Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1961, Page 27

Fálkinn - 23.08.1961, Page 27
LITLA 5AGAN FANNST En hvert hafði þá eitrið farið? Hér stóðu menn and- spœnis einhverjt dularfullu. — EITRIÐ, SEM EKKI — Þér eruð tekinn fastur, Smethurst læknir, grunaður um að hafa myrt eig- inkonu yðar! Hið fágaða glæsimenni, Tómas Smethurst læknir, staðnæmdist sem steini lostinn, er tveir lögregluþjónar mæltu þannig til hans. Hann var að koma út úr skrauthýsi sínu í Richmond Hill. En hann hreyfði engum mótmæl- um og fylgdist með vörðum laganna. — ísabella hefur verið fársjúk, sagði hann við yfirheyrsluna. — Ég hef stundað hana af fremsta megni. Og satt að segja hef ég talsverða reynslu sem læknir. Nú flögraði dauft bros um varir hans. — Ég elskaði hana heitt og þessi viðurstyggilega ásökun fær mjög á mig. Morðingi — ég? Og það auk heldur sjálfa eiginkonu mína. .. . Hinn háttvísi læknir missti ekki and- artak stjórn á sjálfum sér. Öllum spurn- ingum svaraði hann hægt og greinilega. Þótt yfirheyrslan væri mjög ströng, fékk hún ekki brotið hann niður. Tómas Smethurst hafði fljótt getið sér góðan orðstír sem læknir. Var lækn- ingastofa hans við eina af virðulegustu götum Lundúnaborgar og leituðu eink- um konur hjálpar hjá honum. Það var ekki einasta, að hann ynni sér álit sem góður læknir heldur þótti hann og skilningsríkur mannkostamaður. Sér í lagi hrifust konur af hinum ríkari stétt- um borgarinnar ákaflega af glæsi- mennsku hans, samræðusnilld og per- sónutöfrum. Einn góðan veðurdag var það, að ísa- bella Bankes leitaði læknishjálpar hjá honum, en hún var kona á miðjum aldri. og átti of fjár. Isabella var eink- ar fögur, og árum saman hafði fjöldi karlmanna leitað gæfunnar hjá henni. En til þessa hafði hún hafnað öllum hjúskapartilboðum. Hinn vinsæli læknir Smethurst gerði sér fljótt grein fyrir hinu fágæta tæki- færi og ísabellu virtist getast vel að honum. Hóf hann því brátt að stíga í vænginn við þenna fagra og auðuga sjúkling sinn. Og þegar að því kom, að hann stakk upp á því, að þau giftu sig, féll ísabella um háls honum og sam- þykkti það fúslega. Þau keyptu nýtízku stórhýsi í Rich- mond og fyrstu mánuðirnir voru ísa- bellu eins og fagur draumur. Maður hennar vissi ekki hvernig hann gæti látið henni líða sem bezt. Þau eignuðust marga vinj og lífið var eins og undur- samlegt ævintýri — allt til þess að hún veiktist, nokkrum mánuðum eftir að þau giftu sig. Þá fór hún að fá svima- köst, henni leið illa og kenndi sívax- andi stirðleika í öllum liðamótum. Smethurst læknir stundaði konu sína sjálfur. Hann bar henni matinn og sat að staðaldri við rekkjustokk hennar. En elsku ísabellu hans versnaði sí og æ. Loks rak að því, að hann kallaði til sín einn starfsbróður sinn og lét hann rannsaka ísabellu. En hann sá sér ekki fært að ákveða sjúkdóminn til fulls upp á eigin spýtur, og stakk upp á því að leita sérfræðings. Ræddust þeir aðkomulæknarnir við í fjarveru eiginmanns hennar, og kom þeim fyllilega ásamt um, að frúnni hefði verið gefið inn eitur! Ákváðu þeir að taka með sér nokkur sýnishorn í laumi. Rétt eftir þetta andaðist ísabella við miklar þjáningar. Niðurstöður greiningarinnar bárust fljótlega frá rannsóknarstofunni. Frú Smethurst hafði látizt af arsenikeitrun. Lögreglunni var gert viðvart og Smet- hurst læknir var ákærður. Sérfræðingar rannsóknarlögreglunn- ar leituðu gaumgæfilega í læknisbú- staðnum á Richmond Hill. Þeir tóku með sér nokkur lyfjaglös, sem voru í sjúkraherberginu og við rannsókn kom í ljós, að eitt þeirra, tómt smáglas, hlaut að hafa innihaldið arsenikeitur. Og vegna þessa sönnunargagns var ákveðið að kæra hinn fræga lækni fyrir morð á eiginkonu sinni. En þá kom skýrsla um krufninguna eins og þruma úr heiðskíru lofti, yfir lögreglu og ákæruvald: Það fannst enginn vottur af arseniki í líkinu! Nú ætlaði allt á annan endann. Læknarnir tveir. sem tekið höfðu sýn- ishornin frá sjúklingnum, stóðu á því fastar en fótunum, að þau hefðu inni- haldið arsenik. En hvert hafði þá eitrið farið? Hér stóðu menn andspænis ein- hverju dularfullu. Smethurst læknir var alltaf jafn prúður og vingjarnlegur við allar yfir- heyrslur, hann svaraði skýrt og skorin- ort og lýsti staðhæfingu starfsbræðra sinna, um að hafa fundið eitur í líkama hinnar sjúku konu, hreina firru og hugarburð einn. Þar sem árangur af krufningunni hafði orðið slíkur, hefði hann án efa verið látinn laus, ef lögreglan hefði ekki dottið niður á sérfræðing í þess- um eiturtegundum. Skýrði hann frá því fyrir réttinum, að tilraunir á hundum hefðu leitt í Ijós, að væri þeim gefið arsenikeitur blandað kalsíumklórati, þá dó dýrið — en eftir á var ekki unnt að finna minnsta vott af eitrinu í lík- ama þess! Þetta var nóg til þess, ásamt öðrum gögnum gegn lækninum, að kviðdóm- urinn dæmdi hann til þess að hengjast. En dómurinn vakti ákafar æsingar, — þar sem ekkert eitur hafði fundizt í líkinu. Hvernig var hægt að dæma nokkurn fyrir eiturmorð í slíku tilfelli? Nokkrum dögum fyrir aftökuna var Smethurst læknir náðaður og vakti það mikla athygli Var hann síðan látinn laus. Skömmu eftir þetta lagði þessi frægi læknir fram arfleiðsluskrá konu sinnar. Eftirlét hún eiginmanni sínum allar eigur sínar, hverju nafni sem nefndust. Með þessi óhemju auðæfi undir höndum hélt Tómas Smethurst úr landi. Skömmu síðar fann lögreglan það, sem hún hafði alltaf verið að leita eftir, — sönnunargagn það, er enzt hefði til þess, að ríða Smethurst að fullu. Við endurnýjaða rannsókn á eftirlátnum munum hans, fannst athugasemd á of- urlitlu pappírsblaði, er hljóðaði á þessa leið: „Hinrik ráðlagði mér að blanda kalsíumklórati saman við arsenikið. Þá hverfa öll merki til eitursins í líkam- anum....“ Frh. á bls. 34. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.