Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 22.02.1965, Blaðsíða 21
ekkert á við það, eða þá að hún þóttist þegar hafa launað hann nokkuð — tók hún nú enn að æpa og veina, og saka þá báða um það, Tom Jones og írska herramanninn, að þeir hefðu viljað nauðga henni. Og sem húsmóðurina í gisti- húsinu bar að í þessu, sneri unga konan máli sínu að henni — kvaðst hafa álitið, að þetta væri heiðarlegur staður, en enginn mundi geta láð sér þó að hún væri nú kom- in á aðra skoðun, og hafði hún þar um mörg orð, að þetta skyldi ekki látið liggja í lág- inni. Þarna hefðu tveir þorpar- ar ráðizt inn í herbergi sitt, báðir í einum og sama tilgangi, sem ekki þyrfti að ræða nán- ar. En húsmóðirin gat líka látið til sín heyra, þegar hún vildi það við hafa og yfirgnæfði hún brátt orðaflaum ungu konunn- ar. Veittist hún harkalega að þeim, írska herramanninum og Tom Jones fyrir að koma óorði á heiðarlegt gistihús með ó- sæmilegu atferli og bað þá báða að snauta á brott hið bráðasta. Lét írski herramaðurinn ekki segja sér það tvisvar, en Tom Jones endurtók fyrri staðhæf- ingu sína og hvarf inn í svefn- herbergi sitt. Þegar þær voru einar orðnar, unga konan og húsmóðirin, áttu þær tal saman í hálfum hljóð- um góða stund, og veit enginn hvað þeim fór á milli. Loks hélt húsmóðirin til herbergis síns, eftir að hafa kvatt ungu konuna með virðingu og látið í Ijós þá innilegu ósk sína, að hún fengi ljúfari svefn, það sem enn væri eftir nætur, en hingað til. TUTTUGASTI OG FJÓRÐI KAFLI Og enn ber gesti að garSi. Ekki var fyrr komin ró á í gistihúsinu, en knúið var þar dyra á nýjan leik. Þegar þernan Súsanna dró loku frá hurð, stóðu þar konur tvær úti fyrir. Var önnur þeirra svo glæsilega klædd og tíguleg í fasi, að þernan laut henni ósjálfrátt djúpt og bað hana lotningar- fyllst inn að ganga. Sú sem var í fylgd með þessari tignarkonu, bar það aftur á móti með sér að hún mundi vera þjónustu- stúlka hennar. Bað konan, sem var sérlega fríð sýnum og korn- ung að því er virtist, hæversk- lega að sér yrði leyft að hvíla sig um stund inni í setustofunni og orna sér við arineidinn ásamt þjónustustúlku sinni, því að þeim væri báðum mjög kalt. Það leyfi reyndist auðsótt hjá húsmóðurinni, sem strax var komin á vettvang, og bar þegar kennsl á að þarna væri tiginborin kona á ferðinni. Bað hún hinn glæsilega búna gest mikillega afsökunar á því, að liðsforingjar nokkrir hefðu hreiðrað um sig í stólum inni í setustofunni, en þeim mundi að sjálfsögðu ljúft að þoka um set fyrir svo fögrum og tignum gesti, en unga stúlkan mælti lágum og þýðum rómi, að sér væri það fjarri skapi að vilja raska næturró þreyttra manna og skyldi enginn þeirra vak- inn hennar vegna. Ekki fór hús- móðirin þó að orðum hennar, heldur gekk rakleitt að aldur- hnignum manni sem sat og hraut í stóli við arininn, bað hann vakna og hreiðra um sig einhvers staðar, þar sem hann væri ekki eins fyrir. Gerði hann það að vísu, en þó ekki ónota- laust, og var auðséð á svip ungu stúlkunnar að það var einlægni hennar, er hún bað hinn aldna og syfjaða mann — sem var enginn annar en rakar- inn Benjamín — innilega af- sökunar á því, að hún skyldi hafa orðið til þess að honum væri gert slíkt ónæði. Tók hann afsökunarbeiðni hennar sæmi- lega, en auðséð var það á svip hans eigi að síður, að honum líkaði það meinilla og að hann hugsaði húsmóðurinni þegjandi þörfina. Ekki kvaðst húsfreyjan í gistihúsinu mega til þess hugs\ að þær, hin eðla jómfrú og þernan hennar, héldu áfram ferðinni í þessum kulda og náttmyrkri; að vísu væri ekki laust neitt herbergi, sem þeim var boðlegt, en meðal gesta sinna væru margir göfugir menn, sem myndu fúslega vilja ganga úr rúmi fyrir hennar náð, ef á það væri minnzt við þá. Var þernan á sama máli og lc'Jt hin eðla jómfrú loks á það Framh, á bls. 30. FALK.I NN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.