Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1961, Qupperneq 10

Fálkinn - 23.08.1961, Qupperneq 10
(jlehA UM LÆKNA OG FLEIRA FÓLK SKOZKUR hermaður var í haldi hjá Þjóðverjum í stríðinu. Dag nokkurn tók hann fangavörðinn tali og spurði, hvað hann ætlaði að gera þegar styrjöldinni lyki. „Þá ætla ég að fá mér reiðhjól og ferðast á því kringum allt Þýzkaland,“ svaraði fangavörðurinn. „Já, það verður vafalaust skemmtilegt og fróðlegt. En hvað ætlar þú svo að gera eftir hádegi?“ ★ SVO hefur verið sagt, að herlæknar séu ekki upp á marga fiska, að því er varðar kunnáttu í starfi. Eitt sinn er eigin- maður minn var flugmaður við Otis flugstöðina, kenndi ég mikilla særinda í tannholdinu. Ég vissi ekki hverju þetta sætti, en komst svo að raun um að ég var að taka endajaxl. Fór ég því til tannlæknisins þarna á flugvellinum og ætlaði að biðja hann um að skera á holdið, svo að tönnin kæmi upp. Þegar þangað kom var mér tjáð, að tannlæknirinn væri í or- lofi, en aðstoðarlæknirinn kvaðst reiðubúinn að skera á hold- ið, ef nauðsyn krefði. Þar sem ég var alveg frá af sársauka, bað ég hann í guðanna bænum að taka þetta að sér. Aðstoðar- læknirinn yfirgaf nú stofuna, en kom að vörmu spori aftur með vatnsglas og töflu til deyfingar. Dálítið upp með mér, kvaðst ég aldrei hafa verið í svona aðgerð og fullvissaði hann um, að ég þyrfti áreiðanlega ekkert deyfilyf. En hann nugg- aði sér bara um augnabrúnirnar og sagði: „Frú, ég hef aldrei framkvæmt slíka aðgerð áð'ur og ef yður er sama, ætla ég að taka inn töfluna.“ (Eftir frásögn frú Michael L. Quenneville). ★ AUÐUGUR íri lá á dánarbeði og lét kalla á hinn trygga bíl- stjóra sinn, sem hafði þjónað honum í áratugi. „O, minn kæri,“ sagði hinn deyjandi maður, nú er ég að leggja upp í langa og erfiða ferð og leiðin er verri en nokkur vegur, sem þú nokkurn tíma ókst með mig.“ „Jæja,“ sagði bílstjórinn og það kenndi huggunar í röddinni, ,,að vísu eru það þægindi, að það hallar mjög undan fæti.“ ★ NÓTT eina var næturiæknirinn vakinn af værum biundi með símahringingu. „Læknir,“ sagði drafandi rödd, „við þörfn- umst hjálpar yðar. Við erum hér í partý og Siggi gerir okkur áhyggjufulla.“ „En hvers vegna eruð þið að kalla á mig,“ spurði læknirinn, „sér hann snáka eða fíla og þess háttar hluti?“ „Nei, það er þess vegna sem við hringdum, herbergið er nefnilega fullt af þeim, en hann sér enga.“ ★ ÞEGAR Wiily Brandt borgarstjóri heimsótti hina glæsilegu, nýju Mann tónleikahöil í Tel Aviv, lét hann í Ijós þá gleði sína, að höllín skyldi vera kölluð eftir þýzka skáldinu Thomas Mann. En þessi misskilningúr var fljótlega leiðréttur, tón- leikahöllin var ekki skírð eftir Thomasi Mann heldur eftir Frederik R. Mann frá Philadelphia. „Hvað hefur. hann skrifað?“ spurði Willy Brandt. „Ávísanir,“ var honum svarað. 