Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1964, Blaðsíða 31

Fálkinn - 06.04.1964, Blaðsíða 31
Fyrirgefning Framhald af bls. 10. stelpa, sem eitthvað aðmaði að. Henni fannst það gott, og hún fann með sjálfri sér, að það var reyndar ekki alvarlegra en þetta, sem að henni gekk, hana vantaði dálitla ástúð, ögn af þolinmæði og skilningi. Úr þessu varð svo smávegis vinátta, og ósköp lítið meirá þegar fram í sótti. Þetta var þó ekkert alvarlegt eða djúp- sætt, sem betur fór, og dó fljótlega út hjá báðum. Þau voru ólík, hann var allur í skáldskap, og reyndar líka brennivíni, hún komst fljótlega að því að hann bragðaði vin næstum daglega, þó lítið bæri á því. Hún varð ánægð þegar ævintýrinu var að fullu lokið, óþægindalaust. Það fylgdu því áhyggjur að standa í þessu, og henni fannst sér það tæplega samboðið heldur. Var líka alin upp á siðavöndu fyrirmyndar heimili og hafði aldrei beðið þess bætur. Að ævintýrinu loknu tók hún sér sitthvað fyrir hendur, því hún hafði mikinn tíma afgangs frá heimilinu, þar sem þau voru barnlaus, hjón- in. Kvenfélagið, bazarnefndir, bridgeklúbbar, það var hægt að finna sér næg afþreyingar- efni. Svo hafði hún ekkert hugsað um þetta í langan tíma, þangað til núna, að hann var farinn. Ef hann væri nú búinn að frétta um þetta allt. Einhver hefði minnzt á það við hann. Kjána- legt að vera að hugsa um þetta núna. En hún gat ekki ýtt því frá sér, hvernig sem hún reyndi. Og hér dugði engin vin- kona, ekki tónleikar, félagslíf, ekkert. Konan hættir upprifjun sinni, stendur upp og reynir að finna sér verkefni, iðjuleys- ið eykur alla vanlíðan. í því bili er dyrabjöllunni hringt. Katrín vinkona hennar stendur á tröppunum, og þær heilsast hjartanlega. Konan hitar kaffi, þær sitja og rabba, hvolfa bollum og spá í gromsið, upp á grín. Þarna er maður í bollanum, stór og myndarlegur, einnig lukkustöð og óvæntar fréttir. — Drekktu þennan spádóm ofan í þig, það skaðar ekki — segir Kristin og brosir glett- in. Þær tala um marga hluti, bæði andlega og veraldlega, og síðast dettur Katrínu hug að hafa smá kaffiboð í kvöld, hún verðúr ein heima, þvi maður- inn hennar ætlar á fund. Þær gætu farið í andaglas að gamni. — Það er bara verst að það kemur aldrei nokkur andi að finna mig, — segir konan, og hlær við. Hún var óvenju óþreyjufull það sem eftir var dagsins, beið kvöldsins með eftirvæntingu, hvers vegna vissi hún ekki, henni fannst ekki mjög gaman að þessu andaglasaflangsi, og fékk aldrei boð hinum megin frá, var bara með í þessu af félagslyndi, og til þess að drepa tímann. Þær mættu heima hjá Kat- rínu stundvísiega klukkan niu. Fyrst var drukkið kaffi, síðan hófust þær handa. Stórt hvitt pappírsblað var breitt á borðið, þar á var allt stafrófið skrifað, og auk þess já og nei, til hægðarauka. Katrín hvolfdi krystallsglasi á borðið, og gerði svo kross- mark yfir allt saman. Konurn- ar lögðu vísifingur hægri hand- ar á glasið, alvarlegar. Lengi vel gerðist ekkert. Þær töluðu saman í lágum hljóðum, og reyndu að venja handlegg- inn við þessa óþægilegu stell- ingu. Það virtist ætla að ganga seint að ná sambandi. — Þetta er svo afskaplega misjafnt, stundum koma þeir strax, en oft þarf maður að bíða lengi. Allt að því heilan klukkutíma, sagði Katrín, og mæiti af reynslu. Konan var í undarlegu skapi, spennt, með roða í kinnum, en lét á engu bera og tók lítinn þátt í samræðum hinna. Þær voru orðnar dauðþreytt- ar i handleggjunum, loksins þegar glasið fór að hreyfast. Það tók stórar sveiflur fram og aftur eftir hvítum pappírn- um, en nam ekki staðar við neina ákveðna stafi. — Þeir eru oft góða stund að átta sig, sagði ein konan, þolinmóð. — Við gætum reynt að spyrja einhvers, sagði önnur. — það hjálpar oft til. — Hver ertu? spurðu þær. Glasið tók enga afstöðu. — Við hverja okkar viltu tala? spurði Katrín. Glasið tók þrjár sveiílur og sl ðnæv- ’-'st svo á Já. —- Þú viit taia við okXui aliar? Eins og örskot renndi glasið sér á Nei. — Það