Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 28
FIMIll MÍIMÚTUR UM FURÐULEG FYRIRBÆRI Fálkinn heitir á lesendur sína að Ijá þessum nýja þætti lið, og biður alla þá, sem lifað hafa eða orðið vitni að furðulegum fyrirbærum, að senda línu. FBAMLIÐINN BJARGAR MANNSLÍFI. Vetrarnótt eina fyrir nokkrum ár- um var ég á heimleið og þurfti að fara yfir víðáttumikla hraunbreiðu. Ég var rétt lagður af _ stað þegar iðulaus stórhríð skall á. Á örskömm- um tíma hurfu öll spor og kennileiti, svo að ég gat á hverri stundu átt á hættu að falla ofan í gjótu, en af þeim var margt þarna í hrauninu. Útlitið var skuggalegt og aðstaðan erfið: Ekki gat ég staðið kyrr og skjóls var hvergi að leita. Það var lífshættu- legt að ganga hvort heldur var áfram eða til baka. Skyndilega sá-ég eitthvað, sem líkt- ist mannveru. Ég sá ekki betur en þessi mannvera veifaði mér og benti mér að halda áfram. Ég öslaði af stað í áttina til skuggans, en hann færði sig stöðugt fjær. Það skipti engu máli hversu mjög ég erfiðaði og herti mig á göngunni. Alltaf var þessi skugga- vera jafn fjarri mér. Ég fann þó, að þar sem veran gat farið, þar átti mér að vera óhætt að fara líka. Hversu lengi ég var svona á gangi, veit ég ekki, en skyndilega birtist mér eitthvað svart og þegar ég gætti betur að og fór að hugsa mig um, mundi ég, að þetta var kofinn hennar Karenar, en hann stóð í útjaðri hrauns- 28 fálkinn ins. Nú sá ég veruna gera eitthvað undarlegt við inngangsdyrnar, rétta aðra höndina upp undir þakskeggið rétt fyrir ofan dyrnar og nú þóttist ég þekkja veruna. Hún var engin önn- ur en Karen sjálf. Hún var auðþekkt á stórum klút sem hún hafði ævinlega bundinn um hárið. En — skyndilega varð mér heldur en ekki hvert við: Karen hafði látizt á sjúkrahúsi fyrir mörgum vikum síðan! Hér hlaut sem sagt að vera um einhverja aðra manneskju að ræða. En nú var ekki nokkra lifandi sálu að sjá. Ég hljóp í kringum kofann og hrópaði, en gat hvorki heyrt neitt né séð. Ég fór aftur út í hraunið eins langt og ég þorði, en þar var ekkert að sjá og ógnir óveðursins hröktu mig aftur að kofanum. Ég rétti hendina upp undir þak- skeggið eins og ég hafði séð veruna gera, og þar fann ég lykilinn að úti- dyrunum. Ég flýtti mér inn cg tók upp eldspýtustokk úr vasa niínum. Daufur logi eldspýtunnar sýndi mér að allt stóð óhreyft nákvæmlega eins og það hafði verið, þegar Karen gamla var flutt á sjúkrahúsið. Á kommóðu stóð lampi, hálffylltur af steinolíu og í einu horninu stóð hálmstóll. Við hliðina á arninum var hrúga af mó og öðrum eldivið. Mér tókst fljótlega að kveikja upp. Ég settist í stólinn og meðan hitnaði upp í kofanum, rann upp fyrir mér eftir- farandi: Einu sinni hafði ég gert ofurlítið við þetta hús, og þar sem Karen var fátæk, vildi ég ekki taka neina greiðslu fyrir það. Hún sagði um leið og við kvöddumst: — Ég skal ekki gleyma að gera þér einhvern tíma greiða í staðinn. Fólk hló að mér og sagði að þetta væri hugarburður, en var það eintóm ímyndun? Ég er sannfærður um, að Karen gamla hafi gert mér þennan greiða, enda þótt hún væri ekki lengur á meðal okkar, —- og það var einmitt þessi greiði, sem bjargaði lífi mínu. O. C. FYRIRBOÐI Þetta gerðist fyrir 20 árum. Elzti sonur minn, 7 ára, dvaldist uppi í sveit og kunni vel við sig þar. Daginn sem við ætluðum að sækja hann fór ég í búðir að kaupa sælgæti handa honum. Skyndilega kemur undarleg- ur órói yfir mig. Ég var gráti næst og sagði manninum mínum frá þeirri angist sem ég væri heltekin. Klukkan var um sex. Allt kvöldið leið mér jafn illa. Klukkan ellefu um kvöldið kom hraðskeyti. Drengurinn var hættulega veikur. — Ég vissi það. Ég vissi að honum leið hræðilega illa og ég gat ekki hjálpað honum. — Dreng- urinn komst yfir veikindin. En hver sendi mér boðin frá honum? Móðir. Um síðustu áramót hleypti FÁLK- INN af stokkunum öðru sinni Bingó- keppi meðal lesenda sinna, en í þetta skipti var hún umfangsmeiri og glæsilegri en áður. Keppnin fór fram í tíu blöðum og voru jafnóðum, veitt verðlaun öllum þeim, sem hlutu X eða T-Bingó. Svo til daglega komu á skrifstofur okkar lesendur til að tilkynna Bingó og sækja vinning um leið. Vinningarnir voru af ýmsu tagi, konfektkassar, undirföt, hárgreiðsl- ur, bækur, áskriftir að Fálkanum og fleira, og gátu menn valið úr þeim. Það kom fljótt í ljós, að þátttakan í Bingóinu var óhemju mikil, enda var Bingó í tííku á þessum tíma og orðið að hálfgerðum faraldri hér í bænum, svo að mörgum fannst nóg um. Heldur mun Bingó-æðið vera í rénun í seinni tíð, að því er bezt verður séð. Alls hlutu 84 Bingó í Bingó-keppni Fálkans, og voru um þriðjungur þeirra utan af landi. Allir þeir, sem hlutu Bingó, hlutu jafnframt réttindi til þátttöku í lokakeppninni. Hún fór fram í Breiðfirðingabúð á sumardaginn fyrsta, eins og ákveð- ið hafði verið, og var þá keppt um Kelvinator-ísskáp, að verðmæti 16.000 krónur. Breiðfirðingabúð var þétt- skipuð fólki bæði uppi og niðri, og komust færri að en vildu. Góð stemn- ing ríkti allt kvöldið og mikill spenn- ingur. Sá lukkulegi, sem varð 16.000.00 króna ísskáp ríkari eftir skemmtun- ina, varð Guðmundur Sigurjónsson, Ytri-Njarðvík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.