10 FÁLKINN og laut niður að börunum. Svo horfði hann forviða kringum sig. og fór að hlæja. — Robertsson! Bölvaður prakkarinn þinn! Líkið var auglýsingamynd, og ullardúk vafið utan um. Á annað gagnaugað var málaður rauður blettur. Allir þyrptust kringum börurnar og allir skellihlógu. Allir nema Annetta. — Úr því að við höfum nú séð þessar sorglegu leifar, sting ég upp á að við fáum okkur glas, sagði Robertsson. — Svo skal ég segja ykkur hver tilgangurinn er með þessu öllu saman. Nú var borin fram vínblanda og viskí og Robertsson hélt áfram í afar hátíðlegum tón. ■—■ Mér finnst tímabært að setja hömlur við öllum þessum blóðsúthellingum. Þær koma beinlínis óorði á mig. Ég hef sterkan grun um, að þessi maður hafi verið myrtur af ein- hverjum hér í húsinu. Ég veit ekki hver afbrotamaðurinn er, en hann hefur látið eftir sig ýmis merki. Ég heiti verðlaun- um þeim, sem fundið getur morðingjann. Þegar við höfum fundið hann látum við hann koma fyrir rétt hérna inni og dæmum hann sjálf. Gestirnir, sem voru vanir hinum skringilegustu tiltektum Robertssons tóku tillögunni með hrifningu eða létu svo. •— Ég er fyrsta flokks leynilögreglumaður, sagði Henrik Langberg. — Lofið mér að stjórna rannsókninni. Nú skiptust gestirnir og fóru að leita. Robertsson og Ann- étta sátu eftir við arininn. — Annetta! Ætlar þú ekki að koma líka? Hún hristi höfuðið. ■— Mér finnst þetta grátt gaman, sagði hún. Ungur maður, Valentin að nafni, fann snefil af sundurrifnu bréfi á dyramottunni. Allt sem hann gat lesið í bréfinu var: „Hittu mig fyrir miðdag. . . “ Og af undirskriftinni var að- eins hægt að sjá lítinn hluta nafnsins, nefnilega bókstafina net. Það var Langberg, sem lét sér detta í hug að leita á líkinu og í brjóstvasa þess fannst ilmvatnsborinn smáklútur með fangamerkinu A í horninu, og lítill böggull, en í honum var visnuð rós. En það var Eva Lester, sem ekki var lengi að leggja saman tvo og tvo. — A og net — Annetta! hrópaði hún áköf. — Annetta er sú, sem kom síðast ofan í miðdegisverðinn og hún hefur ekki tekið þátt í leitinni. Annette er morðinginn. Er það ekki rétt, Lorenz? Ég hef unnið verðlaunin. Robertsson sneri sér að mágkonu sinni: — Ert þú morðingi, Annetta? Hún stóð seinlega upp. Hún var föl, augun stór og starandi. — Hva.. . hvað áttu við, stamaði hún. — Farið þér varlega, frú Robertsson, sagði Valentin. — Allt sem þér segið verður skrifað niður og verður notað til sannana gegn yður, ef svo ber undir. Margir hlógu. Eva Lester sagði: — Lorenz, segir mér hvort ég hef unnið verðlaunin. Ég er að deyja úr forvitni. — Það er undir úrskurði kviðdómsins komið, svaraði Ro- bertsson með dómarasvip. — Ákærða hefur eigi meðgengið. Ég sting upp á, að við yfirheyrum hana undir eins. Seztu, Annetta. Falbe, þú ert dómari, Cort ofursti er sækjandi. Ég skal vera verjandi. Hinir eru kviðdómendur. Svo var víninu fyrir að þakka, að flestir voru góðglaðir á þessari stundu, og þegar Robertsson stóð upp til þess að halda varnarræðuna, var honum heilsað með hlátri og lófaklappi. Hann stóð á dúknum fyrir framan arininn, sneri sér að fólk- inu og brosti þar til lófaklappið var hætt. Þá byrjaði hann: — Það sést af því hvernig líkið lá, að það hafði dottið úr allmikilli hæð, ofan af þaki eða glugga á efstu hæð, niður á veginn. Skjólstæðingur minn er sakaður um að hafa myrt manninn. Ég skal ekki þreyta háttvirta kviðdómendur með spurningunni um, hvort hann hafi dottið eða hvort honum hafi verið hrint. En ég mun halda mig að staðreyndunum. Vasaklúturinn og visna blómið í vasa hins látna sýna greini. lega að hann var hrifinn af ákærðu. Ég leyfi mér að geta Frh. á bls. 34.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.