnum áður en oftast nær hafði það gengið illa og hann var orðinn kunnugur lögreglunni. En nú hafði hann náð í góðar upp- lýsingar. Nokkrar tíu krónur mundi hann hafa upp úr krafsinu — kannski nokkra hundrað krónu seðla. . . . Það ætti ekki að vera erfitt að kom- ast inn í húsið. Vængjahurðir voru í útidyrunum og þeim ætti að vera hægt að spyrna upp, og ef það tækist ekki, þá mundi vera hægt að renna lokunum til með mjóum haka. Og þetta gekk eins og í sögu. Hann komst inn í íbúð- ina og fór að leita fyrir sér. Kannaði hvert herbergið eftir annað og var kom- inn inn í eitt svefnherbergið. Og nú gerðist það, sem hann sízt af öllu hafði átt von á Sofandi kona vaknaði og varð þess vör að gestur var kominn inn í svefn- herbergdð. Hún æpti af hræðslu. Johnne „ræningi“ stirðnaði af hræðslu. Átti hann að uppgötvast, staðinn að inn- broti? í óðagotinu og án þess að vita hvað hann gerði óð hann að rúminu og greip hendinni um munninn á konunni, til þess að kæfa niðri í henni hljóðin. Og í ofboðshræðslu beit konan hann í fingur'inn, svo að blóðið lagaði úr honum og nú lagði Johnne á flótta með blæðandi fingurinn. Þegar konan hafði jafnað sig ofurlítið símaðd hún til lög- reglunnar. Nokkrum vikum seinna náði lögregl- an í Johnne „ræningja“ og var hann þá með stórt traf á hægra vísifingri. Hann var undir eins grunaður um dnn- 34 FALKINN ... hann óð að rúminu og greip hend- inni um munninn á konunni ... brotið í ríkismannshúsinu en þverneit- aði fyrir, því að hann taldi öruggt, að hann hefði ekki látið nein sönnunar- gögn eftir sig. Nú var tekin röntgenmynd af fingr- inum og skömmu síðar kvað lögreglan upp þennan úrskurð: — Johnne ,,ræningi“ brauzt inn í húsið. Og Johnne neydddst til að meðganga áður en lauk. Þegar sakamálagrennslarinn kom í húsið hafði hann tekið eftir dálitlu, sem honum þótti skrítið. í litlum blóð- polli við rúmstokkinn hafði hann séð afbitinn fingurgóm. Svo ,tannhvöss“ hafði hrædda konan verið, að hún hafði bitið góminn af og af tannaförunum á röntgenmynddnni sáust merki sem komu vel heim við tennur konunnar. Og ennfremur var hægt að ná broti úr fingrafari af gómnum sem fannst. Og þegar það var borið saman við fingraför Johnne, sem voru til í skrá lögreglunnar, sá Johnne sitt óvænna og meðgekk allt. ★ Þægileg flík - Frh. af bls. 24 2 og prjónuð brugðning, 1 sl., 1 br. 5 1. teknar jafnt úr í fyrstu umf. Þegar brugðingin er 3 cm, eru felldar af 18 yztu lykkjurnar hvoru megin. Bakinu skipt í tvennt, 33 1. hafðar á hægri prjón og 26 1. á vinstri prjón. Prjónið lykkjurnar á vinstri prjóni fyrst og fitj- ið upp 7 1. til viðbótar við miðju. Sett á prj. nr. 2xk, og nú er prjónað slétt- prjón nema 7 yztu lykkjurnar hvoru megin, sem eru prjónaðar með garða- prjóni. Aukið út á sama hátt og á fram- stykkinu. Þegar sléttprjónið er 12 cm eru felldar af 8, 8, 9 1. fyrir öxl, lykkj- urnar sem eftir eru geymdar. Hinn helmingurinn prjónaður eins, fitjið ekki upp aukalykkjur. Búið til 4 hnappagöt, hið fyrsta 3 cm frá brugðn- ingunni og hið síðasta á hálslíningunni, hin með jöfnu millibili 3 1. frá brún og yfir 3 lykkjur. Hálslíningin: Saumið saman fram. og bakstykki á öxlunum, takið upp 94 1. á prj. nr. 2 í kringum hálsmálið, lykkj- urnar, sem geymdar voru taldar með. Prjónið garðaprjón. Á 8 umf. eru tekn- ar úr 10 1. með jöfnu millibili og í 11. umf. er fellt af (rangan látin snúa að). Skálmalíningar: Saumið buxurnar saman á hliðunum, takið upp 102 1. á prj. nr. 2 við hvora skálm og prjónið brugðningu, 1 sl., 1 br., í 4 cm. Fellt af. Frágangur: Pressað lauslega. Saum- að saman. Brjótið skálmalíningarnar tvöfaldar og faldið að innanverðu. Hekl- ið 5 hnappagöt í skrefinu á framstykk- inu, saumið hnappa á bakstykkið og á vinstri bakhelming. Þræðið teygju að innanverðu á miðja brugðninguna. Bananar - Frh. af bls. 25 Bananar í mördeigi. 200 g smjörlíki 4 msk. sykur 10 möndlur V2 egg 300 g hveiti 7—8 bananar. Smjörlíki, sykur og egg hrært vel. Möndlurnar flysjaðar og saxaðar smátt. Blandað í deigið ásamt hveitinu. Geymt á köldum stað. Deiginu skipt í 7—8 hluta, sem flattir.eru út í aflanga bita. Banani lagður á hvern deighluta, sem vafinn er utan um bananinn, lokað vel fyrir endana. Látið með sárið niður á velsmurða plötu, smurt með eggi. Bakað við 225°. Borið fram sem ábætisréttur með þeyttum rjóma eða volgri súkku- laðisósu. Steiktir bananar. 6 stórir bananar Sítrónusafi Sykur Smjör að steikja úr. Bananarnir afhýddir, penslaðir með sítrónusafa og velt upp úr sykri. Steikt- ir við vægan hita í smjöri, þar til þeir eru mjúkir og gulbrúnir. Bornir fram sem grænmeti með kjöti eða fiski.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.