Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 23.08.1961, Blaðsíða 34
Játning - Frh. af bls. 10 þess til, að hann hafi sært hana með því að sýna henni fullmikla stimamýkt. Hann hafi verið henni til skapraunar. Með öðrum orðum: Henni fannst hann óþolandi. Hún taldi, að lífið mundi verða miklu skárra, ef hann væri ekki til. Þess vegna hrinti hún honum, þegar tækifæri gafst. Hann sneri sér að Annettu: — Það var svoleiðis, sem það gerð- ist, er það ekki rétt? Þú vildir helzt losna við hann? Allir litu á hann og hlógu, en hlátur- inn hljóðnaði og nú varð óviðfelldin þögn. Örvæntingin skein úr augum Ann- ettu. — Nei.. . ég skil ekki hvað þú átt við, stamaði hún. — Um hvern ertu að tala? Hún líktist rándýri, sem komið er í gildru. — Um manninn sem þú myrtir, sagði Robertsson. Hann talaði hægt, hvasst og greini- lega. Hann talaði eins og maður, sem ber fram ákæru. Nú var hann hættur að hlæja. Svipur hans var harður og óvæginn og hann starði köldum augum framan í Annettu. Svo sagði hann ró- lega og fastmæltur: — Eins og ég sagði áðan: Þú varst orðin leið á honum. Hann hafði búizt við, að þú mundir setjast í helgan stein í sveitinni með honum og örfa sig við starfið. En þú hafðir ekki áhuga fyrir öðru en peningunum hans, — fyrir soll- inum á veitingahúsunum og nætur- klúbbunum, fyrir skartgripum og falleg- um kjólum. Eftir því sem lengra leið gerðist þú leiðari á honum. Og eitt kvöld gafst þér færið og þú notaðir þér það. Hann stóð á brúninni á þverhníptu standbergi. Þetta var eftir sólarlag. Engin vitni voru nærri. Ofurlítil hrind- ing var nóg. — Nei, hrópaði Annetta viti sínu fjær. — Hann sundlaði og þess vegna hrapaði hann. — Maður, sem iðkað hefur Alpagöng- ur, fær ekki svima, þótt hann standi á þrjátíu metra hárri fjallsbrún, sagði Robertsson. Hann tók sér málhvíld og hélt svo áfram með sömu rólegu og köldu rödd- inni: — í kvöld er rétt eitt ár síðan. Það var um það leyti, sem þú varst í gisti- húsinu og sagðir fólkinu frá, hvernig allt hefði atvikazt, hann hafði fengið svima. Og hann var dáinn, lá sundur- kraminn í urðinni. Hann gat ekki and- mælt því, sem þú laugst. Hún rétti fram báðar hendurnar hrædd og grátbændi: —■ Já, en þetta er ekki satt, sagði hún. — Hann fékk svima. Ég get svarið það. — Geturðu það? sagði Robertsson. 34 FÁLKINN Hann laut fram að henni: — Geturðu svarið það, ef þú stæðir augliti til aug- litis við hann. Gætirðu svarið það upp í opið geðið á honum? Hún hrökk til baka. Dimmu augun voru svo óeðlilega stór. — Þú getur ekki. vakið hann aftur til lífsins, sagði hún og röddin var aðeins hvíslandi. — Jæja, get ég það ekki, sagði Ro- bertsson. — Það sem ég sagði hérna áð- an um Önnu Fisher, sem sá manninn sinn og varð gráhærð og máttlaus, er dagsatt, orð fyrir orð. Hún sá hann, hún sá hann alveg á sama hátt og þú munt sjá Martin hér í kvöld. Nú varð' óhugnanleg þögn. Ljósin í stóru stofunni tóku að dvína. Þau slokkn- uðu hægt og hægt. Aðeins bjarmi kom frá litlum lampa í einu horninu. — Martin, Martin! kallaði Robertsson, rétt eins og sá, sem hann talaði við, væri mjög nærri. Dauðaþögn ríkti. Gestirnir sátu stirðn. aðir af hræðslu. Fyrir utan gluggann heyrðist hægt, silalegt fótatak í sandin- um. Síðan var drepið hægt en greinilega á rúðuna... Annetta greip um hálsinn á sér. — Þú mátt ekki láta hann koma inn. Ég myrti hann . . . ég myrti hann. Ég má ekki sjá hann. Hún riðaði og féll í öngvit fram á borðið. Síðan rann hún niður