Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1962, Qupperneq 24

Fálkinn - 18.07.1962, Qupperneq 24
yfir því að Bruce veitti henni eftirtekt. Hann hélt áfram að stara á hana af takmarkalausri aðdáun. Dökkhærða stúlkan hreyfði blævænginn í sífellu, en Bruce lét sig það engu skipta. — Þá er því ævintýri lokið, sagði sir Richard, sem hafði fylgzt með hverju smáatriði af miklum áhuga. — Mín kæra vinkona, lafði Channing sem hat- ar Frakkland og þá sérstaklega franskar konur, verður hæstánægð með það. Katrín hlustaði ekki á hann. Skyndi- lega hvarflaði hugur hennar til tötra- legs eldhúss í East End og hún sá sjálfa sig sitja við óheflað tréborð og hlusta á lýsingu Nellie vinkonu sinnar á ást sinni... Var það þannig sem hennar eigin augu mundu lýsa og varir hennar skjálfa þegar hún hugsaði um kossa og ástaratlot Bruce? Nú vissi hún að hún þráði að hvíla í örmum hans. Og hann þráði að hvíla í örmum hennar. Það hafði hún séð í augum hans. En þrá hans var göfug og siðfáguð, en ekki aðeins siðlaus girnd. Eða var þetta aðeins eitthvað, sem hún vildi halda? Ef til vill voru allir karlmenn eins. Og hvað hafði í raun og veru komið fyrir Nellie? Hún þorði varla að hugleiða þessa spurningu nánar, af því að hún fann til ábyrgðartilfinningar. Eins og hún bæri ábyrgð á vinkonu sinni. Nellie ... skjáta ... götustelpa ... ó- kvæðisorð gamla mannsins í verzluninni hljómuðu enn fyrir eyrum hennar. Hún vissi að þau voru ósönn. Það var ekki hægt að ásaka Nellie fyrir að vera götu- stelpa. Hennar synd var sú ein, að hún hafði elskað of heitt, treyst of mikið manni, sem var ekki hennar verður, sennilega manni, sem var eins og ógeðs- legi Skotinn, sem Katrín reyndi án ár- angurs að gleyma. Hvað eftir annað skaut hann upp kollinum í draumum hennar og gerði það að verkum, að hún vaknaði rjóð og löðursveitt. En með Bruce Glenmore gegndi allt öðru máli. Hann var maður, sem bar virðingu fyrir konum. Niðri á sviðinu var tjaldið dregið aftur frá. Augu Katrínar beindust að sviðinu. Allt í einu fann hún til kulda á öxlunum og sveipaði um sig knipp- lingasjali. Sir Richard kom henni til hjálpar og lagfærði það á öxlum hennar með sömu vélrænu kurteisinni og hann sýndi alltaf. Hendur hans minntu á rödd hans. Þær voru þurrar og ópersónu- legar. „Sumir menn eru fæddir til þess að lifa lífinu. Aðrir til þess að skoða það. Ég er í hópi hinna síðarnefndu“. Hún leit til hans og hugleiddi þessi orð. Andartak næstum öfundaði hún hann. Ef til vill var það hamingjan — að 24 FÁLKINN sleppa öllum öfgum, hvort heldur var í sorg eða gleði, — að sleppa ósærður í gegnum lífið með því að forðast vilj- andi allar hættur. Nei, þannig mátti það ekki vera. Það var ekki um slíka tilveru sem hana dreymdi þegar hún vann í kránni hjá Perkins-hjónunum. Lífið var í því fólgið að berjast og elska. Og hluti af því, af lífi hennar og framtíð, átti að vera tengt manninum, sem sat í stúkunni þarna fyrir neðan. Það fann hún á sér. Nú var andlit hans orðið að skugga í myrkrinu. Samt fannst henni enn eins og augu hans hvíldu á henni. Það var eins og sir Richard hefði lesið hugsanir hennar. Hann sagði: — Einmitt á þessari stundu ertu þegar byrjuð að kveðja mig. Þú kraupst á kné og ég hjálpaði þér að rísa á fætur. Nú hefurðu þegar gengið fyrstu skrefin — og þér hefur tekizt vel. Ég hafði mikla ánægju af hegðun þinni í hléinu hérna áðan. Þú stóðst þig glæsilega og Bruce Glenmore spriklar eins og fiskur í neti. Fyrst varð hann heillaður af þér sem óspilltu náttúrubarni. Nú er hann orðinn heillaður af þér sem slóttugri fegurðardís. Haltu bara áfram á þessari braut. Ekkert er hættulegra sálarró karlmanns en duttlungafull kona. „Þú ert þegar byrjuð að kveðja mig . . .“ Orðin festu sig í minni Katrín- ar. Þau ollu henni bæði gleði og ótta. Ef til vill hafði hann rétt fyrir sér. Hún var orðin breytt. Hún hafði vaxið, en henni fannst hún þó enn langt frá því að vera flugfær. — Það er engu líkara en þú viljir losna við mig, sagði hún. Hann þagði um stund. — Ekki fyrr en Glenmore hefur sýnt að honum sé alvara. Áður en ég fel þig á vald örlögum þínum, vil ég full- vissa mig um, að þitt hlutskipti verði ekki hið sama og frönsku dökkhærðu stúlkunnar, sem situr þarna í stúkunni á móti okkur og reynir að hylja tárin með blævængnum sínum . . . — O — Nokkrum dögum seinna fóru þau aftur til London. Það var fyrr en sir Richard hafði búizt við í upphafi. Hann gat þess ekki, hvers vegna þau færu svo snemma og Katrín spurði einskis. Daginn áður hafði hann farið „að hitta kunningja sinn“, og Katrín hafði notað tímann til þess að fara í búðir með Suzu. Þær höfðu gersamlega gleymt sér við innkaupin og keypt allt það sem þær vanhagaði um og ekki af verri endanum. Katrín mátti vera fegin að hafa Suzu í fylgd með sér. Kaupmenn- irnir héldu strax, að Katrín væri auð- velt fórnardýr, ensk stúlka, sem ekki kunni stakt orð í frönsku, en Suzu hafði lært verzlunaraðferðirnar og prúttið á grænmetistorgunum í Jamaica. Og franskan rann upp úr henni eins og baunir úr sekk. Hún hundskammaði þá og sagði að þeir væru þjófar og banditt- ar og gaf sig ekki fyrr en hún hafði fengið verðið lækkað að minnsta kosti Framh. á bls. 34. KRÓNA GÓLFTEPPI FRÁ AXMINSTER FYRIR FIMM KROSSGÁTUR Þá er komið að þriðju krossgát- unni í verðlaunakeppni FÁLK- ANS. Eins og getið hefur verið áður er keppnin fólgin í því, að lesendur eiga að ráða rétt fimm krossgátur og senda þær allar í einu til Fálkans þegar keppninni lýkur. Verðlaunin eru glæsilegt gólfteppi frá AXMINSTER eftir eigin vali fyrir 5000 krónur. Þetta eru glæsilegustu krossgátuverð- laun, sem enn hafa verið á boð- stólxun í nokkru blaði. HÉR BIRTIST 3. KROSS- GÁTAN AF 5. TAKIÐ ÞÁTT í ÞESSARI SKEMMTILEGU OG NÝ- STÁRLEGU VERÐ LAUNAKEPPNI.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.