Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 16.05.1962, Blaðsíða 34
MYNDAMÖT H.F. I § / m MORGUNBLAÐS 7. hœð Framleiða aílar gerðir MYNDAMÚTUM 3« í Vönduð vinna Fljót afgreiðsla I ’ PRENTMYNDAGERÐIN MYNDAMÓT H.F. MORGUNBLAÐSHÖSINU - StMI 17152 GARliIELA Frh. af bls. 24. — Kæra frú Brandt! Getið þér ekki fengið mann yðar af þessari megin- firru. Segið að minnsta kosti að þér berið fullt traust til mín. Þér haldið þó ekki að ég hafi eitthvað óheiðarlegt í hyggju í þessu máli? Gabriela roðnaði. Henni fannst hún vera nakin og varnarlaus. Henni vafð- ist tunga um tönn og fyrr en varði hljómaði hæðnishlátur Julians: — Þér skírskotið til konu minnar, herra Rasmussen. Ja, það er ef til vill ekki svo undarlegt. Einu sinni voruð þér hinn mikli kaupsýslumaður, Arnold Rasmussen, og hin saklausa Gabriela Holthuys góðir vinir. Mjög góðir vinir meira að segja...... Grafarhljóð ríkti í herberginu eftir þessi orð Julians. Gabriela sat og starði framan í mann sinn eins og hún hefði ekki skilið það sem hann sagði. Hún opnaði munninn, eins og hún ætlaði að segja eitthvað, en gat ekki komið upp nokkru orði. Rassmussen virtist hafa misst eitthvað af sínu mikla sjálfstrausti. Hann leit á þau á víxl og greip í fáti vindilinn úr öskubakkanum. Það var Julian sem loks rauf þögnina. — Ég sé, að orðrómurinn hefur haft við rök að styðjast, sagði hann og nú var hvorki kaldhæðni né reiði í rödd hans. Hann var þvert á móti sorgmædd- ur og dapur. — Ég hafði vonað að .... Hann yppti öxlum og var bersýnilega þreyttur. — Kannski að þið vilduð vera svo góð að útskýra þetta fyrir mér...... Hann hætti í miðri setningunni, þeg- ar hann tók eftir að Gabriela horfði ekki lengur á hann. Hún hafði reist höfuðið og augu hennar störðu stöðugt á dyrnar á bak við stól hans. Það var eins og hún væri að hlusta eftir hljóði í fjarska. í sama bili hljómaði skerandi óp um allt húsið. Einhvers staðar niðri heyrð- ist hurð skellt og samhljómur háværra radda barst upp til þeirra. Gabriela var orðin náföl. Hún reis á fætur og gekk í áttina að dyrunum. Andartak stóð hún kyrr í miðju her- berginu og hélt báðum höndunum fast upp að brjósti sér. Það heyrðist hlaupið upp stigann og örskömmu síðar voru dyrnar opnaðar upp á gátt og Minna stóð á þröskuld- inum. Hún var öskugrá í framan, hárið hékk í löngum tjásum kringum hrukk- óttar kinnarnar og augun voru full ótta og skelfingar. — f guðanna bænum, hrópaði Gabri- ela. — Hvað hefur komið fyrir? Minna drúpti höfði. — Jiirgen .... tautaði hún. — Það er Jurgen. Julian spratt upp af stólnum. — Upp á hverju hefur hann nú fund- ið? Ég hélt að hann væri í eldhúsinu hjá þér. Minna neri hendurnar. — Hann fór út og sagðist ætla að líta á snjókarlinn í garðinum. Komið niður! Flýtið ykkur! Gabriela ruddist fram fyrir hin, út um dyrnar og niður stigann í hendings- kasti. Frá ganginum niðri bárust radd- ir upp til hennar og hjarta hennar barð- ist ótt og títt af skelfingu. — Júrgen! Júrgen! hrópaði hún ör- væntingarfull. En engin skær og björt drengjarödd svaraði henni .... (Framhald í næsta blaði). LITLA SAGAX Frh. af bls. 24. — Nú veit ég það — .... Kanarí- eyjar. — Kanaríeyjar . ... ? — Já, þér fáið yður 14 daga frí, farið þangað og veltið yður upp úr volgum öldum Atlantshafsins, fáið yður hressandi sólbað á hvítum sandinum. Farið skjóta ferð þangað, sem þér getið hvílzt undir pálmaþaki, það er einmitt það, sem þér þurfið. Þér lokið þessari biðstofuholu hér og leggið af stað á laugardaginn. Eftir 14 daga snúið þér aftur heim, nýr og betri maður. Eins og þér vitið, getur maður ekki ekið endalaust á sama bílnum án þess að smyrja hann. Yðar smurníngsolía heitir Kanaríeyj ar. Hann stóð á fætur og þrýsti þakk- látur spaðann á mér. — Þakka, sagði hann hrærður. — Þetta var einmitt það, sem ég þarfn- aðist. Ég hringi og panta miða, meðan ég er í skapi til þess. Iiann greip símann, fimm mínútum seinna var öllu kippt í lag. — Jæja, sagði hann, og var eins og nýsleginn túskildingur í framan, — þá er reyndar ekkert eftir nema ljúka þessu okkar á milli. — Já, sagði ég, — við skulum gera út um það strax. Hvað á ég að borga fyrir viðtalið. — Tuttugu krónur, takk. Ég borgaði og óskaði honum góðrar ferðar. Þegar ég kom heim, sagði Maríanna mér frá því, að Thomassen kunningi minn hefði hringt og boðið mér í morg- unverð í klúbbnum daginn eftir. — En þú ert of þreyttur til að fara í hann. — Nei, nei, sagði ég fljótt. — Það er allt í lagi með heilsuna. Ég er ein- mitt að koma frá lækninum. Þegar ég settist við hlaðið morgun- verðarborðið daginn eftir, var ég fljót- ur að raða þremur skömmtum ofan í mig, og er ég hafði sopið þrjá snafsa, fann ég hvorki til þreytu né slappleika. — Það er stórkostlegt, hvað læknavís- indin eru langt á veg komin. Willy Breinholst. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.