Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 27
óvinahermanna, sem fallið hafa á landi hennar. — En ég get varla sagt móð- ur minni það, sagði Tavan. — Ég ætlaðist' heldur ekki til þess. Leyfðu móður þinni að geyma í huga minninguna um trékrossinn, sem ljósmyndin sýnir. Leyfðu henni að lifa í þeirri trú, að hann standi á leiði sonar hennar. Segðu henni, að þú hafir kveikt á kertinu hennar framan við lqrossinn. En hveitistangirnar þrjár átt þú. Farðu með þær eins og hjarta þínu stendur næst. Ef þér tekst að halda þeim lifandi og planta þeim í nýja jörð, mun sæði þeirra halda minningu þinni um bróð- ur þinn lifandi. Tavan hlustaði hljóður á þessi orð en lagði ekki til mála. Svo breytti Don Camillo um samræðuefni. — Félagi, sagði hann. — Hvað kemur þér annars til þess að leiða hugann að svona við- l^yæmum og borgaralegum efn- vup? — Mér fellur vel að ræða um þetta, sagði Tavan, greip böggul sinn og bjóst á brottu. Hann leit þó einu sinni enn út um vagngluggann, áður en hann hélt til dyra. — Ellefu milljónir fermílna, en þó gátu þeir ekki hlíft þess- um litla bletti. . . tautaði hann aftur fyrir munni sér. Don Camillo þurfti ekki að una einverunni lengi. Nokkr- um mínútum síðar voru dyrnar opnaðar aftur, og þar birtist félagi Bacciga frá Genúa. Hann séttist líka gegnt Don Camillo, en af því að hann var ákveðinn maður og röskur í öllum at- höfnum, vék hann þegar að ej-indi sínu. • i — Félagi, sagði hann. — Ég hef verið að hugsa um það, s^m gerðist, og ég sé það núna, að þú hafðir á réttu að standa. H|ér er hvorki staður né stund til þess að kaupa loðskinna- vþru eða nærflíkur. Ég sé eftir þeim heimskulegu orðum, sem ég lét falla, þegar þú hegndir mér. — Ég þarf einnig að gera afsökun mína við þig, svaraði Don Camillo. — Ég hefði auð- vitað átt að ræða þetta mál við þig einslega, áður en ég lagði þ.að fyrir alla selluna. En mein- ið var það, að félagi Oregov hafði orðið var við þetta, og ég vildi því útkljá málið, áður en hann hreyfði því, til þess að bægja tortryggni hans frá hópnum í heild. Félagi Bacciga tautaði eitt- hvað í barminn svo lágt, að ekki heyrðist, en síðan sagði hann hærra. — En hann fékk samt stól- una, var það ekki, þó að hún væri illa fengin og ólöglega keypt? — Sagan fór að minnsta kosti ekki lengra, sagði Don Camillo rólega. — En ég hlaut aðeins skaða og skömm af þessu, sagði Bacciga. — Þú varðst aðeins að borga fyrir þig, félagi, sagði Don Camillo. — En hvað á ég nú að segja á mér núna, til þess að varð- veita heimilisfriðinn. Geri ég nokkuð rangt með því? — Að eyða dölunum þínum? Nei, síður en svo. Sovétríkin þurfa einmitt erlendan gjald- eyri, ekki sízt bandarískan. — Mér datt það í hug, sagði Bacciga alls hugar feginn. Get- ur þú sagt mér, hvers virði dal- urinn er hér í landi? Don Camillo kunni góð skil á því. — Opinbert gengi er fjórar rúblur fyrir dal, en ferðamenn fá tiu rúblur. Auðvaldsblöð halda þvi líka fram, að til sé svartur gjaldeyrismarkaður henni það tafarlaust til eyrna. Hún er heitlunduð og mjög af- brýðisöm, svo að ég þarf lík- lega ekki að skýra þetta nánar fyrir þér, þar sem þú virðist eiga við svipaðan vanda að etja. — Hafðu engar áhyggjur af þessu. félagi, sagði Don Cam- illo. — Ég skaí ræða málið við þingmanninn. Capece varð svo glaður, að hann spratt á fætur. — Ég heiti Salvatore Capece eins og þú veizt, félagi. Ef þú kemur einhvern tíma til Napólí, skaltu aðeins spyrja um Salva- tore Capece. Þar þekkja mig allir. við manneskjuna, sem fékk mér í hendur sokkana og bað mig að skipta á þeim og minka- stólu? Hann hélt áfram að tauta eitthvað í barminn og sagði svo hærra: — Félagi, við skulum tala hreinskilnislega um þetta. Ég heyrði þingmann- inn hóta þér í gærkveldi, og hann sagði, að þú