Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Side 33

Fálkinn - 11.01.1965, Side 33
Tom Jones ... Framhald af bls. 29. ingarreiði og hugðist ryðjast inn í þykknið og veita þeirri svívirðilegu dækju eftirför, þar eð hún gat ekki verið komin mjög langt undan. En nú var Tom Jones sprott- inn á fætur. „Þá skal ég sjá svo um, að Þér komizt aldrei að því,“ varð unga manninum að orði um leið og hann gekk í veg fyrir meistarann og varn- aði honum að komast lengra inn í þykknið. Og hann greip föstu taki um arm meistarans, orðum sínum til áréttingar. Þá gerðist það, að Blifil ungi gekk fram. Kvaðst hann ekki mundu horfa á það aðgerðar- laus, að kennara sínum og meistara væri sýnt slíkt of- beldi og gerði sig líklegan til að láta hendur skipta. Tom Jones hafði að vísu ekki gert ráð fyrir neinni liðveizlu af hálfu fóstbróður síns, en þar sem hann þekkti nokkuð skaplyndi hans, hafði hann helzt búizt við að hann yrði hlutlaus í átökunum, ef til átaka kæmi — að minnsta kosti þangað til hann sæi hvorum veitti betur. Kom honum það því á óvart, að eiga þarna allt í einu í höggi við tvo, og þar sem hann áleit hyggilegast að ráða fyrst niðurlögum þess, sem minni var baráttumaður- inn, svo að hann gæti einbeitt sér í viðureigninni við hinn, er harðari mundi í sókninni, rak hann Blifil unga snöggt högg fyrir bringspalirnar, er nægði til þess að hann féll endi- langur á völlinn. Meistari Thwackum hafði verið harðsnúinn slagsmála- maður á sínum yngri árum, og enn var hann rammur að afli og þunghöggur. Réðist hann þegar gegn Tom Jones og tókzt þar snörp orrusta, því að hvor- ugur leyfði af kröftunum. En þó að áhöld væru um hvor hefði meiri krafta, naut Tom Jones þess að hann var yngri og snarari í snúningum; hall- aði því brátt á meistarann og kom þar að hann féll, en Tom Jones, sem var reiður orðinn, hugðist láta kné fylgja kviði. Það mun hann og líka hafa gert svo að um munaði, ef Blifil ungi hefði ekki jafnað sig svo eftir bringuhöggið að hann spratt á fætur einmitt í þeim svifum, og þarf ekki að því að spyrja hvorum hann veitti lið. Snerist þá enn orrustan, því að nú var fjórum hnúum beitt gegn tveim; sótti meistarinn fast fram af mikilli bræði, en Blifil ungi veitti honum það lið, að Tom Jones gat aldrei einbeitt sér gegn honum. Er og ólíklegt að orrustan hefði lengi staðið, þar sem svo ójafn var leikurinn, ef Tom Jones hefði ekki borizt óvæntur liðsauki, þannig að hann gat snúizt gegn Blifil og skipti þá engum tog- um að hann lá endilangur öðru sinni. Svo reiður var meistari Thwackum þá orðinn, að ekki gætti hann þess við hvern hann barðist, en ruddist fram og greiddi andstæðingi sínum mörg högg og stór. Andstæð- ingurinn, sem var enginn ann- ar en Western landeigandi, sem var á heimreið af veiðum er hann kom auga á hinn ójafna leik og snaraði sér samstundis af baki til liðs við veiðifélaga sinn, lét og ekki á svari standa. Enda var líkt á komið með honum og meistaranum; hann hafði marga hildi háð um dag- ana og var enn liðtækur vel þó að kominn væri af léttasta skeiði. Og enn var því óvíst um úr- slit orrustunnar, þegar utanað- komandi áhrif urðu til að trufla gang hennar. Ungfrú Soffíu, sem einnig hafði stigið af baki reiðskjóta sinum, bar að í þess- um svifum og hvort heldur var, að hún þoldi ekki að sjá þá, garpana þrjá, alblóðuga og einn fallinn eða hún óttaðist um föður sinn, þá hneig hún óðara meðvitundarlaus niður. Western landeigandi varð fyrstur til að veita henni at- hygli. Er ekki ósennilegt að hann hafi álitið, að hún hefði orðið fyrir höggi; víst er um það, að hann æpti upp yfir sig að hún væri dáin og stöðvað- ist þá einvígið af sjálfu sér. Kraup hann við hlið henni, en Framhald á bls. 42. FÁLKINIV FLÝGUat IJT Ég held ég verði að hlaupa og na í Xáka lœkni og láta, hann rannsaka á ^ér kálhauslmí^ Kallij'þetta eimingartæki sem'íeir eru að hrjáta.er eins og haijs 'inn á þér V FALKINN 33

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.