Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 16
ALLT Á FLOTI VIB REYKJAVÍK A ÐFARANÓTT föstudagsins 13. apríl snjóaði mikið í fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Þetta var um sama leyti sem veðrabrigði voru óvenjulega tíð hér sunnanlands. Vorið glett- ist við okkur og gerði okkur gramt í geði, birtist okkur í allri sinni dýrð með glaðasól- skini og blíðum þey, en var síðan horfið á braut á örskömm.um tíma. Umræddan föstu- dag voru aftur komin hlýindi og þiðnaði þá allur snjórinn í skjótri svipan. Ofan á það bættust svo stórrigningar bæði á föstudag og laugardag. Þetta hafði það í för með sér, að vöxtur hljóp í Elliðaárnar. Þær urðu að beljandi stórfljóti og þegar mest var, voru árnar orðnar jafnmiklar og sjálft Sogið. Á sunnudaginn brugðu fjölmargir Reykvíkingar sér upp að Lögbergi og inn að Ell- iðaám til þess að skoða þessar hamfarir náttúrunnar. Heita mátti að svæðið ofan frá Sil- ungapolli um alía mýrarflákana og niður að Helluvatni og E'liðavatni væri einn samfelld- ur vatnsflaumur. Rauðhólarnir voru umílotnir vatni og stóðu eins og' eyjar upp úr vatn- inu. Skem,mdir á vegum urðu talsverðar, sérstaklega á Vatnsveituveginum upp með Elliða- ánum. Einnig urðu nokkrar skemmdir uppi í Lækjarbotnum. Kunnugir telja, að þetta séu mestu flóð í Elliðaánum um fjörutíu ára skeið. Ljósmyndari1 FÁLKANS var í hópi hirtiia fjölmörgu, sem brugðu sér á staðinn, og að sjálfsögðu hafði hann myndavélina meðferðis. Viku síðar brá hann sér aftur á söm.u slóðir og tók myndir frá nákvæmiega sömu stööunum. í seinna skiptið var allt .orðið aftur eins og það á vanda til, og er því skemmíílegt að bera myndirnar saman. Sýna þær glöggt hversu stórfelldir vatnavextirnir hafa verið. Þótt nú sé komið sumar og umbrot árstíðanna um garð gengin, birtum við á þess- ari opnu nckkrar myndir af flóðunum, og einnig myndir af sömu stöðum við eðlilegar aðstæður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.