Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 15

Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 15
Landsýn Þrjár kirkjur eru kunnastar hér á landi; tvær á biskups- stólunum hinum fornu, sú þriðja í hálfeyddri byggð við lága vík fyrir opnu hafi. Sú vík á sér fegurst nafn staða hérlendis, sú kirkja dýrlegasta frægð hérlendra guðshúsa — Strandakirkja við Engilvík í Selvogi. Á hól við kirkjuna stendur höggmynd af konu með kross í hendi og horfir út yfir víkina; yfirlætislaust en þróttmikið listaverk, sem á heima á þess- um stað. Fjarri sé mér að reyna að geta þess til hvaða hugsun listakonan, Gunnfríður Jóns- dóttir, leggi í þetta verk sitt, en þegar ég hef staðið þarna nálægt og virt konuna fyrir mér, finnst mér ósjálfrátt að hún bjóði öllu byrginn í hljóðri ró — briminu, veðrunum, auðn- inni og einmanaleikanum. Ein- kennilegt að manni skuli ekki finnast neitt einkennilegt við það að sjá granítkonuna með krossmarkið standa þarna; að maður skuli hafa ósennilegt hugboð um að hún hafi staðið þarna marga áratugi eða kann- ski öldum saman og horft út yfir víkina. Gunnfríður nefnir hana „Landsýn“. Það nafn finnst mér viðeigandi á mynd- um, en þegar ég virði hana fyrir mér þarna á hólnum, finnst mér að hún þurfi hvorki áð heita það né annað. Hún er samrunnin umhverfinu og sögu þess. Mér kemur ekki á óvart svar Gunnfríðar, er ég spyr hana um tildrög þess, að hún gerði myndina og að mynd- in stendur þarna. — Ég sá kirkjuna við hafið ofan af Selvogsheiði og ein- manaleiki hennar snart mig djúpt. Og næstu þrjár vikurn- ar ásótti þessi sýn mig stöðugt — einmanaleiki kirkjunnar við hafið. En hugmyndin um myndina vaknaði ekki með mér fyrr en nokkru seinna, það var þessi þrúgandi einmanaleiki, sem mér hafði birzt ofan af heiðinni, sem lá á mér eins og mara. Svo var það í nóvem- bermánuði. 1940. Systir mín hafði skroDnið unn að Álafossi og ég var alein heima. Þegar hún kom aftur, sagði ég henni frá því, að ég hefði verið að vinna að lítilli frummynd á meðan hún var í burtu, og stæði hún að einhverju leyti í tengslum við Strandakirkju. „Jæja, ekkert er það,“ varð systur minni að orði, og svo ekki frekar á það minnst um hríð. Ég lauk við frummynd- ina, sem var tólf sm að hæð, setti hana undir eldavélina og sat svo við sauma fram yfir nýjár. Þegar kom fram í miðj- an janúar, dró ég myndina undan eldavélinni, og geri aðra eftir henni, fjörutíu sm á hæð. Og enn leið ár, unz ég tók mig til og stækkaði hana enn eins og hún er nú; sú mynd var á myndlistarsýningunni í skálanum 1943. Ekki hafði ég þá ákveðið henni neinn fram- tíðarstað, en einhvern veginn fannst mér að hún ætti að standa á ströndu við hafið, helzt einhvers staðar á Suður- nesjum og ekki langt frá Strandakirkju, því að sagan um Engilvík hafði verið mér í huga, þegar myndin varð til. En hvað skar svo úr um það, að myndin yrði höggvin í gra- nít og valin staður, þar sem hún stendur nú? — Það yrði of langt mál að segja þá sögu alla, en þar naut ég meðal annars skilnings og áhuga Guðmundar bónda að Nesi í Selvogi, hins fjölgáfaða mannkostamanns. Ekki var þó öllum erfiðleikum lokið, þó að frá því öllu hefði verið gengið, en Strandakirkja leysir vanda sinna, og það rættist úr öllu, stundum á óvæntan hátt. Myndin var höggvin í granít úti í Noregi, og það gekk allt samkvæmt áætlun. Þangað til granítmyndin kom hingað á hafnarbakkann, og ég hélt að nú væri öllum hindrunum rutt úr vegi. Ekki aldeilis ... það kom á daginn, að ekki hafði verið gert ráð fyrir slíkum inn- flutningi við samningu toll- skrárinnar og nú lá myndin í fullt misseri á hafnarbakkan- um og enginn þóttist kunna ráð eða eiga með að fella nokkurn Úrskurð í bví snmbandi Loks snurði ég við'rnmandi valda- menn, hvort það væri ætlun þeirra að taka myndina eignar- námi. Þá loks mátti Stranda- kirkja sín betur en ákvæðin, sem ekki höfðu verið sett í tollskrána. — En nú var komið fram á haust, myndin hafði legið í kössum á hafnarbakkanum frá því í maí um vorið, og ég mátti ekki til þess hugsa, að hún lægi þar enn allan veturinn. Ég hafði samband við Selvogs- bændur; vissi að mestu önnum þeirra var lokið í bili, en eng- inn þar mætti hins vegar vera að neinu þegar voraði, og því spurði ég þá hvort þeir vildu ekki vera mér hjálplegir við að koma myndinni upp, ef henni yrði komið suður eftir. Þeir tóku vel í það. Mér tókst að fá ágætan kranabílstjóra til að flytja myndina suður í Sel- voginn, Sigurjón hét hann, prýðilegasti drengur ... en við komum ekki í Selvoginn fyrr en klukkan sjö um kvöldið, og þá var eftir að taka myndina úr kössunum og koma henni á stallann, og það varð að gera strax, svo að kranabíllinn gæti haldið suður aftur. Við komum sem sagt í Selvoginn klukkan sjö um kvöldið og myndin var komin upp klukkan níu og mátti ekki heldur tæpara standa, því að þá var komið myrkur. Þeir kunnu að taka til hendinni, bændurnir í Selvog- num í þann tíð. Sjálf var ég svo þarna í fimm daga og gekk frá þrepunum — við tíndum hellur í fjörunni og fluttum þangað á hestvagni og ýmsu var að sinna. Bændurnir reyndust mér einstaklega hjálp- legir, boðnir og búnir til alls. Loks var hjúpur settur yfir myndina, og hún látin bíða þess að hún yrði afhjúpuð að vori. Sú athöfn fór fram á annan I hvítasunnu, 1950; fjölsótt og hin hátíðlegasta. Gunnfríður sýnir mér grein í tímaritinu, „Scandinavian Review“, 1958, þar sem er sagt frá Strandakirkju og „Land- sýn“ og fylgir ágæt mynd af höggmyndinni, sem höfundur fer um miklum viðurkenning- Framh. á bls. 41.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.