Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 7
vona svo aS heppnin verði með okkur hjónunum og ég fái eitthvað að lesa meðan frúin er í greiðslunni. Kær kveðja. K. MÞetta era „PARNALL" heimilistækin Fegurð og foreldrar. Heiðruðu herrar. — Það hef- ur mikið verið rætt um feg- urðardísir þessa dagana og þið hafið komið mikið þar við sögu. Ég kann vel að meta fegurð og yndisþokka kvenna, en ekki get ég gert að því, að þessar samkeppnir minna mig alltaf á hrúta- og hrossasýn- ingar. Hér á landi er að vísu svokallað lýðræði og lýðveldi, — ég veit satt að segja ekki muninn á því, — og mönnum er frjálst að gera það, sem þeir vilja. Ég get því ekki lagt til, að keppnin verði bönnuð, heldur vil gera það að tillögu minni, að stúlkurnar verði að litlu vérðlaunaðar, en for- eldrar þeirrra njóti heiðursins fyrir að hafa smíðað svo fagr- an grip. Bubbi. Svar: Mjög athyglisverö tillaga, viö vonum, aö Einar Jónsson gefi henni gaum. Enskuslettur. Kæri Fálki. — Hvernig er það, er enskan orðin eitthvert yfirstéttarmál? Að minnsta kosti hafa ýmsir mjög gaman að því að láta sjá, að þeir skilji ensku. Ég labbaði mig niður Laugaveginn um dag- inn og þá sá ég, að í glugga á einni sjoppunni stóð: It’s Dairy Queen time. Þessari setningu var slegið uppáhálfa rúðu, og satt að segja sló það mig að sjá þetta. Það skyldi þó aldrei fara svo að við ís- lendingar lægjum eins hund- flatir fyrir enskunni og Danir og Þjóðverjar. S. Svar: Já, viö tölcum undir fietta, þaö er mjög leiöinlegt aö sjá enskar auglýsingar í islenzkum blööum og búöum. Auglýsendur œttu aö sjá sóma sinn i því aö auglýsa vörur sínar á eigin máli. H j ónakrossgátur. .... Nú sendi ég ykkur úr- lausn á Hjónabandskrossgát- unni; ég er nú ekki búinn að ákveða bókina enn, en konan er ákveðin að láta greiða sér, ef heppnin verður með. Ég Draumaráðningar. Kæri Fálki. — Það er oft, sem mig dreymir ýmislegt og stundum bara merkilegt. En ég á erfitt með að ráða draum- ana og þess vegna langar mig að spyrja þig Fálki minn góð- ur, hvort þú getir ráðið ein- hverja drauma, sem mig kann að dreyma. Eg veit nefnilega ekki um neinn annan, sem getur ráðið drauma fyrir mig. Stína. Svar: Blaöiö hefur því miöur engan þátt um draumaráöningar, en viö getum bent yöur á Skúla Skúlason stjörnuspámann, hann getur áreiöanlega ráöiö draum- inn aö einhverju leyti og birt í liinu vikublaöinu. Útkoma blaðsins. Okkur barst fyrir nokkru þetta bréfkorn frá hinum kunna liagyrðingi Hirti Hjálmarssyni á Flateyri; — Svo er hér það, sem mér kom í hug, er ég las það í einu dagblaðinu, að útkoma blaðs- ins mundi falla niður vegna þess, að blaðið hefði gerzt nokkuð djarftækt við fegurð- ardísirnar okkar. Margt er, sem blað'akóngarnir kynnast og reyna. Þeir kankvísir gerast ef nokkuð á snærið hljóp. Og Fálkinn hefur fallið um helgi eina. með fegurðardísum — þó nokkuð mörgum í hóp. Við vísu þessa má bæta því, að útkoma blaðsins féll ekki niður, heldur seinkaði því vegna páskanna. Þegar þetta bréf birtist mun blaðið með með fegurðardísunum þegar komið í hendur almennings. Dægurlagasöngur. Kæri Fálki. — Hvað þarf ég til þess að geta orðið dæg- urlagasöngkona? Mig langar svo skelfing til þess að geta orðið það, en ég bara veit ekki hvernig ég á að vera. Dísa. Svar: ÞaÖ þarf aö liafa lag. | PARNALL \ © washer Fjölvirka þvottavélin — þvœr — skolar og þeytivindur Geymir í sér sápuvatnið ef óskað er. Fyrirferðarlítil og útlitsfalleg. Hentug til innbyggingar. Fljótvirkasta, vandvirkasta og þar að auki x ódýrasta strauvélin. SS AUTOHRY Þurrkari með sjólívirkum tímarofa og 3ja hita stilli. Fyrirferðarlítill og útlitsfallegur. Hentugur til innbyggingar. vinsœla þvottavélin með rafvindu, með eða án suðu Dælir úr sér upp í vaskinn. Geymsluhólf fyrir vinduna. Hagkvæm verð og greiðsluskilmálar Aðalumboð: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H.F. Skólavörðustíg 3, sími 17975/76. Útsala í Reykjavík: SMYRILL, Laugavegi 170, sími 12260. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.