Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 25

Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 25
þér gert af yður, fyrst yður hefur verið komið fyrir í svona dimmu horni eins og þessu?“ Ég sagði: „Óoh“ Því mér datt ekkert skárra í hug. Rónaldó sagði: „Það hlýtur að hafa verið eitthvað slæmt. En ég gæti hugsað mér, að það kæmi daglega einhver prins og frelsaði yður svolitla stund.“ Ég hristi höfuðið og sagði asnalega: „Nei ég er frá Iowa og hef bara verið hér í þrjá mánuði, og ég þekki engan prins.“ Hann lyfti dökkum brúnunum. „Frá Iowa? Ég verð að heyra meira um það. Kannski með góðum kvöldverði í kvöld; Hvað segið þér um það?“ Ég gat ekki séð neina gilda ástæðu til að neita, svo ég sagði: „Já, já, þakka yður fyrir, það getum við vel.“ Hann brosti og sagði: „Kommandor, klukkan sjö?“ Og ég brosti og sagði: „Allt í lagi.“ Klukkan var orðin margt, þegar við höfðum lokið við matinn og Rónaldó sagði: „Það er orðið of framorðið til að fara í leikhúsið. Hvernig væri að fara eitthvað til að dansa?“ Það fannst mér prýðileg hugmynd. — Það var ekki spilað annað en samba og rúmba og Rónald kenndi mér nokkur ný spor. Á meðan við dönsuðum, spurði hann mig, hvar ég ætti heima, og ég sagði honum frá íbúðinni, og hann sagði að hún hlyti að vera ósköp notaleg og hann gæti vel hugsað sér að fá að sjá hana. Þegar við stönzuðum fyrir utan húsið, borgaði Rónald bíl- stjóranum. Svo sagði hann: „Nú verður gott að geta slakað á nokkrar mínútur.“' Það fannst mér líka mundi verða reglulega notalegt, því það var líka synd að svona yndislegu kvöldi ætti strax að vera lokið. Ég hafði hugsað mér að búa til kaffisopa handa okkur. í því að ég opnaði dyrnar, stakk frú Wiggins, hús- móðir mín, höfðinu út. „Ó, eruð það þér, Joan? Hafið þér skemmt yður vel?“ „Ljómandi vel, þökk fyrir. Frú Wiggins, má ég kynna hr. Bgxter." Hún sagði: „Gott kvöld,“ og ég sneri mér að Rónald, til að spyrja hann, hvort hann langaði til að koma innfyrir og fáj sér kaffisopa, en hann horfði ekki á mig og sagði: „Þetta var skemmtilegt kvöld. Þetta verðum við að gera aftur, hvaða símanúmer er hjá þér?“ Þið getið víst skilið, hvað það var skelfilegt fyrir mig að hafa engan síma. „Ég hef ekki síma sjálf, en þú getur náð í yng á ...“ („Ekki á skrifstofunni. Jameison — Pettigue eru ekki hrifn- ir af slíku.“ Ég kingdi einhverju og hugsaði mig snarlega um. Það einasta sem ég gat látið mér detta í hug, var símanúmerið, sem ég hafði séð á eldspítustokknum sem ég hafði tekið með mér heim af litla kaffihúsinu neðar í götunni. „Þar geturðu náð í mig milli klukkan sex og hálf sjö. ;Ég var komin í kaffihúsið nokkuð fyrir sex næsta dag. Það „Það er þó synd, að svona falleg lítil stúlka þurfi að sitja þarna alein,“ sagði hann. Þá heyrði ég sagt með djúpri rödd: „Það var fallegt af þér að hugsa um ungu dömuna, gamli vinur. Þakka þér margfaldlega.“ Þetta var ungi maðurinn við barinn. Hönd hans lá á armi fulla mannsins. Maðurinn rétti úr sér og slagaði fram og aftur og tók af sér hattinn. Síðan staulaðist hann burtu. Ég leit kuldalega á unga manninn (já, ég meina, ég þekki hann sko alls ekkert) og sagði: „Þökk fyrir. Þetta var fallega gert áf yður.“ Hann sagði: „Þér megið ekki misskilja mig, en það gæti verið að ég ætti að setjast hérna. Hann gæti komið aftur,og . . .