Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 23.08.1961, Blaðsíða 31
móðir hennar að bogra yfir henni. — Ég sá að dyrnar stóðu opnar hjá yður. Þér eruð vonandi ekki veik? Lucy kinkaði kolli og kingdi munn- vatninu. — Þá veit ég ekki, hvað ég á að gera við yður, sagði gamla konan áhyggju- full. — Ég lofaði að koma til hennar systur minnar og hún hefur engan síma, svo að ég get ekki látið hana vita. — Það gerir ekkert til. Ég er bara svolítið kvefuð.... Og svo var allt eins og í draumi fyrir henni. Henni fannst hún heyra rödd Davids í fjarska og fannst stungið í handlegginn á sér. Svo varð allt svart aftur. Það fyrsta sem hún sá þegar hún vaknaði var glas með páskaliljum. Hún fann hendi stutt á ennið á ,sér og glað- leg rödd sagði: — Hvernig gengur það með sjúklinginn okkar núna? — Frú Evans? hvíslaði hún. — Það er ómögulegt.... — Jú-jú. En vertu ekki að þreyta þig á að hugsa um það núna. Þú hefur verið alvarlega veik, en nú er það af- staðið. Sofðu bara áfram. Hún var miklu hressari þegar hún vaknaði næst. David horfði á hana áhyggjufullur. Hún brosti þegar hún sá svipinn á honum. — Þú mátt ekki vera svona angistarfullur. Mundu að þú ert læknir. Fólk heldur að þú sért að deyja, þegar það sér þig svona. Það glaðnaði yfir honum. — Þú ert betri núna sagði hann. — Við þurfum engan lækni til að segja okkur það, sagði frú Evans, sem var að koma inn í herbergið. -— Heyrðu, drengur minn, sittu ekki svona gón- andi. Reyndu heldur að koma svolitlu af heitri súpu ofan í hana. Hún rétti honum bakka með matnum og fór út aftur. — Nú verður þú að opna munninn, sagði hann. — Ég veit að þú ert að deyja af forvitni, svo að ég skal segja þér frá öllu saman. Húsmóðir þín sím- aði til mín og þegar ég sá þig varð ég svo hræddur að ég náði í Wiison lækni hingað af sjúkrahúsinu. Þú hafðir feng- ið brjósthimnubólgu og þurftir góða hjúkrun. Ég símaði til mömmu, og þau komu öll saman. — Öll saman? — Já, pabbi, mamma og tvíburarnir. Merged varð eftir heima, en sendir þér ilmvatnsglas og beztu óskir um góðan bata. — En hvar... ? — Ég leigði herbergi handa pabba og tviburunum, og húsmóðir þín setti bedda handa mömmu inn í stofuna þína. — Megum við koma inn? Tvíbur- arnir biðu ekki svars, en komu ask- vaðandi inn í herbergið. — Æ, Lucy, mikið anzi hefur verið gaman í dag! Við höfum farið upp og niður í renni- stigunum við neðanjarðarbrautina. Og hann pabbi með okkur. — Við keyptum kynstur af blómum og blöðum handa þér, sagði Gladys og lagði þetta á rúmið. Lucy brosti. — Jæja, það var gaman að sjá þig brosa, sagði Evans, sem kom í þessum svifum inn í herbergið. — Það var fallega gert af ykkur að koma sagði Lucy. — Eins og við kæmum ekki, úr því að þú varst veik, svaraði gamli maður- inn. -— Þú gazt ekki fengið betri hjúkr- un hjá nokkurri manneskju en henni tengdamóður þinni. Og svo hafði mig alltaf langað til að skreppa til London. — Sem læknir verð ég að ráða frá þessu rápi út og inn, sagði David og leit kringum sig- Evans fór að athuga bækurnar í hiii- unni hjá Lucy, tvíburarnir þefuðu af ilmvatnsglösunum og frú Evans trítlaði um á inniskónum hennar, því að hún hafði gleymt sínum heima. David horfði á og brosti. En hún þótt- ist geta lesið eitthvað úr augum hans. — Lofaðu þeim að vera inni hjá mér, sagði hún. — Það er svo indælt að hafa fjölskylduna kringum sig. Kæri Astró. Maðurinn minn hefur drukk- ið mjög mikið og verið vond- ur með víni og nú er svo kom- ið, að ég hef sagt honum, að ég ætli að skilja við hann næst þegar hann leggur hend- ur á mig. Ég er fyrir löngu orðin taugabiluð og er mik- ið lengur að ná mér en hann eftir hvert fyllerí. Ég sé mest eftir að hafa ekki skilið við hann strax, þegar ég fann að við áttum mjög fátt sameigin- legt, sem kom nú ekki í ljós fyrr en eftir að við giftumst, en ég vonaði alltaf að hægt væri að laga þetta, ef við gæt- um talað um hlutina, en það er ekki hægt ennþá. Hann ann. aðhvort fer út eða fær geð- vonzkukast, sem oft stendur í marga daga og til að forðast það, er ég hætt að tala um jafnvel hversdagslegustu hluti svo að þeir koma honum ekki síður úr jafnvægi. Þar sem ég hef alltaf verið á móti hjónaskilnuðum, veit ég ekki nema ég verði kyrr, mig langar til að vita hvort framtíðin á eftir að breytast fyrir mér eða hvort það væri betra fyrir mig að skilja. Ég bið þig að sleppa fæðingardög- um og stöðum. Með fyrirfram þökk. Sigga. Svar til Siggu. Ég þakka þér fyrir hve ná- kvæmlega þú gafst mér upp fæðingardaga og stundir þín- ar, eiginmannsins og barn- anna. Eins og þú sérð felli ég þær upplýsingar niður. Eins og málið liggur fyrir í bréfinu og rétt er hermt að maðurinn þinn leggi hendur á þig í drykkjuskap sínum, og mætti ætla að það ætti sér stað í nærveru barnanna, mundi ég hiklaust ráðleggja þér að skilja við hann! Slík fram- koma er alveg óþolandi. Það er svo sem ekkert athugavert við það þó maðurinn fari í fýlu öðru hverju og mundi varla teljast svo saknæmt, en fyllirí samfara barsmíðum er alveg óþolandi. Margt í ævisjá þinni bendir til að eiginmaður þinn sé drykkfelldur og það er einnig ástæða til að ætla, að þú verð- ir tvígift þar sem geisli ann- ars húss fellur í Tvíburamerk- ið. Undir slíkum afstöðum er venjulega um tvo maka að ræða, þannig að gifting er mjög líkleg í annað skiptið ef þú færir út í skilnað. Ég ráð- legg þér hins vegar að vanda þig betur um makaval næst, til þess er full ástæða og taka ekki þann fyrsta bezta. Þú ættir einnig að leita út fyrir hóp núverandi vina þinna og gamalla vina. Þú þarft að kynnast nýju fólki, sem ekki er með höfuðið niður í vín- námunni sýnkt og heilagt. í október í haust má búast við viðburðarríkum tímum í lífi þínu, sem ef til vill marka tímamót í ævi þinni. Síðastlið- ið ár var venju fremur á- rekstrarsamt í ástamálum þin- um, þar eð Venus var undir mjög óhagstæðum afstöðum og er að nokkru leyti enn. Nóv- ember 1962 er hættulegastur með hliðsjón að hjónaskilnuð- um og það er einmitt tíminn, sem þú skyldir hnýta enda- hnútinn á það verk. Árið 1970 mun verða sérlega gæfusamt hjá þér hvað efna- hag áhrærir. FALKINin 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.