Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.02.1963, Blaðsíða 13
FENGUM LÉÐAN STIGA HJÁ SLÖKKVILIÐINU. Um klukkustund áður en við komum á áfangastað, stönzuðum við í þorpi einu og fórum á slökkvistöðina. Ég hélt, að við þyrftum að fá þar eitthvert sérstakt leyfi, en erindið var annars eðlis. Við óskuðum að fá léðan aðalstiga slökkvi- liðsins. Dr. Cárdenas sagði í gamni, að þeir skyldu fresta öllum brunum þang- að til við kæmum aftur með stigann, ef til vill daginn eftir. Slökkviliðsmenn- irnir leyfðu okkur að taka stigann og við héldum áfram upp fjallið um skræln- aðar og brúnleitar klettahlíðar, og ég undraðist mest, hvernig svo þyrkings- legt landsvæði gæti nært slíka risajurt. Síðustu kílómetrarnir voru erfiðir fyrir gamla flutningabílinn, sem flutti okk- ur stynjandi yfir efsta leitið og fyrir síðustu beygjuna þar til við komum auga á hinn tígulega einbúa, hinn mikla chuqui kjara (sterka risa) éins og Indí- ánarnir kölluðu jurtina.. Fyrir mér var þetta göfugur einstaklingur af Puya rai- mondii. Margar mílur umhverfis þessa risa- jurt var lítill eða enginn gróður sjáan- legur á þessari þyrkingslegu grjótauðn, en þarna á Huakaqua-fjallinu var einn einstakur ,,kertastjaki“ til þess að gera 60. afmælisdaginn minn hátíðlegan. VAR FYRSTUR AÐ . TAKA LIT- MYND AF JURTINNI. Þessi jurt hafði skotið rótum frá litlu, vængjuðu frækorni nærri því öld áður en ég fæddist. Hún hafði þraukað þarna og tekið þroska sinn, þrátt fyrir svelj- andi vinda, jarðrót hitabreytinganna, þunnt loft og brennandi sólarhita. Á bol hennar mátti einnig sjá, að hún hafði staðizt íkveikjur Indíánanna, sem oft koma fyrir. Ég fylltist lotningu, er ég horfði á þennan göfuga risa. Ég varð fyrstur til að taka litkvikmynd af þessum höfð- ingja jurtaríkisins á blómaskeiði hans. Aðeins fjórar grasafræðilýsingar höfðu áður birzt frá því jurtin fannst. Það var ítalskur grasafræðingur, sem fyrst lýsti henni, seint á 19. öldinni. Hinn sex metra hái stöngull var al- settur um 50 sentimetra löngum grein- um, er gengu út frá stönglinum eins og spælar í hóli. En á hverri grein voru mörg hvít blóm um sex sentimetra í þvermál, er þöktu greinina út á enda. Á þessari jurt voru alls um 8000 blóm. Fremsti oddurinn á hverri grein er samt auður og er hentugt sæti fyrir kólibrí- fuglana, er þeir bergja á hunangslind- um jurtarinnar. Þótt ég hefði reynt að gera mér í hugarlund, hvernig þessi ógnarstóra jurt liti út í raun og veru, voru áhrifin af að standa þarna undir henni í blóma lífsins, svo stórkostleg, að mér fannst engin samlíking eiga fremur við en ævintýrið um „Lísu í Undralandi“. Kraftaverkið þarna var ennþá ótrúlegra er þess var gætt, að það stórvaxnasta af öðrum gróðri á þessum slóðum var ekki hærri en tvö fet, í mesta lagi. Eftir talsverða fyrirhöfn tókst okkur að koma stiganum svo fyrir, að hægt væri að komast upp í blómstöngulinn, yfir hina þyrnóttu blaðkrónu jurtarinn- ar, sem umlykur blónastöngulinn að neð- an. Það var svei mér heppilegt, að við höfðum stigann með, því annars hefð- um við ekki náð í blómin án þess að skemma jurtina. Einn fylgdarmaður okkar fór úr skón- um og kleif upp stöngulinn með því að grípa um greinarnar og lesa sig þann- ig upp eftir stönglinum þar til hann kom upp að efstu greinunum, þar sem blómin voru ferskust og fegurst. LEYNDARDÓMURINN UM VAXTAR- STAÐ ÞESSA EINSTAKLINGS. Ekki komumst við að neinni niður- stöðu um þá dularfullu staðreynd, að þessi tígulega jurt óx á þessum stað, því hún var óralangt frá næsta þekkta vaxtarstað tegundarinnar. Enginn ann- ar einstaklingur þessarar tegundar á neinu vaxtarskeiði, óx á Huakaqui-fjalli. Og nú var blómkróna þessa einstakl- ings tekin að blikna, og jurtin sjálf mundi brátt hverfa til moldar. Var þessi eina jurt síðustu leifar af stórri þyrpingu, er vaxið hafði áður á þessum slóðum, eða hafði vindurinn bor- ið fræið frá vaxtarstöðvum jurtarinnar Framh. á bls. 28. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.