“ Ég svelgdi það sem ég hafði ætlað að segja og kinkaði kolli samþykkjandi, svo hann settist Ég leit ekki á hann og hann ekki á mig. Klukkuna vantaði nú fimm mínútur í hálf sjö. rétt á eftir skildist mér, að Rónald myndi ekki hringja þennan dag, svo ég stóð upp og fór. Næsta dag fór ég beint þangað af skrifstofunni. Ég var ekki fyrr sezt, en dimm rödd sagði: „Góðan dag.“ — Það var ungi maðurinn frá barnum. Hann brosti til mín, og ég sá að hann brosti óvanalega fallega. Svo sagði hann: „Haldið þér ekki að ég ætti að setjast hjá yður og vera þar til simtalið yðar kemur? f því tilliti að fullur maður kæmi." Ég var viss um að Rónald myndi hringja, og ég var hrædd við hugsunina um að einhver fullur maður kæmi aftur, svo ég sagði: „Þökk fyrir, það væri fallega gert af yður.“ Hann sótti glasið sitt að barnum og settist. Nokkra stund sagði hvorugt okkar neitt. Það var hann sem rauf þögnina: „Ég heiti Barry Dunnings. Ég vona að símtalið yðar komi mjög fljótlega.“ Það var einhvern veginn viðkunnanlegra að vita hvað hann hét og ég sagði honum líka hvað ég hét. Herra Dunning (hann er 24 ára) sagði: „Það er ekkert gott að sitja og bíða á stað eins og þessum hér. Sjálfur kem ég hingað, vegna þess að hér er hægt að slaka á spennunni. Það get ég ekki á skrifstofunni, eða milli hinna ýmsu mála, því fer ég hingað.“ „Mála?“ sagði ég spyrjandi. „Ég er lögfræðingur,“ sagði hann. „Lítið hjól í stóru mál- flutningsfyrirtæki.“ Klukkan hálf — sjö sagði hann: „Þetta var synd fyrir yður,“ þegar ég stóð upp til að fara (Hvernig gat hann annars vitað að ég beið eftir símtali) og ég sagði: „Oo, það skiptir ekki máli,“ en ég var í verulega ömurlegu skapi. Næsta dag var Barry enn þar. Þegar hann hjálpaði mér úr frakkanum, sagði hann mjög hátíðlega: „En hvað þetta er hátíðlegur kjóll.“ Það er hann líka (það er rósbleiki og — blái kjóllinn minn), en ég sagði: „Oo. hann er svosem ekkert sérstakur.“ Klukkan hálf sjö leit Barry á úrið sitt og sagði: „Heyrið mig Joan, ef þér ætlið samt sem áður ekkert að fara gætum Smásaga eftir ELLIOTT BLLM er skuggsýnt þar inni, og bjórlykt, en annars er það ágætt. Barinn er til vinstri, en nokkrir básar hægra megin. Ég fékk hálfgerða ónotatilfinningu af því að koma þangað alein, og barþjónninn og annar maður sem sat við barinn, horfðu á mig í speglinum bak við flöskurnar, en ég dró djúpt andann og bað barþjóninn um að færa mér eitt sherryglas og settist í einn básinn. Ég gat ekki stillt mig um að gá ýmist á úrið mitt eða síma- klefann, og alltaf var ungi maðurinn við barinn að horfa á 'mig í speglinum, en þegar ég komst að því, leit hann undan. Ég sat í þönkum og var víðsfjarri, þegar ég varð skyndilega vör við að maður stóð og studdi sig við borðið mitt. Hann var töluvert drukkinn. við þá ekki alveg eins borðað kvöldverð saman?“ — Harm hlýtur að hafa séð vafann í augunum á mér, því hann flýtti sér að bæta við: „Þér getið borðað sjálf, ef þér viljið það heldur. En það er ekkert skemmtilegt að borða aleinn.“ Það vissi ég reyndar eins vel. En svo hugsaði ég: Ef ég á að borða með hr. Dunning í kvöld, þá vil ég a. m. k. vera viss um að fá eitthvað almennilegt til matar, svo ég sagði: „Mynduð þér vilja borða heima hjá mér, í íbúðinni minni?“ Hann sýndist hrukka ennið svolítið, svo ég flýtti mér að bæta við: „Við þurfum ekki að kaupa neitt mikið. Tvær kótilettur eða eitthvað svoleiðis. Annað á ég.“ Barry sagði (hvers vegna skil ég ekki): „Fyrirgefðu mér, Joan. Jú takk, það vil ég gjarna.“ Framh. á bls. 40. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.