Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1965, Qupperneq 30

Fálkinn - 22.02.1965, Qupperneq 30
Fyrir tveimur öldum eða svo var langmestur hluti þeirrar orku sem maðurinn hifði til umráða framleidd- ur af sjálfum líkama hans. ,^>að voru að vísu til ýmsir aðrir orkugjafar sem léttu honum stritið, segl, vatns- og vindmyllur og náttúr- lrga áburðardýr og eyki, en samanlagt orkumagn sem þaðan fékkst var hverfandi hjá því sem maðurinn lagði sjálfur til með vöðvaafli sínu. Þaðan fékkst sú orka sem ( öll hin miklu mann- virki fortiðarinnar, pýra- mídar og Péturskirkjan í Róm, voru reist með. Enn er það svo víða í heiminum, að vöðvaaflið er mikilvæg- asta orkulindin. Hlutur þess í orkubúi mannkynsins fer þó stöðugt minnkandi, og meðal hinna þróuðu þjóða, sem íslendingar teljast til (orkuneyzla okkar til véla, eldunar og upphitunar er m. a. s. meiri á mann en flestra annarra þjóða), er nú svo komið að mikill og sí- vaxandi meirihluti manna þarf ekki að leggja á sig líkamlegt strit. Þessi þróun er auðvitað æskileg, en því er ekki að leyna að hún hefur ekki að öllu leyti verið mönnum til hagsbóta eða heilsubótar, og geta þeir sjálfum sér um kennt. Sannleikurinn er sá að maðurinn er ákaflega vanaföst skepna. Þetta á ekki sízt við um mataræði hans. Áður fyrr þegar menn urðu að erfiða myrkranna á milli og reyna stöðugt á vöðva sína þurfti líkaminn á miklu meira ,,eldsneyti“ að halda en nú þegar líkamserfiðinu hefur verið létt af langflest- um. En jafnframt því sem þörfin fyrir hitaeiningar hef- ur minnkað, hafa menn vegna betri kjara getað veitt sér meira í mat en áður. Og bar sem vaninn ræður nú iðulega meiru um matar- æðið en börfin eta menn yfir sig, hlaða á sig spiki með öllum þeim háskalegu af- leiðingum sem offita hefur í för með sér. Við fslending- ar höfum sennilega haft öllu skaplegra mataræði en margar að^ar þióðir, miðað við barfir, en þetta er að brevtast. Nú er mikið talað um hjarta- og æðasjúkdóma, enda látast fleiri menn af beirra völdum en nokkrum öðrum siúkdómum. Þrátt fyrir miklar og stöðugar framfarir læknavísindanna er svo komið, samkvæmt rannsókn sem gerð var í Noregi, en mun alveg eins eiga við hér, að fertugur borgarbúi getur nú búizt við að lifa styttri tíma en mað- ur á sama aldri fyrir tíu ár- um. Sívaxandi aukning lungnakrabba, er sígarettu- reykingar eiga vafalaust sinn mikla þátt í, er hér ein orsökin, en æðakölkun in sem nær vafalaust stafar af röngu mataræði á þar enn meiri þátt. Nær vafalaust er kannski óþarflega varfær- ið orðalag, en sannleikurinn er sá að enn er ekki vitað með vissu um þau efnaferli í líkamanum sem leiða til æðakölkunar, þó ýmislegt sé um þau vitað. Norskir vísindamenn hafa staðið framarlega í þess- um rannsóknum og einmitt þessa dagana eru þeir að byrja á umfangsmikilli rann- sókn sem leiða mun í Ijós þátt mataræðisins í myndun æðakölkunar. Þessi rann- sókn á að standa í eitt ár og niðurstöður ættu að liggja fyrir á næsta ári. Jens Dedichen, dósent við ríkisspítalann í Osló var spurður að því hvort búast mætti við að þessar