Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 06.02.1963, Blaðsíða 37
Eitt orð við ... Framh. af bls. 29 tekninga. Þetta er að minnsta kosri svona á gömlu dönsunum. Hitt þekki ég ekki. En unga fólkið núna er fyr- irmyndarfólk. Ég hef mikla trú á unga fólkinu. — Varstu ungur þegar þú samdir fyrsta lagið? — Já, ég hef verið ungur. Þá spil- aði maður þetta eftir eyranu. — Þú fæst talsvert við að semja lög. — Ég hef sent nokkur í þessa danslagakeppni. Þær eru það sem hafa fleygt þessu fram hjá okkur. — Stungið af, var mjög vinsælt hér fyrir nokkrum árum. — Já, það náði talsverðum vin- sældum. Við getum sagt að það hafi hitt. En mér fannst það ekkert betra en mörg önnur. Það er svo misjafnt hvernig lög hitta. Annars var þetta lag „Stungið af“ að fara illa með mig um tíma. Það glumdi við manni síknt og heilagt. Ef farið var í bíó þá glumdi það þar. — Hefurðu nokkur önnur áhuga- mál? — Nei, þau eru öll á sviði tónlist- ar. Ég hef t. d. mikinn áhuga á blönduðum kórum. —Hver er eftirlætis harmoniku- leikarinn þinn? — Tvímælalaust Thoralf Thorleif- sen. — Og svo við snúum okkur að öðru: Hvernig er afkoman? — Ég vinn mikið og þess vegna er hægt að segja, að hún sé nokkuð góð. — Og ná menn alltaf í sína ,,nikku“ úr viðgerð? — Já, þeir gera það yfirleitt. En mér finnst eins og menn séu að verða kærulausari nú en þeir voru áður. Löigregluvakt Framhald af bls. 21. — 9723, Umferðardeild, Já, við skul- um athuga þetta og láta ykkur vita. Við förum til baka og Sigurður segir okkur frá hvernig þeir sitji stundum fyrir bílum hér á Reykjanesbrautinni. Þá staðsetja þeir annan bílinn uppi á hæðinni og hinn niður undir Nesti. Svo kallast þeir á og taka tímann með skeiðklukku. Erlendis segir hann okkur að séu notuð radartæki í þessu augna- miði, en það mun vera tiltölulega dýrt tæki, og í flestum tilfellum allfyrir- ferðarmikið. Þó munu vera til amerísk radartæki sem hægt er að setja á hliðar- rúðurnar. Og við förum að spyrja, hvort lögreglan sé ekki of fámenn og hvort hana skorti ekki betri tæki. Það virðist vera svo, að bæði sé hún of fámenn og eins skortir hana tæki. En úr þessu er verið að reyna að bæta smátt og Framh. á bls. 38. FÁLKINN V I K U B L A Ð sem eru BOMERANG KÓP AVOGSBÍÓ sýnir á næstunni, afbragðsgóða þýzka sakamálamynd, sem stjórnað er af hinum snjalla leikstjóra Alfred Weidenmann, þeim sama sem stjórnaði úrvals- myndinni ,,Canaris“. — Manni verður það líka strax ljóst eftir að hafa séð myndina að leikstjór- inn hefur ekki tekið neinum vettlingatökum á verkefninu. Spennan og stígandin er óvenju mikil og þegar við bæt- ist góð myndataka Kurt Hasse og fjórir úrvals leikarar, verður útkoman mjög góð. Hardy Kriiger, skiiar hlutverki sínu mjög vel, enda er það eins og skap- að fyrir hann. Mario Adorf og Herst Frank skapa eftirminnilegar „típur“ sem aðstoðar- menn Roberts (Hardy Krúger), en sterkastur er þó leikur Martin Held í hlutverki Stern lögreglu- foringja. Söguþráðurinn: Við er- um stödd í Berlín, þar sem þrír ungir menn, Robert, Willy og Georg, hafa ákveðið að fremja innbrot og ræna úr pen- ingaskáp stórri fjárupp- hæð sem þeir vita að á að vera í honum. Robert er höfuðpaurinn, og það er hann sem leggur á ráð- in. Willy er eiginlega aðeins verkfæri í höndum Roberts, sem hann hefur talið á að taka þátt í inn- brotinu, en Georg sem kemur frá Hamborg, er sérfræðingur í innbrotum. Áætlunin er þaulhugsuð og allt fastskipulagt, en ennþá eru nokkrir tímar til stefnu. Meðan Georg hvílir sig á hótelherbergi sínu, fer Robert heim með Willy til vinkonu hans. Robert þekkir hana frá fyrri tíð, og hún tekur mjög vinalega á móti hon- um — of vinaleg finnst Willy, en þau hafa lengi búið saman. Willy hefur enga atvinnu, en er alltaf að bíða eftir stóra tæki- færinu, en Elsa vinkona hans vinnur á kvöldin og nóttunni á bar nokkrum. Elsa er orðin þreytt á því að bíða eftir því að hann aðhafist eitthvað og nú þegar hún sér Robert aft- ur vaknar ást hennar á ný. En nú vaknar afbrýði- semi hjá Willy, og þegar hann nokkru seinna sér Robert kyssa hana verð- ur hann æfur af afbrýðis- semi og hringir í lögregl- una og segir henni frá hinu fyrirhugaða innbroti. Á fyrirfram ákveðnum tíma hittast þeir svo allir þrír, Robert og Georg án þess að vita að lögreglan hefur búið um sig á inn- brotsstaðnum og bíður eftir þeim. Þegar þeir svo með mikilli fyrirhöfn eru komnir að peningaskápn- um eru þeir skyndilega umkringdir af lögreglu- þjónum. Robert tekst með miklu snarræði að sleppa burt, en bæði Willy og Georg eru gripnir og sett- ir í handjárn. Á flóttan- um skýtur Robert einn lögregluþjón til bana, og fær sjálfur skot i fótinn. Robert er eltur eins og villidýr gegnum nótt stór- borgarinnar. Lögreglunni tekst undir stjórn lög- regluforingja að þrengja æ meir og meir hringinn að honum. Stern verður það nú ljóst að sá sem hann er að elta er sami maðurinn sem bjargaði lífi hans á stríðsárunum. — jv. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.