er eitthvað, sem i, ufl- ar, kannski þessi gerfitungl og þotur, sem þeir eru alltaf að senda út í himingeiminn, hvað veit maður, það getur haft sín áhrif, sagði einhver, skaplega. Hinar kinkuðu kolli. — Það gæti líka verið ein- hver, sem er nýdáinn, sagði Katrín. Konan kipptist við. Kannski einhver ... hún lauk ekki við setninguna, því hún tók eftir því að hinar litu allar á hana. Nú var glasið grafkyrrt, Þetta ætiaði að verða til ein- skis. Allt í einu fór það aftur af stað, og nú hægt og markvisst.' — ÉG — VEIT — ÉG — SKIL — ÉG — FYRIRGEF — stafaði glasið, viðstöðulaust. Síðan ekkert meira. — Hver ertu? Engin hreyf- ing kom á glasið. — Við hverja okkar ertu að tala? Glasið hreyfðist ekki. Konurnar biðu góða stund enn, þreyttar og dofnar í handleggj- unum, en það var árangurs- laust. Loks gáfust þær upp. Þær settust aftur við kaffiborð- ið, þurfandi fyrir hressingu. — Það hefur aldrei gengið svona stirðlega, sagði Katrín, hálf afsakandi. Við þessu var ekkert að segja. betri árangur næðist næst, því sannarlega höfðu þær oft fengið dásamleg Framh. á bls. 36. Kæri Astró. Ég er fædd á .... klukkan 2.00 e. h. Geturðu sagt mér eitthvað um framtíðina mér til handa. Ég er gift, hann er fæddur .... að morgni til held ég. Hjónabandið hefur staðið í sex ár, og gengið vel hingað til, hvað sem verður. Við eigum þrjú börn. Heldurðu að við eignumst fleiri og svo að síð- ustu. Heldurðu að rætist nokk- urntíma úr fjárhagsvandamál- um okkar, þau eru sem sagt fremur bágborin á köflum? Gjörðu svo vel að sleppa fæðingarstað, degi, mánuði og ári. Virðingarfyllst og með fyrir- íram þökk. Móðir. Svar til Móður. Júpiter verður í áttunda húsi frá aprí] 1964 til apríl 1965. Svaða hans í þessu húsi bendir til þess að sameiginleg fjármái ykkar hjónanna muni blómstra á þessu timabili og þið eigið mun auðveldara með að afla ykkur tekna heldur en að vanda hefur látið til þessa. þetta tímabil er mjög hentugt að nota til að festa kaup á fast- eignum og yfirleitt að bæta við eignir sínar upp á það að þær endist vel. Það er samt rík nauðsyn á að hafa náið sam- band um þetta efni við maka sinn. Júpiter í öðru húsi bendir til þess að fjármálin muni fara batnandi þegar stundir líða fram. Þér mundi ganga vel í verzlun og viðskiptum þar sem teknar væru áhættur. Eiginmaður þinn er fæddur undir sama stjörnumerki og þú það er að segja merki Tvíbur- anna. Þið hafið því líkar grund- vailarskoðanir til hlutanna og þurfið talsverða tilbreytingú öðru hverju til þess að þið séuð ánægð. Ykkur er mjög ráðlagt að kynna ykkur menn og mál- efni með því að lesa og kynna ykkur bókmenntir því þeir, sem undir ykkar merki eru fæddir eiga auðveldara með að skiija hlutina heldur en þeir, sem undir öðrum merkjum eru fæddir og eru því gáfaðir að því leyti til. Hins vegar er þetta merki ekki frjósamt merki, því þeir sem hafa vitundina í hug- arheiminum hafa ekki ríkt til- finningalíf og eru þar af leið- andi ekki frjósamir. Það er þvi með ólíkindum að ykkur verði barna auðið. Skynsemin og fyrirhyggjan hefur of sterk ítök í ykkur til þess að þið ofur- seljið ykkur kynnautninni. Afstöður Sólarinnar í stjörnu- sjá þinni árið 1966 og 1967 eru mjög hagstæðar upp á fjár- máiin og heiður þinn yfirleitt. Þessi ár gætu ef til vill falið í sér ferðalag til útlanda eða í öllu falli í fjarlægt landshorn, og yrði það þér til mikillar ánægju. Næstu ár eru því hag- stæð í þessu tilliti. Árið 1975 verður nokkuð sér- stætt og árin þar um því tals- verðar breytingar munu þá eiga sér stað hjá þér varðandi álit þitt og heiður út á við. Árið 1979 verður mjög hag- stætt efnalega og þú munt vaxa mjög að áliti meðal kunningja þinna og vina. Þú ættir að taka sem mest þátt i félagslífinu undir þessum afstöðum og afla þér nýrra vina og kunningja. Undir þessum áhrifum þá er mjög hagstætt að leita sér að- stoðar þér eldra fólks og þeirra sem kynnu að vera í valdastöð- um. FALK.I NN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.