Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 06.02.1963, Blaðsíða 19
Hann lítur út fyrir að hafa ætlað séí að þeysa inn um gluggann á hestbaki og í öllum reiðtygjum. Thérésia hallaði sér enn lengra út. — Góðan daginn, Bonaparte hershöfð- ingi, yndislegur dagur, hvílíkur morg- unn fyrir einn mansöng! — Ó, þegiðu, tautaði Josephine og burstaði hárið í ákafa. — Reyndu að koma honum í burtu! Hvar er púðrið, hvar er augnabrúnaliturinn? — Jú, jú, greifafrúin er vöknuð, kurraði Thérésia auðmjúklega niður til riddarans. Hún bað mig að skila kveðju og segja, að hún vildi gjarna hlusta á korsíkanskan mansöng, meðan hún líkur við að snyrta sig. — Reyndu að hafa ofan af fyrir litla fíflinu, hvæsti Jóséphine og bar bláa litinn á augnalokin. Ég heyri hvernig þessi óvættur ríður fram og aftur og treður niður rósarunnana mína! — Ég skil ekki hvað hann sér við þig, sem ég ætti ekki líka að hafa til að bera, frísaði Thérésia á móti. Hún sneri sér tígulega að glugganum — Litla greifafrúin de Beauharnais er að verða tilbúin! -— Hann ætlar að lesa upp fyrir þig! — Þú hefur púðrað þig of mikið, þú lítur út eins og þú þjáist af tæringu! — Heldur þú að ég sé heyrnarlaus. Lokaðu glugganum! — Greifafrúin er að deyja af eftir- væntingu eftir að heyra yður lesa upp, hershöfðingi! Komið þér nær! Og hinn ástfangni Napoleon las upp: „En þegar þeir fengu að sjá Helenu, þar sem hún dvaldist í turninum, hvísl- uðu þeir hver að öðrum: Ekki er að furða þótt Trójumenn eða hinir skinn- klæddu Akajar geti þolað og liðið svo mikið og svo lengi fyrir jafndásamlega konu! Sannarlega er hún eins og sjálfar gyðjurnar á að líta!“ Vinkonurnar tvær, Thérésia Tallien og Joséphine Beauharnais drukku café au lait við opinn gluggann og töluðu um vorið. Riddarinn var farinn á braut og hafði látið eftir sig næstum upp- étinn narsissu-reit og tvo troðna rósa- runna. — Hvað finnst þér um þennan Bona- parte? spurði Joséphine og fægði litla nögl, sem gljáði eins og perlumóðir. Finnst? Svört augu Théresiu ljóm- uðu. — Ég veit sitt af hverju um Napo- leon. Hefur greifafrúin áhuga? Hefur hann kysst þig, eftir á að hyggja? Litla neðrivörin á Joséphine sýndi vott um fyrirlitningu. — Kysst mig! Þessi litli þorskur, þessi montni aula- bárður! — En hann hefur fallegar, hvítar tennur, hélt Joséphine áfram hugsi og stakk upp í sig möndluköku. Maðurinn minn sálugi sagði alltaf, að hvítar tenn- ur einkenndu uppskafninga. Tigið fólk hefur alltaf gular, Ijótar tennur. — Nú, hvernig kyssir hann? ★ — Leyfir frúin að ég setjist hér? Vordagurinn var að kvöldi kominn og öll París hafði safnast saman í sam- komusölum greifafrúar de Beauharnais, Rue Chantereine. Joséphine vafði að sér hvítu, felldu sjalinu og kinkaði náð- arsamlega litlum, glóhærðum kollinum. Napoleon settist og tók að virða hana náið fyrir sér. Dálítið bros lék um var- ir hans allan tímann, en hann sagði ekki orð. Horfði aðeins á hana. Þangað til Joséphine tók eftir að hún roðnaði eins og lítil skólastelpa. En eftir sem áður sagði hann ekkert. Greifafrúin roðnaði enn meira, og þetta fyllti hana rétt- látri reiði. Ætlaði hann að gera hana hlægilega? Fólk byrjaði að góna. Théré- sia Tallien var stríðnisleg á svipinn og frú Récamier flissaði gætilega. Hún skyldi svo sannarlega sýna honum í tvo heimana, þessum litla uppskafningi. Joséphine sneri sér við og horfði beint í augu Napoleons — og það kom alveg í sama stað niður. Hvílík augu hafði hann, þessi hershöfðingi, djúp og skær. Og hve undarlega hrífandi bros. Allt í einu mundi hún hinn fagra draum morgunsins. — Hershöfðinginn á fallegan hest! varð henni loksins að orði. — Þér höfðuð önnur orð við mig í morgun, sagði hann ákafur. Hann laut fram, svo að hún gat mjög greinilega séð hvítar tennur hans. — Mér hefut' skilist á frú Tallien, að yður sé ekki alveg sama um mig, hélt