Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 06.04.1964, Blaðsíða 42
Vetrarsiglingar Framhaid aí bis. 40. voru eina hlutlausa ríkið, er nokkuð kvað að. Svo stóð á hér á landi í þennan mund, að æðsti em- bættismaður landsins, Trampe greiíi stiftamtmaður, var er- lendis. Umboðsmaður hans var ísleifur Einarsson yfirdómari á Brekku á Álftanesi. ísleifur var góður bóndi, kænn til fjáröfl- unar og notaði vel vinnufólk sitt tii aflabragða. Hann var formfastur og strangur embætt- ismaður, einlyndur og hirtinga- samur við sakamenni, og þótti halda sig mjög við hið forna lögmál gyðinga, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. ísleif- Einangrunargler Framlcitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Panfið tímanlega. KORKIDJ/IM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. KLiHnn DAGUR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Askriftasími 116 7. DAGUR ur var rammíslenskur um flesta hluti, en jafnframt þröngsýnn og lítt tilhliðrunarsamur, enda þurftu valdamenn á íslandi fyrr á tímum lítt að taka tillit til, nema sjálfs sín og þess, er þeim einum var að skapi. Þeir gátu farið sínu fram, án gagn- rýni eða ótta við annað vald, en þeim var gefið með skipun í embætti. ísleifur var lítill vexti. Það voru einkenni föður- ættar hans. Eins og nú var komið málum, hafði því ísleifur á Brekku vald til að veita hinum aðkomnu kaupmönnum leyfi til verzlun- ar. Þeir sneru sér því til hans. Þeir Savignac og Jörgensen ætluðu því samdægurs til Brekku. Ekki komust þeir þó þangað, en gistu í Görðum á Álftanesi um nóttina hjá Mark- úsi Magnússyni stiftprófasti. Annað hvort var, að stiftpró- fastur hefur gert það fyrir gistivini sína að senda tii Brekku og tilkynna gestakom- una eða ísleifur hefur frétt af komu þeirra til Garða, en hann var kominn þangað snemma dags daginn eftir, ásamt nokkr- um mönnum. Þurftu því að- komumennirnir ekki að halda lengra. Lögðu nú hinir útlendu menn skilríki sín og skipsskjöl fyrir ísleif. ísleifur kunni ekki ensku og gat því ekki lesið skjölin. Honum þótti allt ó- tryggt og kunni litt að hliðra til, þótt honum væri gjörla kunnugt um þörf manna að fá keypta útlenda vöru. Hann hélt sig algjöriega við hin gildandi dönsku lög og fyrirmæli, og „því úrskurðaði yfirvaldið, að bönnuð væri öll verzlun við það samkvæmt tilskipun, að því viðlögðu, að vörurnar væru gerðar upptækar, og var þetta birt kaupmanni.“ Ákvörðun þessa tók ísleifur samkvæmt tilskipun frá 13. júní 1787, en það er tilskipunin um fríhöndl- unina. En þar er svo greint: „Alls engin bein verzlun má fara fram milli íslands og út- landa.“ Það er, að íslenzkir kaupmenn megi aðeins verzla í löndum Danakonungs og við þegna hans. Séu aðstæður athugaðar hér á landi á þessum árum, og úr- skurður ísleifs Einarssonar skoðaður í þeim staðreyndum, er hann í alla staði hinn óvitur- legasti. Eftir að hafnbannsins fór að gæta, var því nær engin sigling til landsins og „þá er sigling til fslands var talin næstum ófær.“ Þörf lands- manna fyrir útlendar vörur var brýn, og nægilegt til að gjalda þær með, þar sem voru fram- leiðsluvörur landsins. Hörð ár höfðu gengið yfir að undan- förnu, þó veturinn 1808—1809 væri mildur. Espólin segir svo: „En hörð ár höfðu svo undir- búið, að menn máttu varla standast, og stóðust þó nær með ólíkindum, svo mikið bjargleysi sem var, bæði af sjó og svo kauphöndlaninni, enda leit þá út hið óvænleg- asta.“ Hvergi var þó ástandið eins ískyggilegt og í hinum fjöl- mennu sjávarplássum á Suður- nesjum. til er bréf frá bændum á Álftanesi dagsett 20. nóvem- ber 1807, til sýslumannsins í Gullbringusýslu, þar sem farið er fram á aðstoð. Þar segir m. a. „svo að við sjáum ekki annað fyrir, en fjöldi fólks falli hér í vetur í hungurdauða, þá það og bætist að enginn þessara fátæku er í standi til að útvega sér veiðarfæri til sjóar til næstu vertíðar eru því þannig öldungis settir út af öllum sín- um næringarvegi. ..