Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 06.04.1964, Blaðsíða 32
Trompslagur hverfur. Hér á eftir fer nokkuð skemmtilegt spil, sem ég ætla að biðja ykkur að reyna að vinna, áður en þið lesið skýr- ingarnar. Sögnin er sex spaðar hjá Suðri, doblaðir og re- doblaðir. Suður opnaði á einum spaða — flestir myndu opna á þremur eða fjórum — Vestur sagði tvö lauf, sem Norður doblaði. Ekki var Suður ánægður með það og sagði beint fjóra spaða — og enginn getur áfellzt Norður fyrir að segja sex með sín miklu spil, og þegar Vestur doblaði redoblaði Norður. Og nú skulum við líta á spilið. A Á-6 V Á-D ♦ Á-K-9-2 * D-G-10-9-7 A V ♦ * K-4-3 A G-9 V 8-7-6 ♦ Á-K-6-5-4 A A D-G-10-9-8-7-5-2 V K-2 ♦ 5-4-3 A Ekkert. Enginn 10-8-7-6-5-4-3 D-G-10 8-3-2 Vcstur spilaði út laufakóng og til þess að hjálpa ykkur aðeins skal þess getið, að fyrirsögnin — trompslagur hverf- ur — gefur nokkra hugmynd um hvernig á að spila. En reynið við spilið áður en þið lítið á lausnina. Sagnhafi trompaði laufakónginn, spilaði litlum spaða og fékk slaginn á sexið í blindum. Trompaði aftur lauf, spil- aði hjarta og vann slaginn á drottningu. Trompaði lauf í þriðja sinn. Enn fór blindur inn og nú á hjartaás og lauf trompað í fjórða sinn. Tígli spilað og tekið á kóng og síðasta laufið trompað. Því næst tók sagnhafi á tigulás og spilaði tígli sem Austur vann með drottningu. Suður átti nú eftir spaðadrottningu og gosa, Vestur spaðakóng og fjarka, og Norður spaðaás og tígulníu. Nú verður Austur að spila hjarta og þá hverfur hinn „öruggi“ trompslagur Vesturs. Suður lætur spaðagosann og Vestur er algerlega varnarlaus. HVAÐ GERIST í NÆSTU VIKU? Hrútsmerlcið (21. marz—20. avríl). Þér skuluð fara sem gætilegast í allar íram- kvæmdir í þessari viku því hætt er við að ekki muni allt fara sem til er ætlast. Þess vegna ættuð þár að láta stórframkvæmdir bíða. Nautsmerlciö (21. apríl—21. maí). Þér skuluð minnast þess að oft er heppilegra að hafa gát á því sem er að gerast í kringum sig. Þér verðið að gæta vel að öllu sem er að gerast svo þér verðið ekki afskiptir. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní). Þessi vika sem nú fer í hönd verður sérlega róleg hvað tekur til heimilislifs yðar en hætt er við að ekki verði það sama upp á teningnum hvað vinnustað viðvikur. Farið gætilega. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Það er hætt við að þér verðið fyrir ýmsum vonbrigðum í þessari viku og við því er ekkert að gera nema taka þeim með karlmennsku. Þér ættuð að huga vel að fjármálunum. Ljónsmerkið (23. júlí—23. ápúst). Nú fer sumarið að koma og þess vegna ættuð þér að gera ráðstafanir með sumarleyfið. Þér ættuð að gera yður dagamun um helgina og vita hvort það verður ekki til að létta skapið. JómfrúarmerkiÖ (21/. áqúst—23. sept.). Þessi vika verður mjög skemmtileg fyrir yður einkum fyrri hlutinn. Þér ættuð því að notfæra yður þessa hagstæðu tíma eins og þér getið Því óvíst er hvenær sambærilegir tímar muni lcoma aftur. VoqarskálarmerkiÖ (21. sept.—23. okt.). Það er seinni hluti þessarar viku sem verður með ýmsu móti allerfiður fyrir yður. Þér ættuð samt ekki að láta það á yður fá því bjartir tímar eru framundan. Sporödrekamerkiö (2j. okt.—22. nóv.). Þessi vika verður mjög róleg fyrir yður og fátt eitt mun gerast sem verður þess megnugt að vekja yður af þægilegum blundi sinnuleysisins. Þó verð- ur þriðiudagurinn nokkuð sérstæður. BogmannsmerkiÖ (23. nóv—21. des.l. Nú verðið þér að fara að öllu með gát þvl annars getur farið illa fyrir yður. Minnist þess að hin minnsta fljótfærni getur leitt yður í vand- ræði sem erfitt verður að losna úr. SteingeitarmerkiÖ (22. des.—20. janúar). Ef þér hafið verið að bíða eftir rómantizku timabili þá er það að renna upp þessa dagana. Þér skuluð samt ekki flýta yður að neinu því flas er ekki til fagnaðar og rétt er að hafa vaðið fyrir neðan sig. VatnsberamerkiÖ (21. janúar—18. febrúar). Um þesar mundir verðið þér að leggja alla áherzlu á að koma fjármálunum i lag því þau þarfnast skjótrar og góðrar úrlausnar. Fimmtu- dagur og föstudagur munu reynast yður vel. Fiskamerkið (19. febriiar—20. marz>. Þér ættuð að ferðast meira en þér gerið. Það bætir skap yðar sem ekki hefur verið alltof gott upp á síðkastið. Fyrri hluti þessarar viku mun reynast yður að ýmsu leyti hagstæður. © 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.