Verkalýðsblaðið - 01.04.1975, Qupperneq 17
Verkefni sannra verkalýðssinna er því ekki að snúa sér að þingbaráttu
heldur einmitt að hefja uppbyggingu sterkrar verkalýðshreyfingar á grund-
velli baráttustefnu g&gnvart atvinnurekendum jafnt sem ríki.
En stéttasamvinnustefnan er ekki eina aflið í íslenskri verka-
lýðshreyfingu. Aldrei fyrr hefur slík óánægja með verkalýðsforystuna
koraið fram sem í nýafstöðnum samningum. Vaxandi hluti verkalýðshreyf-
ingarinnar snýst gegn stefnu og starfsháttum forystunnar. En þessi and-
staða er yfirleitt áskipulögð, veik og lítt fær um að standa á eigin
fótum.
Hvað um það : Verkefni verkalýðssinna er að berjast gegn alræðis-
valdi"þríhyrningsins" VSI - ASl forysta - ríkisstjórn - í kjaramálum,
en beita sér fyrir sjálfstæðri skipulagningu launafólks sem stefni að
því að taka málin í eigin hendur, sem efli og byggi upp hin ýmsu
nauðsynlegu fjöldasamtök alþýðunnar og ekki síst ; endurreisi stéttar-
II. Andheimsvalda - og þjóðfrelsisbarátta.
Það er við meiri áþján að glíma en bara atvinnurekendur og samtök
þeirra. Er þar fyrst að telja erlenda heimsvaldaásælni; efnahagslega,
pólitiska og menningarlega. Innanlands er þessi ásælni studd f. og fr.
af einokunarauðvaldinu, sem leitar eftir samvinnu og samruna við erlenda
heimsvaldasinna til að hagræða og auka eigið arðrán, bæta samkeppnis-
sýöðu og tryggja gróða sinn hernaðarlega.
Einokunarauðvaldið leitar eftir auknum tengslum við Efnahagsbanda-
lag Evrópu, sem kostaði og mun enn koeta alvarlega eftirgjöf I land-
helgisdeilunni, hleypir í vaxandi skömmtum erlendu auðmagni inní landið
og treystir böndin sem tengja okkur við NATO.
Islenska þjóðin er lítil, en heimsveldin stór og ásælni þeirra
táknar gífurlega ógnun við sjálfsákvörðunarrétt og þjóðlegt sjálfstæði
Islands.
Eitt er það sem gefur þessum 1. maí sérstakan hátíðarblæ um allan
heira og það eru einraitt atburðir á sviði andheimsvaldabaráttunnar. Pað
er hinn endanlegi sigur alþýðu Kambodíu yfir bandarxsku heimsvaldastefn-
unni og leppum hennar, og sú staðreynd að frelsisherirnir í Suður -
Víetnam eru í þann mund aðknésetja morðsjáka kanaleppana í Saigon.
Sigur Indókínaþjóðanna yfir höfuðbakjarli heimsafturhaldsins er
himinhrópandi fordæmi kúguðum þjóðum veraldar, sem smám saraan skipa sér
í sveitir gegn heimsvaldaásælni, sérstaklega risaveldanna tveggja,
Bandarikjanna og Sovétríkjanna.
Sigurinn er íslenskum andheimsvaldasinnum mikil örvun til að sam-
fylkja öllum þjóðlegum öflum til baráttu gegn heimsvaldaásælni hér á
landi og við land, og baráttu fyrir tryggum sjálfsákvörðunarrétti þjóð-
arinnar.
III. Sósíalisminn.
Enhvert stefnir öll þessi barátta stéttanna og allt þetta stríð ?
Auðvaldsheimurinn er nú 1 alvarlegri kreppu sem sannfærir æ fleiri um
að út úr vandamálum auðvaldsþjóðfélagsins er aðeins ein leið ; sósíal-
isminn. Við í EIK (m-1 ) höldum fram, að þótt ná raegi með baráttu fram
vissum umbótum og sigrura innan ramraa auðvaldsþjóðfélagsins, muni
þrengingar hins vinnandi manns ekki taka enda fyrr en, eftir síharðari
stéttabaráttu, að hinn vinnandi fjöldi steypir veldi borgarastéttarinnar
í sósíalískri valdbyltingu.
Ekki fyrr en launaþrælkunin verður afnurain og kúgunarkerfi auðvaldsin?
niður rifið, verður atvinnu - og féla^slif sniðið fyrir fólkið og ekki
gróðann.
- 1$ -