Verkalýðsblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 2

Verkalýðsblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 2
2 VERKALÝ ÐSBLAÐIÐ AfiÐRÆNDIR OGKÚGAÐIR ALLRA LANDA SAMEINIST i muimm MÁLGAGH EININGARSAMTAXA KOMMÚNISTA (MANX- LENÍNISTAl RITSTJ. OG ABM.ALBERT EINARSSON. "SÉRHVER verkamaður er hermaður - SÉRHVER HERMAÐUR ER VERKAMABUR" ENVER HOXHA ÞRIGGJA MANNA SENDINEEND MIÐSTJÖRNAR EIK (m-1) HÉLT UTAN í BOÐI MIÐSTJÖRNAR FLOKKS VINNUNNAR í ALBANÍU 10. APRÍL S.L. SENDINEFNDIN DVALDIST $ DAGA I ALBANÍU = EIHA RlKI SÖSÍALISMANS í E¥RÖPU. Fréttir um AÍbaníu ber ekki hátt á IslancLi, 'þannig að fáir þekkja gjörla til lands og þi.éð- ar. Á fyrri hluta þess- arar aldar var jþjóðskipu- lag þar syðra sambland að léns- og auðvaldsskip- ulagi. Landið var eitt vanþróaðasta land Evrópu. Italskir fasistar hernámu landið 1939, en nasistar EIK(m-l), en hins vegar kynnast gangi mála í Al- bciníu. Með þetta fyrir augum voru skipulagðar viðræður milli fulltrúa Flokks vinnunnar og EIK (m-l). Þar utan ferðað- ist sendinefndih um land- ið, og hitti jafnt full- trúa flokksins og annarra samtaka sem og alþýðufólk annað. að í viðtali við Ara T. Guðmundsson formann EIK (m-1) neðar á síðunni. 1 Tirana er stærsta safn landsins um þjóðfrelsis- stríðið 1939-45 og mikið menningarlíf. Meðan á dvölinni í borginni stóð var safn þetta skoðað og ýmsar menningarvökur sóttar, m.a. sýning ríkis listamanna úr hópi tón- FÖR SENMNEFNDARINNAR 1943 eftir uppgjöf-Itala. Undir forystu Kommúnista- flokks Albaníu og l.eið- sögn leiðtoga á borð við Enver Hoxha, frelsaði fá- menn verkalýðsstétt og fjölmenn bændaalþýða með bandamönnum sínum landið af eigin rammleik. Al- þýðulýðveldi.ð var stofnað þegar í styrjaldarlok. Undir stéttarveldi verka- lýðsstéttarinnar í banda- lagi við flesta bændur reis síðan sósíalskt þjóð- félag. Marx-lenínisminn hefur ávallt verið stefnu mótandi I landinu, þannig að þróunin tók aldrei sömu stefnu og í A-Evrópu þap sem aLLðklíka óx úr endurskoðunarsinnahóþum. Albanir snerust gegn yfir gangi Títós. & Co, gegn Isvikum Krúsjeffs og drott nunarstefnu Sovétríkjanna Þeir treysta á eigin kr- iafta og skipa nú fremstu sveit heimshreyfingar marx-lenínismans með kín- verskum kommúninstum og Mac Tsetung. Sendinefnd EIK(m-l) átti tvíþætt.erindi til Alban- íu. Annars vegar skyldi ræða ástand í stéttabar- áttu á Islandi og baráttu Félagar EIK(m-l) gistu fyrst borgina Shfcodra í norðurhluta Albaníu. Þeir áttu þar viðræður við hér-aðsfulltrúa flokks ins um Island og Shkodra- hérað. Farið var í víra- og kaplaverksmiðju til að kynnast sósíalískum iðn- aði og í heiðingjasafn borgárinnar. En trúar- brögð eru sem næst horfin úr þjóðlífinu ásamt trúar húsum. . Fulltrúar kirkj- Unnar voru snar þáttur afturhalds og fasismans í Albaníu, alþýðunni til biturrar óþurftar. Sendi nefndin dvaldist hvað lengst í Tirana, höfuð- borg landsins. Þar fóru fram viðræður við full- trúa kvennahreyfingarinn- ar, verkalýðsfélaganna og flokksskólans um málefni viðkomandi samtaka. Fél- agarnir áttu fundi með Piro Bita, formanni utan- ríkisnefndar miðstjómar FV. Fjölluou þeir um stefnu EIK(m-l) og ástand mála á Islandi, um af- stöðu Flokks vinnunnar til EIK(m-l), um þróunina í Albaníu og gang heims- mála almennt. Um niður- stöður fundanna er fjall- listar- og dansfólks. Albanir tengja saman þjóð lega tónlist, dansa ’og byltingarsinnað inntak. Frá Tirana.hélt sendi- nefndin £ stuttar kynnis- ferðir. Má nefna hina fornfrægu borg Kruia, þar sem Skanderberg, þjóðhet- ja Albaha, hélt Tyrkjum í heljargreipum á 15. öld. Þar var baráttan gegn skrifræði og borgaralegum leifum gamla afturhalds- ,ins aðalumræðuefnið.. 