“ Þetta bréf sendi sýslumaður ísleifi með hvatningu til úrbóta. Það er því óskiljanlegt, að stiftamt- maður, skyldi ekki meta hag og þarfir landa sinna meira en hin dönsku lög og tilskipanir. Eftir að Savingac fékk synj- unina, lézt hann fyrst í stað sigla aftur heim til Englands með farminn. Mun þetta hafa verið herbragð hans, því hon- um og félögum hans var vel kunnugt um ástandið hér. „Seinna um daginn hvarf hon- um þó hugur, ef til vill af því, að nokkrir landsmenn létu í ljósi, að þeir vildu kaupa vör- una í smákaupum," segir í dag- bókarbroti samtíða. En Jón Þorkelsson segir í Jörundar- sögu sinni: „Hótaði hann þá að láta flytja farminn í land undir vernd fallbyssna skips- ins.“ En hér varð sem oftar, að hinn brezki vilji og raun- sæi vann taflið, án þess að beita hörku um of. Að kvöldi hins 14. janúar fékk ísleifur á Brekku tvö bréf, annað frá Savignac, en hitt frá Jörgensen. Savignac vísar til þess fyrst og fremst, að hann hafi leyfi brezku stjórn- arinnar til verzlunar. Jafn- framt hótar hann ísleifi að nota vopn sín, og afleiðingar þess verði algjörlega að skrifast á reikning ísleifs. Að lokum gaf hann ísleifi tveggja stunda frest til umhugsunar. En Jörgensen fer aðra leið að ísleifi. Vitnar hann til þess að fslandsvinurinn Sir Joseph Banks, hafi eftir mikla fyrir- höfn, „útvegað leyfi til að flytja þær vörur til íslands, sem sjá má í farmi skipsins, og veit ég þó með vissu, að skort- ur var á slíkum vörum í Eng- landi.“ Ennfremur: „Ég lýsi því hátíðlega yfir, að í þessu tilliti er tilætlunin sú ein að hjálpa landinu," og vísar hann til ráns Gilphins víkings. Einn- ig segist hann hafa orðið var undirbúnings um borð í Clar- ence til hernaðar. „Sem dansk- ur föðurlandsvinur skoða ég það sem skyldu mína að segja yður frá þessu.“ Jörgensen segir, að sér hafi verið sagt í Bretlandi, áður en hann fór af stað, að skipið væri amerískt, og það væri ósk dönsku rikis- stjórnarinnar, að ísland fengi vörur á þennan hátt. Að lokum vísar hann til hins óvenjulega ástands vegna styrrjaldarinn- ar, og hann varðveiti afrit af bréfinu og ætli að leggja það fyrir dönsku stjórnina, ef hann komi aftur til föðurlands síns. Hann gaf ísleifi frest til að svara, þangað til um hádegi daginn eftir. 3. Nú hefst lokasvið fyrstu verzlunarferðar Breta til ís- lands á 19. öld. Daginn eftir eða nánar tiltekið 15. janúar fóru þeir ísleifur Einarsson, Koofoed sýslumaður og Fryden berg landfógeti til Hafnarfjarð- ar. Þegar Bretarnir urðu varir komu þeirra, fóru þeir til fund- ar við þá og endurtóku beiðni sína um verzlunarleyfið. Jafn- framt sýndu þeir fleiri skjöl og þar á meðal tollaseðil frá tollyfirvöldunum í Liverpool og leiðarbréf frá Havkesbury lá- varði fyrir hönd ensku stjórn- arinnar. En þrátt fyrir skjöl þessi endurtóku yfirvöldin neitun sína. Þegar þetta ber ekki árang- ur, opnuðu Bretarnir frá stór- skotabyssunum, svo flesta gat rennt grun í, hvað yrði ofan á. En ekki dró til stórtíðinda að sinni. Næsta dag fóru þeir Jörgensen og Savignac til Reykjavíkur og voru þar af nóttina. Lítt vissu menn um erindi þeirra, en menn grunaði margt. Áður en þeir félagar riðu burt úr Reykjavík, fengu þeir bréf frá ísleifi, þar sem hann endurtekur enn einu sinni synjun sína. Nú kom kænska og ráðsnilli hinna brezku kaupmanna og sjómanna til sögunnar. Svo stóð á, að haustið 1808, var brigg- skipið Justitia lestað til íslands og lagði upp frá Niðarósi í september. Skipið kom til Hafnarfjarðar 13. október, og var fyrsta kaupskipið, er kom til íslands, eftir að hafnbanns- ins tók að gæta. Kostnaðurinn 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.