Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 5
I) rklippusaf n ið Úrklippusafnið nýtur þegar mikilla vinsælda. Sendið úr- klippur og þér fáið blaðið sent Morgunblaðið í apríl 1962. Múrvinna Renault sendiferðabil! ’47 í varahlutum, selst ódýrt. 5 dekk á felgu. Vatnskassi. Ný uppgerð vél, 2 stólar, hliðar- og afturhurðir o.fl. — Uppl. á Breiðholtsvegi 10. Morgunblaðið 26. apríl 1962. Send.: Laufey Ólafsdóttir. Orðaleikur. í Moskvu hefur verið fund- inn upp nýr orðaleikur. I honum er bæði spurt og svarað. Hér eru nokkur dæmi. — Getur fíll beðið lægri hlut við lyftingar? — Já, ef hann reynir að lyfta lífskjörunum í Rússlandi upp á æðra svið. — Er hægt að fylla kæli- skáp í Moskva? — Já, ef maður setur út- varpið við hliðina. -— Er nokkurt líf á Marz? — Nei, það er ekki heldur líf þar. ★ Spakmæli. Giftu þig að lokum. Annað- hvort færðu góða konu, og þú verður mjög hamingju- samur, eða þú kvænist vondri konu, og þá ferðu að hugsa um lífið. Hið sára er karl- manninum gagnlegt. Sokrates. Á skirdag voru gefin saman af séra Áreliusi Nielssyni Irtgt- bjdrg Þórleif Hannesdóttir, konnari. Heimili þeirra er að Óðinsgötu 14 a. Morgunblaðið 25. apríl 1962. Send.: Anna Guðbrandsdóttir. Geir H. Gunnarsson. Send.: Knútur Skeggjason. Hafnarfjörður Kona óskast til afgreiðslu- starfa úr degi í sælgætis- verzlun. — Uppl. í síma 51066 eítir kl. 4 næstu daga. Morgunblaðið 25. apríl 1962. Send.: Sigrún Stefánsdóttir. Styzta smásaga veraldar. Sagan fjallar um tvær persónur í ökuferð á sumar- kveldi: — Ó, Hans, þú mátt ekki halda hér. — Ó, Hans, þú mátt ekki halda. — Ó, Hans, þú mátt ekki. — Ó, Hans, þú mátt. . . — Ó, Hans, þú ... — Ó. ★ Dómur. Bandaríkjamaður nokkur, sem hvorki kunni að lesa né skrifa, var dæmdur fyrir af- brot og hlaut fangelsisvist í Sing Sing. Þar lærði hann smátt og smátt bókstafina og hélt áfram, fór að læra lög- fræði, og gat að lokum sann- fært dómara nokkurn um, að hann hefði verið dæmdur saklaus. ★ Vísnabálkiir Við stúlku. Lát sem fljótast lyndisgljúp lífsins straum þig bera ofan í það undirdjúp eiginkona að vera. Kristján Jónsson. Mannlýsing. Er hans lýðum leiðist hróp, lubbinn reiðir hnefann, óstöðvandi úr gleiðum glóp gorgeirs freyðir slefan. * Grímur Thomsen. Um Jón Jónsson. Þú ert sá mesti maður, Jón, makalaus bæði í raun og sjón, en furðuleg er flónska sú, að fáir vita það nema þú. Kristján Jónsson. Óbæn. Farðu bölvaður frá mér brott, forðist þig allt sem heitir gott, yfir þig dynji hefndar-hríð, himinn og jörð þér risti níð. Kristján Jónsson. DONIMI Þegar ég var í skóla voru prófin einskonar jarðarfarir. Þá dóu alltaf gáfuðustu nem- endurnir. gleði kvikna ljósin. Þá mun svífa sunnan úr Vík svanbrjóstaða drósin. Kristján Jónsson. Manvísa. Ef þú kæra kyssir mig, kætist brjósið fremur, —- eina skal ég elska þig Sumargjöfin. Nær grundin skrýðist grænni — unz önnur skárri kemur. flík. Kristján Jónsson. (tejti. .. Þau hjónin höfðu verið gift í sjö ár og enn hafði þeirn ekki orðið barns auðið. Auðvitað gátu þau ekki sætt sig við þetta og fóru í rannsókn, en þau reyndust bœði full- komlega fær um að geta börn. Á mœðradaginn komu gestir til þeirra hjóna, og vakti það athygli gestanna, að hvert sem litið var í íbúðinni, var allt þakið brjóstsykursbox- um og blómum ásamt korti, sem stílað var til hinnar dug- legu móður. Húsfreyjan veitti þessum augnagotum athygli og sagði: — Jón gaf mér þetta allt. Hún þagnaði augna- blik, en sagði svo: — Fyrir viðleitnina. EDDA RADIO „Ha iptiissa 4“ í SKEIFUKASSA er unnin af framúr- skarandi fagmönnum úr völdu efni. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.