1 Elbasan var litið inn í kennaraskóla og stáliðju- ver í byggingu með bróður legri hjálp kínvérska al- þýðulýðveldisins. Iðju- verið myndar lokaða rás, þar sem öll nýtanleg efni járngrýtisins eru unnin og mengun nær engin. Ná- lægt Díirres, aðalhafnar- borginni, heimsótti nefnd in ríkisbú og kynnti sér félagslegan landbúnað. För sendinefndarinnar til Albaníu var afar lærdóms- rík. Hún styrkir starf íslenskra marx-lenínista og tengsl EIK(m-l) við heimshreyfinguna, hún eflir heimshreyfinguna og er samtökunum mikilvæg hvatning. Bandamtnn fslnskrar alþýðu ARÐRÆNDIR OG KÚGAÐIR ALLRA LANDA SAMEINIST! MÁLGAGN EININGARSAMTAKA KOMMÚNISTA (MARX- LENÍNISTAI Verð:Áskrift 6oo kr. í lausasölu kr 7o. UTGEFANDI:Einingarsamtök kommúnista (m-1) Póstfang: Langholtsvegur 122 Reykjavík Áskrift í síma 35904 HER fer VIÐTAL sem tekið var við formann eik(m-l), ARA T. GUÐMUNDSSON, I TILEFNI AF FÖR SENDINEFNDAR SAMTAKANNA TIL ALBANIU í BOÐI MIÐSTJÖRNAR FLOKKS VINNUNNAR' 12. - 2o. APRlL S.L. Vbl.: Hver voru tildrög fararinnar til Albaníu? ATG: EIK(m-l) hefur sent allnokkuð af efni sínu til Flokks vinnunnar allt frá stofnun samtakanna. Að auki var svo EIK(m-l) aðili að sameiginlegri ályktun norrænna marx- lenínista um endurskoðun- arstefnuna og heimsvalda- stefnuna, er gerð var í janúar 1975. Afstaða EIK (m-l) og tengsl við marx- lenínistá í Evrópu. áttu mikinn þátt í heimboði Albána. Mestu vörðuðu þó viðræður milli fulltrúa EIK(m-l) og FV s.l. sumar og haust. Vbl.: Af þessu má þá ráða að tilgangur fararinnar háfi verið sá að EIK(m-l) og Floklcur vinnunnar skip- tust á skoðunum og ræddu tengsl sín á milli? ATG: Já, það ætti að vera augljóst. Flokkur vinn- unnar vissi eðlilega minna um okkur og Island en við um þá og Albaníu. Hlutverk flokksins og albönsk alþýðubarátta er svo mikilvæg í framsæk- inni baráttu, að við þekktum margt til þróun- arinnar í Albaníu. Þar með er ljóst að nauðsyn- legt Vah- að við legðum fram allnákvæma úttekt á stefnu og starfi EIK(m-l) og baráttunnj. hér. Á móti kom svo yfirlit fl- okksinsx yfir innri mál og utanríkisstefnu, ásamt því sem við heimsóttúm fjölmarga staði og rædd- um við fólk. 1 stuttu máli var tilgangurinn að bera saman afstöðu Flokks vinmmnar og EIK(m-l) og taka svo ákvarðanir um framhaldið í ljósi- niður- stöðunnar. Vbl.: Getur þú þá skýrt í fáeinum orðum frá þess- um niðurstöðum viðræðn- anna við Flokk vinnunnar? ATG: Við ræddum við fél- aga Piro Bita, formann utanríkisnefndar flokks- ins tvisvar sinnum með viku millibili. Þar sog- ðum við sögu.EIK(m-l), skýrðum stefnupunkta, sögðum frá starfi okkar og baráttunni fyrir raun- verulegum kommúnískum flokki. Samtímis lýstum við þróun landsmála hér. Miðstjórn þeirra fjallaði um atriðin og tók afstöðu og var niðurstaðan sú að heildarafstaða Flokks vinnunnar og EIK(m-l) er sú sama. Flokkurinn tek- ur upp full flokkstengsl við okkur á sama hátt og EIK(m-l) við þá. Hann lýsir fullum stuðningi við stefnu EIK(m-l) í stéttabaráttimni innan- lands og baráttunni gegn allri heimsvaldastefnu, gegn risaveldunum Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum og hann styður heils hug- ar baráttu EIK(m-l) gegn hentistefnu og endurskoð- unarstefnu fyrir nýjum kommúnistaflokki. Flokk- urinn lýsir yfir fullum stuðningi við íslenskan verkalýð og vinnandi al- þýðu í baráttu við ein- okunarauðvald, afturhald og heimsvaldastefnu. Hann leggur áherslu á að fullvissa sé fyrir sigri yfir þessum öflum. Hann leggur áherslu á að styrk- ja alþjóðahreyfingu marx lenínista og efla einingu íslenskra marx-lenínista á grundvelli marx-lenín- ismans og stéttabarátt- unnar. Samtímis er skýrt tekið fram að flokkurinn álítur rétt að íslenskir kommúnistar beiti marx- lenínismanum sjálfstætt við íslenskar aðstæður. Vbl.: Hvernig viltu teng- ja þessi nýju samskipti EIK(m-l) við baráttuna hér heima? frh.bls.5

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.