Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1961, Síða 20

Fálkinn - 23.08.1961, Síða 20
Lucy var alvön að heyra nýbakaða iækna tala um vandamál sín, en það var eitthvað innilegt við þessa rödd... SMÁSAGA EFTIR ELEANOR HARVEY Lestin nam staðar milli tveggja stöðva. Það var þögn, og Lucy gat greint lækjarnið og hundgá skammt frá. Fjár- hópur rann upp eftir hlíðinni. — Það er fallegt hérna, sagði hún og hallaði sér út að glugganum. — Það er fallegt í Wales, svaraði David ánægður, — Og enn fallegra verð- ur þegar við komum á leiðarenda. Lucy brosti. Hún sá að hann var glað- ur og honum var mikið í hug. Röddin varð bjartari með hverri mílunni, sem þau færðust nær heimkynnum hans. Það var rödd, sem fyrst hafði heillað haná. Hann hafði komið inn í skrifstofu sjúkrahússins, en þar vann hún sem hraðritari, og hafði farið að tala um hve erfitt væri að ná í hjúkrunarkon- ur, og hvort hún áliti ekki að þær ættu að fá tuttugu pund á viku? Lucy var alvön að heyra nýbakaða lækna tala um vandamál sín, en það var eitthvað innilegt í þessari rödd, sem hafði hrært við henni og komið henni til að jánka því, að tuttugu pund væri sízt of mikið kaup. Allt í einu hafði hann hætt í miðri setningu og hlegið. Það er keltneska blóðið í mér, sem hefur tekið af mér stjórnina, sagði hann. -— Hann afi minn var prestur í Wales. A ársfagnaði spítalans hafði hann komið til hennar og sagt: — Viljið þér gera svo vel að dansa við mig. Ég lofa því að tala ekki um lækningar og hj úkrunarstörf. Upp frá því kvöldi var hann alltaf með henni, og einn daginn bað hann hennar. Þetta var það dásamlegasta, sem hafði komið fyrir Lucy, því að hún hafði lítið haft af ástamálum að segja um ævina .... Öll fjölskyldan tekur á móti okkur á stöðinni, sagði David. — Ég veit, að þeim þykir vænt um að sjá þig, Lucy, og ég veit að þér fellur vel við þau. -—■ Já, það er ég viss um, sagði hún í fullri alvöru. Flestar ungar stúlkur fara hjá sér og eru hikandi þegar þær hitta tengda- foreldrana tilvonandi í fyrsta skipti, en það varð ekki sagt um Lucy. Hún var foreldralaus og hafði verið einstæðing- ur í lífinu þegar hún kynntist David. Hún var á þeirri skoðun, að þetta mundi vera skemmtilegt fólk, fjölskylda eins og hana hafði dreymt um þegar hún var á barnahælinu. Faðir Davids var dýralæknir og átti heima í þorpi í Wales. Merged dóttir hans, gift, var hjá foreldrum sínum, því að maðurinn hennar starfaði í sjóhernum. Tvíburarn- ir, Gwen og Gladys, sextán ára, virtust vera skemmtilegir, eftir lýsingunni að dæma. Þeir áttu gamlan fjárhund, sem hét „Rhys“. Lucy fannst hún þekkja þetta fólk, því að David hafði sagt henni margt af' bernsku sinni og sýnt henni ljós- myndir. Hann hafði ekki verið heima í fimm mánuði, því að ferðin var dýr og námið kostnaðarsamt. En nú kom hann heim sem sigurvegari, útlærður læknir með konuefnið sitt með sér. — Nú erum við komin, sagði hann og stakk hausnum út um gluggann. — Halló, Evans! Hérna erum við! Hann opnaði dyrnar, hjálpaði Lucy út og samstundis var komin þyrping af hlæjandi og masandi fólki kringum þau. Lucy langaði mest til að gráta. Vitanlega var það flónska, en það hlaut að vera unaðslegt, að svona mörgu fólki þætti vænt um mann. Ein úr hópnum — móðurleg kona — kom til Lucy. — Góða, yður finnst líklega við ekki kunna mannasiði, en það er svo langt síðan við höfum séð hann David -—• eina drenginn okkar. Hún hló og kyssti Lucy á kinnina. — Þetta er maðurinn minn — og Merged, gifta dóttirin okkar. — Og við erum tvíburarnir, — ó- þekktarangarnir, sagði Gladys. — Líttu á hana, Gwen — ég sagði að hún mundi áreiðanlega vera með stuttklippt hár og ennistopp. Þú ert flón að vera með sítt hár, það er tízka núna að hafa það stutt. — Mér finnst þetta ágætt, — annars hefði ég varla þekkt ykkur að, sagði Lucy brosandi. — Segðu okkur hvað þá gerir í borg- inni, sagði Gladys. — Ekurðu daglega á neðanjarðarbrautinni og borðar í veit- ingastöðunum í Soho? — Fer David með þér í skemmtigarðana og leikhúsið? Lucy hló og leit til Davids, sem var að tala við hin þrjú. — Hvernig lízt þér á fólkið mitt? sagði hann. — Þú mátt ekki láta tví- burana gera út af við þig. Þau tróðu sér inn í stóra, gamla bíl- inn, og tvíburarnir komu á eftir, hvor á sínu hjóli. Bílhurðinni var skellt og ekið af stað. Lucy fannst hjartað í sér ætla að springa af hamingju. Nú var hún fjölskyldumeðlimur — í fyrsta sinn á ævinni. Miðdegisverðurinn var ánægjulegur. Frú Evans hringsnerist kringum David og var hreykin af að geta boðið uppá- haldsréttina hans. — Hvenær ætlið þið að giftast? spurði frú Evans, þegar hún hafði tekið af borðinu og þau sátu fyrir framan ar- ininn. Lucy leit á David, því að þau höfðu ekki talað saman um brúðkaupið. — í ágúst, hugsa ég, svaraði hann. — Nei, ekki í ágúst, greip Merged fram í. -—■ Þá kemur Jack heim, og við höfum áformað að fara 1 langt frí. •—- Júní, stakk Gwen upp á. — Það er bezti mánuður ársins og þá eru rós- irnar í beztum blóma. -— Þá gætum við haft kjúklinga og jarðarber, sagði frú Evans. — Jú, það væri ágætt í júní. — Þá hef ég líklega nurlað nógu í sparibaukinn til þess að geta fengið mér ný föt, sagði Evans. Lucy sá að glettnin skein úr augunum á honum, en nú réðust tvíburarnir að honum. — Það erum við, sem verðum að fá eitthvað nýtt, og við verðum að fá nýja kjóla, ef við eigum að vera brúðarmeyj- ar, sagði Gladys. Lucy var á báðum áttum. Hún og David höfðu ekki talað um brúðkaup- ið, en það hafði hún einmitt hlakkað til að tala við David um, núna um helgina. — Hvers konar efni hefur þú hugsað þér í brúðarkjólinn? spurði Merged áfjáð. — Ég veit ekki, svaraði Lucy hikandi. — Ég hafði hugsað mér stuttan kjól, í einhvers konar gulum lit. — Æ-nei! gall frú Evans við í of- boði. — Þú verður að vera hvítklædd og með slæðuna hennar Merged. Prest- urinn okkar er afbragðs prestur. I FADMI FJÖLSKYLDUNNAR 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.