hann áfram og horfðist í augu við hana. — Er það rétt? — En, stamaði Josephine, — en ég þekki... Bros Napoleons varð enn hlýlegra og alveg dáleiðandi. — Já, ekki satt, sagði hann. — Þér þekkið það þá líka! Þér hafið allt til að bera, sem mér finnst eftirsóknarvert í fari konu, fegurð, fágun, tign og virðuleika, tónlistargáfu og veraldarvana. -— Hann greip í hönd hennar. — Eigum við að lýsa yfir trúlofun okkar í kvöld? — Ég þekki, stamaði Joséphine aftur. — Ég þekki.. . — Já, ekki satt, sagði Napoleon ákaf- ur. — Þér þekkið það, að við erum sögð hvort fyrir annað. Óviðjafnanleg fegurð yðar og snilli mín! Saman mun- um við tvö leggja undir okkur heiminn! Með yður við hlið mína er ég ósigrandi. Við trúlofum okkur nú, ekki satt? — Já, hvíslaði Joséphine frá sér numin. Kóngssonurinn í draumi morg- unsins hafði skyndilega sameinazt hinum bráðlifandi Napoleon. — Og demanturinn á stærð við lævirkjalegg? bætti hún við hálf raunamædd. — Hann kemur, sagði hershöfðinginn hlæjandi. Joséphine var enn hálf sorgbitin, þegar lýst var yfir trúlofuninni. Allir gestir hennar, og það voru allir, sem einhvers máttu sín í París, hópuðust umhverfis lágan legubekkinn með glös- in á lofti. — Lifi Bonaparte! Lifi Joséphine fagra unnustan hans. Joséphine bar glasið ósjálfrátt að örum sér. Á morgun yrði hún að reyna að koma sér úr þessari klípu. Hún stalst til að líta á unnusta sinn, sem strauk langt hárið hlæjandi aftur á hnakka. Joséphine dró andann ört. Hún hafði ekki tekið eftir einbeittri höku hans fyrr. Hún var hörð eins og fjall- garður. Einmitt þá vildi það til. Eitthvað sprakk fyrir framan hana, og hún varð rennvot af kampavínsfroðu frá hvirfli til ilja. Lítill kvenvargur, kornung stúlka, sem leit út fyrir að vera utan af landi, með gneistandi svört augu, stóð eins og negld niður frammi fyrir þeim og skrækti: — Svo að þú hefur látið mig sigla minn sjó, Napoleon Bonaparte! Kvenvargurinn hvarf jafn snögglega og hún hafði komið, og Napoleon varð fölur í andliti af bræði. En Joséphine brosti í kampinn. Var hann svona eftir- sóknarverður, unnustinn hennar? Þá gegndi nú öðru máli. Allt öðru máli! Og Joséphine brosti yndislega í renn- blautum kjólnum, lagði höndina laust á hné hans og sagði: — Láttu ekki þetta litla hlé eyðileggja kvöldið okkar. Hafðu mig afsakaða aðeins eitt andar- tak. Ég verð að fara upp og skipta um föt. Hershöfðinginn kingdi reiði sinni, og hjarta hans svall af stolti, er hann sá litlu unnustuna sína hverfa upp stig- ann. Hvílíkur virðuleiki, hvílíkur drottningarglæsileikur. Það var ekki til sú aðstaða, að komið gæti fát á hana Joséphine hans! Franski herinn flæddi með báli og brandi yfir Ítalíu með Bonaparte sem æðsta yfirmann. Sigur eftir sigur lagði hann að fótum konu sinnar. Hver sendi- boðinn á fætur öðrum var sendur til Parísar með brennandi ástarbréf. Frú Tallien og Bonaparte fóru í venjulega ökuferð sína síðdegist út að Versölum. — Löngunarfullur elskhugi er eitt, löngunarfullur eiginmaður er allt aðannað, eitthvað blátt áfram hlægi- legt! Joséphine barði reiðilega með hanzkaklæddri hendi í silkipúða veiði- vagnsins. — Og þessar eilífu bænir hans um að ég komi niður á Ítalíu. Hvenær varð það eiginlega venja, að eiginkonan ætti hlutdeild í herbúða- lífi manns síns? — Nei, það er í rauninni dónalegt, samþykkti Thérésia. — Einkum þegar maður veit í hvers rúmi þú vilt helzt liggja. — Hippolyte Charles er aðeins góð- ur vinur! Joséphine roðnaði dálítið. — Hann er geðþekkur, ungur maður, sem skemmtir og styttir mér stundir, þegar dagarnir eru of leiðinlegir. — Vissulega! sagði Thérésia og hló góðlátlega. — En gættu þín fyrir Letita tengdamóður og öllum hópnum af yndislegu, ltlu smákonunum, Eli,sa Paul- ine og Caroline og fyrir alla muni Framh. á bls. 31. fXlkinn 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.