rann- sóknir leiddu til þess að fertugir borgarbúar gætu gert sér vonir um lengra líf. — Það kann að vera, svaraði hann. Stafi æða- kölkunin af erfðaeiginleik- um eða „stressi11 (svo nefna menn nú þá ofþjökun sem einkum fylgir nútíma borg- arlífi) er sjálfsagt lítið við því að gera. En við verðum að komast að því hvaða hlut- verki ýmsar fitusýrur gegna og þær kunna að eiga geysi- mikinn þátt 1 æðakölkun- inni. Dedichen varaði við þeirri þjóðsögu að drykkjumönn- um sé ekki hætt við æða- kölkun. Mörg dæmi eru um það gagnstæða. Hins vegar kynni að vera að áfengi gæti verið gagnlegt gegn „stressi“, verki róandi á lík- amann, ef þess er neytt i hófi. Menn telja sig hafa reynslu fyrir því. — Hvað með tóbakið? — Rannsóknir hafa leitt í Ijós að tiltölulega fleiri reykingamenn en bindindis- menn á tóbak deyja af völd- um æðakölkunar. en ennþá er ekkert vitað um sam- heneið á milli tóbaks og æð^kölkunar, sagði Dedi- chen. • Tom Jones Framh. af bls. 21. fallast, að verða um kyrrt til morguns. En ekki mátti hún heyra nefnt, að nokkur gengi úr rúmi hennar vegna, heldur kvaðst þiggja þakksamlega litla og þokkalega herbergis- kytru, ef laus væri, þar sem hún gæti hvílzt það sem eftir væri nætur. Kvað húsfreyjan lítið herbergi til reiðu uppi á loftinu, tók logandi kerti sér í hönd og bað þær fylgja sér upp stigann. Hin eðla jómfrú gekk þá þegar til náða, en þernan kom aftur að stundu liðinni inn í eldhúsið og var henni horfin öll sú hæverska, er hún hafði sýnt í viðurvist hinnar eðlu jómfrúar, húsmóður sinnar. Var það fyrst að hún hratt Benja- mín gamla rakara, og skóla- stjóranum fyrrverandi frá arn- inum, að hún mætti sjálf njóta hlýjunnar; annað, að hún heimtaði kjúklingasteik af hús- freyjunni tafarlaust. Húsfreyj- an kvaðst enga kjúklingasteik eiga, en allt annað kjöt gæti hún fengið; espaðist þá þernan og kvaðst ekki kalla slíkan gististað samboðinn göfugu fólki, enda gæfi að sjá það á þeim, sem þarna hímdu, að hann mundi helzt sóttur alls konar tartaralýð. Þetta vildi húsfreyjan skilj- anlega ekki láta bjóða sér. Kvað hún marga göfuga menn hafa gist hjá sér, og til dæmis að taka væri Allworthy ungi, sonur óðalseiganda í Sommer- setshire, meðal næturgesta í þetta skiptið. Þernan vildi samt eigi láta sannfærast; kvað herra All- worthy óðalseiganda engan son eiga, það vissu allir, Leit þá húsfreyjan tortryggnislega til Benjamíns gamla, en hann stóð fyrir sínu; það væri að vísu satt að þau hefðu ekki verið gift, óðalseigandinn og móðir hins unga manns, en sonur óðalseigandans væri hann jafn sannarlega og hann héti Tom Jones. Þegar þernan heyrði nafnið, brá henni svo um munaði. „Getur það átt sér stað, að Tom Jones sé hérna staddur?" hróp- aði hún upp yfir sig. Benjamín gamli, sem ekki var henni sérlega þakklátur fyrir að hún hafði tekið af honum sætið við arinneldinn, kvað það meira en geta átt sér Framh. á næstu síðu. Í «\SIJL CORTIIVA Itílaleiga naagnaisar skipholti 21 simair: 21190-21185 Hœukur fjuðtnuncfAách HEIMASÍMI 21037 30 FÁLK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.