Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 26
Eftir GIOVANNI GtARESCHI Játningar sclluinaima Fáir farþegar voru í lestinni til Moskvu, og Don Camillo sat von bráðar einn í klefa — ásamt Peppone. Þegar Peppone sá hann taka upp hina marg- frægu bók með völdum grein- um Lenins, gekk hann út og á tal við Petrovnu og félaga Yenka Oregov, en þau höfðu sett hækisföð sína í fremsta klefa vagnsins. Þegar Peppone var farinn, lagði Don Camillo bókina frá sér en tók upp minnisbók sína. Þar skrifaði hann nokkur orð: „Fimmtudagur, kl. 8 árdegis. Tifiz-kolkhos. Stephan Bor- donny. Hermannagrafreitur. Sálumessa. Félagi Tavan. Brott- för með lest kl. 3 síðdegis." Fimmtudagur? Var aðeins kominn fimmtudagur? Hann átti bágt með að trúa því, að hann hefði ekki verið nema sjötíu og níu klukkustundir í Rússlandi. Rökkrið var að síga á, og hvorki tré né hús blettaði þessa óravíðu auðnarsléttu. Við auga blöstu aðeins endalausir hveiti- akrar, naktir og náhvítir, og sterkt ímyndunarafl þurfti til þess að sjá þá græna með bylgj- andi korni í sumarsól. Og ekk- ert ímyndunarafl var nógu sterkt til þess að veita yl að hjarta hans. Hann hugsaði um landið heima í Bassa í vetrar- feldi — þyngslalega þoku, vota akrana og aurborna vegi. Þar var enginn stormur svo kaldur, að hann eyddi hlýjunni af mannlegum samskiptum. Bónd- inn, sem reikaði um það land, fann ekki til þess, að hann væri einn og yfirgefinn í heiminum. Ósýnilegir lífþræðir tengdu hann við félaga og vin. Hér voru engir slíkir þræðir. Hver maður var aðeins sem steinn í veggjarhleðslu, nauðsynlegur hluti í þjóðarbyggingu, en þó aðeins steinn, sem skipta mátti um, hvenær sem var. Á hverri stundu mátti vænta þess, að risahönd gripi þennan stein og varpaði honum á sorphauginn. Eftir það hafði maður raunar enga ástæðu til þess að halda áfram að lifa. Hér var maður- inn einangraður og einmaná. Hrollur fór um Don Camillb. Svo hristi hann þessa hugsiin af sér og tautaði með sjálfum sér: — Hver skollinn er nú orð- inn af skelminum honum Pepp- one? Hurðinni var ýtt frá stöfum klefadyranna í sömu svifum, birtist andlit Tavans bónda í gættinni. — Ónáða ég þig, félagi? spurði Tavan. — Nei, komdu inn og fáðu þér sæti, svaraði Don Camilló. Tavan settist gegnt honum. Hann tók ofurlítinn pappahólk upp úr vasa sínum og sýrfdi félaga sínum hikandi. — Þau þurfa ekki að hýr- ast þarna nema nokkra dagá enn, sagði hann og benti niður í staukinn. Þar var bikarinn með kornstöngunum þremur. — Þær fá loft um opið á öðrum endanum. Ætti ég ef til vill líka að stinga göt á hliðar hulst- ursins? — Nei, ég held, að það sé óþarft. Nú ríður mest á því, að hitinn á þeim sé ekki of mikill. Tavan lét pappahulstrið frá sér við bekkendann. — En seinna .. . hóf hann máls. — Seinna? Hvað áttu við? sagði Don Camillo spyrjandi; — Þegar ég kem heim ... Don Camillo yppti öxlum'. — Félagi, ég held að vanda- laust sé að planta þessum þrem- ur kornstöngum í mold. — Vandinn snertir móður mína, sagði Tavan. — Hvað 'á ég að segja henni? Þessa/ hveitistangir uxu á . ..? Hann þagnaði í miðri setningu og leit út um gluggann. — Þeir hafa ellefu milljónir fermílna áf landi til umráða, en samt þurftu þeir endilega að nota þennan blett til hveitiræktar,: tautaði hann eins og við sjálfan sig. Don Camillo hristi höfuðið. — Félagi, sagði hann. — Þjóð, sem hefur misst tuttugu milljónir manna sinna í styrj- öld getur varla sýnt mikla um- hyggju þeim fimmtíu eða hundrað þúsundum erlendra 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.