ættir afbrýði- sama konu. Ég get sagt þér það alveg satt, að konan mín er að minnsta kosti tíu sinnum verri. Það var hún, sem bað mig að kaupa stóluna, og komi ég ekki heim með hana, getur félagi Toglíatti jafnvel ekki bjargað mér. Ég get ekki einu sinni stefnt henni fyrir flokksdóm, því að hún er harðsvíraður fas- isti. Dætur hennar standa líka áreiðanlega með henni, og þær eru enn verri en hún. — Ef til vill harðsvíraðir fasistar líka? spurði Don Cam- illo. — Þær eru það, sem verra er, — kristilegir demókratar. — Jæja, ég skil, að þú ert illa settur, félagi, sagði Don Camillo. — En hvernig á ég að hjálpa þér? — Félagi, ég vinn við höfn- ina heima, svo að mér áskotn- ast oft bandarískir dalir. Bandaríkin eru að vísu fyrir- litlegt auðvaldsland, en dalirn- ir eru alls staðar gjaldgengir. Skilurðu hvað fyrir mér vakir? — Ekki fullkomlega. — Félagi, ég er reiðubúinn að fórna dölunum, sem ég hef Rússlandi, og á honum sé hægt að fá allt að tuttugu rúblum fyrir dalinn. En að sjálfsögðu er það aðeins venjulegur and- kommúnistískur lygaáróður. — Já, auðvitað, sagði Bac- ciga. — En ég ætti þá að geta skipt dölunum mínum að vild, þegar ég kem til Moskvu. — Já, meira að segja á full- komlega löglegan hátt, félagi. Félagi Bacciga hélt brott sínu glaðari en hann kom, en Don Camillo gafst ekkert tóm til þess að skrifa hjá sér það, sem gerzt hafði síðustú mínúturn- ar, því að félagi Salvatore Capece beið við dyrnar. Kaldi baksturinn hafði augsýnilega gert sitt gagn, því að nú sast aðeins fölblár skuggi neðan við vinstra auga hans. — Félagi, sagði hann og settist gegnt Don Camillo eins og hinir. — Ég veit ekki hvern- ig þú ferð að þvi að renna niðui öllu þessu vodka, án þess að á þér sjái. Ég þoli vodka að minnsta kosti ekki svona vel, og afleiðingarnar sögðu líka óþyrmilega til sín. Don Camillo kinkaði kolli annars hugar, og félagi Capece hélt áfram: — Þingmaðurinn sagðist gera upp þessar sakir mínar síðar. Ég hef nú blátt auga og stóra kúlu á hnakka. Er mér það ekki nægileg hegning? Konan mín er áhugasamui fé- lagi i flokkssellunni heima. og verði málinu hreyft þar, berst Nú hafði svo margt borið Don Camillo að höndum á skammri stundu, að hann taldi brýnt að skrifa eitthvað hjá sér um það. En ekki var því að heilsa, að tóm gæfist til þess. Jafnskjótt og Capece var far- inn út, skauzt félagi Peratto inn um dyrnar. Hann var ekki heldur lengi að komast að efn- inu. — Félagi, sagði hann. — Við skemmtum okkur ofurlitið í gærkveldi. Svo fer ætíð, þegar áfengið er með ! leiknum. En nú eru áhrifin af vodkanu rok- in úr mér, og ég get hugsað skýrt. Þingmanninum er vel- komið að segja hvað sem hann vill, en ég er atvinnuljósmynd- ari en ekki áhugaljósmyndari. Og hérna er filman með mynd- unum, sem ég tók af þér á dansgólfinu í gærkveldi. Farðu með hana sem þér sýnist. Don Camillo tók rólega við filmuhylkinu og leit á mann- inn. — Ég er þér mjög þakklátur, félagi. Þetta var mjög hugul- samt af þér. — Ég geri það aðeins til þess að varðveita atvinnuheiður minn, sagði félagi Peratto og bjóst til farar. — Við erum líka í sama báti. Konan mín verð- ur sífellt afbrýðisamari. Ég segi þingmanninum, að Ijós hafi komizt að filmunum og myndirnar eyðilagzt. Þegar Peratte var genginn út, hóf Don Camillo augu til himins og sagði: — Faðir, nærri liggur, að ég blygðist mín fyrir það að eiga ekki afbrýði- sama konu eftir allt, sem við hefur borið síðustu mínúturnar. Hann tók upp minnisbók sína og skrifaði i hana: „Eiginkonur eru ópíum þjóðarinnar.“ En áður en hann gæti bætt nokkru við þessa setningu, birtist Sca- moggia í dyragættinni. Hann snaraðist inn og hlammaði sér niður i sætið gegnt Don Cam- Framh q bls 34 FALMNN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.