á borðið. — Kveikið ljós, sagði Robertsson. Grár í andliti leit hann í kringum sig. — Er ákærða sýkn eða sek? spurði hann . . . Yfir ána - Framh. af bls. 7. Fjallafarinn var farinn að hafa hátt úti í Bedfordinu og strákarnir sögðu, að hann væri augafullur. Hann ætlaði að klifra út úr bílnum og upp á þakið, en þá datt hann í ána og það var heilmikið busl og Könnuður kom og tók hann i fangið og sagði, þegar hann snaraði hon- um upp á hólmann að passa að helvítið færi ekki út í aftur. Fjallafarinn var augafullur og hljóp í stelpurnar og tók eina glímutökum og lagði hana á sniðglímu og hló eins og tröll. Við fórum aftur að fást við krafttalí- una og Bedfordinn vildi ekki koma upp úr þrátt fyrir átökin og við vorum orðn- ir vonlitlir um að þetta ætlaði að ganga. — Það væri rétt að láta djöful sitja þarna, sagði veitingamaðurinn. — Aumingja fólkið, sem hefur keypt far með þessu. Bílstjórinn af öðrum norðanbílnum var kominn upp í Bedfordinn og farinn að rugga honum fram á og aftur á. Hann kom út og þeir fóru aftur undir bílinn og það var heilmikið að gera og keðjur og kaðlar á lofti. Svo var kallað „að taka í“ og við, sem vorum við keðj- una fetuðum hana með jöfnum hraða og hjólið á krafttalíunni snerist, það þyngdi örlítið á og síðan létti og þeir út í sögðu allt í lagi. Þeir höfðu slegið keðju á stóran stein, sem var undir bíln- um og þegar hann var kominn á annan stað var útlitið betra, sögðu þeir. Norðanbílstjórinn fór aftur að stýr- inu og eftir nokkurt rugg fór bíllinn af stað svo að við í hólmanum hrópuðum húrra og það voru allir fegnir, þegar Bedfordinn kom öslandi upp úr álnum. Það fóru flestir í kaffið á eftir og okkur kom saman um að kaffi úr jökul- vatni væri bezta kaffi í svolkinu. Könn- uður var búinn að vera í jökulvatninu í næstum fimm tíma og var kaldur, en fékk brjóstbirtu og tók lagið og hlýnaði. Það bar fátt til tíðinda yfir seinasta ál- inn og þann breiðasta. Við létum Bedfordinn fara á undan, en fjallafarinn fór með norðanbílnum og allir k'omust yfir. Það var talsverð töf að hreinsa bíl- ana eftir ferðina yfir vatnsfallið og mik- ið af smjörlíki skafið utan af bílvélun- um. Það hafði líka komið í Ijós, að Bed- fordinn var bilaður. Drifskaftið að aft- an hafði snúizt sundur í ánni og fram- hjóladrifið var eitt eftir. Það var líka skrítið að sjá hann í akstrinum, því millibilsstöngin hafði lent í nibbu. Fjallafarinn vildi láta hlaupa í skarð- ið, meðan við dittuðum að Bedfordin- um. Það var ekki mikill áhugi hjá mann- skapnum, en það var eins gott að hlaupa í skarðið eins og gera eitthvað annað og það lá við að sumir tækju fjallafar- ann í sátt. Það hafði verið dumbungur allan dag- inn, en þegar við hættum að hlaupa í skarðið og bílalestin silaðist af stað norður eftir sandinum, hafði hann brotn- að upp í austrinu og við sáum sólskin á jöklinum framundan til vinstri. Litla sagan - Frh. af bls. 27 Fyrir rétti hafði læknirinn skýrt frá því, að hann hefði ekki haft hugmynd um aðferð þá til að eyða eitri i líkam- anum, er sérfræðingurinn hafði lýst. Nú var það Ijóst, að hann hafði einmitt notað þessa aðferð sjálfur og þekkti hana því mætavel. En þegar hér var komið sögu, var Smethurst horfinn og með honum þau miklu auðæfi, sem hann hafði fýst að ná, og feng.ið með kvonfangi sínu og morðinu. Fullkomin sönnun sakar hafði fundizt of seint, þótt afbrot hans hefði að vísu verið afhjúpað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.