Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 06.02.1963, Blaðsíða 17
gátu þeir keypt stóra flösku á 500 krón- ur. Sektirnar voru aðeins lítið brot af því, sem skálkarnir græddu á fyrirtækinu. Það kom nefnilega í ljós, að þeir seldu að jafnaði þennan ástardrykk sinn fyrir 50.000 krónur á mánuði. Þegar drykk- urinn var efnagreindur, kom í ljós, að hann var gerður úr ósköp venjulegu drykkjarvatni með ofurlitlu af litarefni út í! Ástarmeðölin hafa alla tíð byggzt á hlægilegri hjátrú samfara hinum furðu- legustu samsetningum ólíklegustu hluta eins og dúfnablóði, heila úr spörvum, hjörtu úr leðurblökum, höggormstungu, afklipptum nöglum og svo framvegis. Ævinlega hefur verið rækilega höfðað til trúar manna á kraftaverk. Því að þar sem skynseminni sleppir, tekur hjátrúin og óskhyggjan við. Það er alkunna að allt til skamms tíma létu ástfangnir yngissveinar hér á íslandi rótarhýði af brönugrasi undir svæfil stúlkunnar, sem þeir elskuðu, til þess að ná ástum hennar. En hvers vegna einmitt brönugrös? Jú, það hefur sínar orsakir. Brönugrösin heyra til stærstu plöntu- ættar jarðarinnar, sem telur ekki færri en 18.000 tegundir. Þegar ástfanginn ungur maður kaup- ir,orkídeu handa unnustu sinni nú á dög- um hugsar hann tæplega um það — og hún veit það sennilega ekki heldur — að þetta blóm býr yfir sterkum ástar- mætti. í öllum löndum og allt frá öllum tímum hafa orkídeurnar verið settar í samband við frjósemina. Orkidean er einmitt brönugrasategund. í „íslenzkum þjóðháttum“ eftir Jón- as Jónasson frá Hrafnagili segir svo um efni það, sem spjallað hefur verið um hér að framan: „Þegar piltur og stúlka voru orðin fullorðin, tóku þau að gefa hvort öðru auga, og var þá margt að athuga. Þegar ástir lifnuðu milli pilts og stúlku, var að vísu ekki mikið um það að segja. Það gekk þá vanalega eins og í sögu, eins og það gerir enn í dag. En ef ein- hverjir erfiðleikar voru á því, að stúlk- an vildi líta við manninum eða piltur- inn stúlkunni .... þá vandaðist málið. Þó var fólkið ekki alveg ráðalaust, því að víða spretta brönugrösin eða hjóna. rótin. Ræturnar voru kröftugastar til þeirra hluta.Undir hverju grasi eru tvær rætur, önnur hvöt, en hin blauð. Má þekkja þær sundur á því, að ef þeim er varpað í vatn, flýtur hin hvíta rótin, en hin blauða sekkur. Ræturnar skal grafa vandlega úr jörðu og gæta þess, að enginn angi slitni af, því að ef svo fer, missa þær kraft sinn. Til þess að ná ástum einhvers skal leggja aðra rótina undir höfuð (kodda) þess, sem maður vill ná ástum af, án þess að hann viti af, en hina skal leggja undir sinn kodda. Er það sagt nær óbrigðult, ef rétt er að farið. Sumir segja, að leggja skuli hvötu rótina undir höfuð kvenna, og svo aftur á móti, ef duga skal. Sagt er og, að piltar eigi að vekja sér blóð og koma því einhvern veginn ofan í stúlk- una sem þeir vilja ná ástum af, og það án þess að hún viti, og dugi það vel. Þá er og gott að taka svartan agat, skrifa nafn sitt á hann, skafa nafnið ofan í messuvín og gefa stúlku þeirri, er maður girnist. Mun hann þá ná ást- um hennar. Ýmis önnur ráð voru til þess að ná ástum en þessi, en ástadrykk- ir af útlendum rótum runnir hafa aldrei tíðkast hér á landi. Þá var og margt smávegis, sem hafa mátti til marks um ástir og giftingar: * Ef piltar eða stúlkur hafa hvíta bletti á nöglum, þýðir það, að jafnmarg- ir hafa ást á henni og blettirnir eru margir. * Ef stúlka setur upp karlmannshatt eða fer í einhverja flík af karlmanni, er það merki þess, að henni lízt á mann- inn. * Ef ókvæntum manni losnar skó- þvengur, þá á hann skammt til gifting- ar. * Ef maður finnur sokkaband af stúlku, á hann seinna eftir að komast í tæri við hana. * Ef kvæntur maður er góður við köttinn, verður hann líka góður við konuna sína. * Ef stóra táin á manni er lengri en sú næsta, á maður að taka niður fyrir sig, en ef hún er styttri, þá á mað- ur umtalslaust að taka upp fyrir sig. * Ef maður er fæddur að degi til, á maður hægri höndina, og er þá vinstri höndin konuhöndin. Ef maður er fædd- ur að nóttu er það öfugt. * Ætíð má lesa út úr æðunum á handarbakinu, t. d. konuhendinni, fyrsta stafinn í nafninu á konu þeirri, sem maður á að hljóta, og eins má lesa hana úr sömu æðum á mannshendi kon- unnar. * Ef einhver giftist ekki, á hann að hljóta þá hegningu í öðru lífi, að mala í handkvörn húfulaus til dómsdags. Svo Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.