Verkalýðsblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 3

Verkalýðsblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 3
3 VERKALÝÐSBLAÐIÐ KINA LANDHELGISMÁLIÐ SURINAM Enn eitt ríki faerir út í 200 mílur Eirnþá eitt ríki færir út fiskveiðilögsögu sína í 200 mílnr.Ríkið SURINAM á austurströnd S-Ameríku færði út fiskveiðilögsögu sína í 200 mílur 14.mars. 1 yfirlýsingu stjórnar Surinam um útfærsluna segir m.a.: "Surinam ber- st gegn öllum þeim ríkjum sem stunda rányrkju og yfirgang á náttúruauðæfum í bafinu innan fiskveiði- lögsögunnar." Þjóðir heims mæta and- stöðu risaveldanna við raunhæfa útfærslu með því að efla baráttuna fyrir fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu og land- helgi sinni. HAFRÉTTARRÁÐSTEFNAN Risaveldin með breytta stefnu -þau eru höfuðóvinurinn Hv'ADA 5HÁRÍW5 áCtÍW-, WA6rSML/A/A5T£F(\/A Í>ETTA “VÍfA t)EÍ(2 Ekivci AÐiXiTejxj/ 'A ALlKfJj R£rr 1 33 Vitað var fyrir fundi hafréttarráðstefnunnar nú að risaveldin myndu mæta þar með breytta stefnu.Nú beita þau sér ekki lengur gegn 200 míl- na reglunni sem slíkri, heldur reyna að útþynna hana svo að hún hafi sára- litla þýðingu í raun. A hafréttarráðstefnum l>eim,sem haldnar voru í Caracas og Genf voru risa veldin á móti 200 mílum, en 110 af 140 þátttöku- ríkjum voru þá fylgjandi 200 mílna reglunni.Risa- veldin neyddust til að breyta um afstöðu ög eru nú fylgjandi 200 mílna reglu með ýmsum skilyrðum sem eru hinum minni rík- jum mjög óhagstæð. Risaveldin berjast t.d. grimmilega gegn því að strandríkin fái sjálf að ráða siglingum um haf- svæðið innan 200 mílna lögsögunnar.Þetta gera þau til þess að tryggja sér möguleikann á að fara með herskipaflota sína um öll heimshöfin. Harðast gengu Sovétrík- in fram í baráttunni gegn því að strandríkin fengju fullan yfirráðarétt.Á ráð stefnunni sögðu fulltrúar Sovétríkjanna að "öll lönd hafi rétt til frjáls ra siglinga innan efna- hagslögsögu eins lands." Þetta frelsi átti að sjálfsögðu einnig að ná til herskipaflota risa- veldanna,sem nú ógna al- þýðu heimsins með nýju uppskiptastríði. J?essi afstaða kemur sérlega vel fram hjá Bré- sneff er hann segir: "Grundvallaratriðið varð- andi frjálsar siglingar hefur mikla þýðingu fyrir þau lönd sem þurfa að verja öryggi sitt".Brésn- eff segir og meinar auð- vitað að Sovétríkin hafi öryggishagsmuna að gæta á öllum heimshöfum og hvað ^er það annað en heims- valdastefna og yfirgangur þegar eitt ríki þykist hafa hagsmuna að gæta um allan hnöttinn og sendir stríðstól sín um hann all- an í því skyni að verja eigið öryggi. Sovétríkin heimta að auki "frelsi til vísinda- legra rannsókna innan efn- ahagslögsagnanna". Það er þekkt að sovésku rannsókn- arskipin og fiskiskipin líka,eru búin njósnatæk- jum og vopnum. Þá setja Sovétríkin fram kröfu um að "minni og meðalstór lönd verði að taka tillit til fiskveiðiþjóða,sem veiða langt frá heima- ströndum"og að þessi lönd "eigi að leyfa öðrum lönd- um að veiða það magn,sem þau sjálf eru ekki fær um að veiða". Þessar kröfur Sovétríkjanna eru svo gr- ófar að fái Sovétr. það frelsi sem þau heimta verður allt sem fyrr og rányrkjan heldur áfram af auknum krafti. Nú veiða Sovétríkin um 90 af heildarmagni sínu á miðum annarra landa.Sovét- ríkin hyggjast auka þessa starfsemi sína á höfunum, það kemur fram af síðustu fimmára áætlun. Þetta segir okkur að sósíalheims valdastefnan hyggur á auk- na rányrkju og.aukinn yfirgang á öllum heims- höfum. BERJUMST GEGN YEiRGANGI RISAVELDANNA OG STRÍÐS- UNDIRBUNINGI ÞEIRRA. BARATTAN HELDUR AFRAM BARÁTTA' _______ „ HELDUR ÍFRAM AF*FULLÚM KRAFTÍ 'f“aLÞÝBUL^BVELDÍNU’KÍNA MILLI_TVEGGJA STEFNA -BORGARALEGRAR AUÐVALDSHYGGJU OG SÖSÍALISMA ~ _ ,fD\ Fjölmiðlar á vestur- löndum gera mikið veður út af baráttunni í KÍna og klifa einatt á því að baráttan fari fram "á bak við tjöldin",að þar sé "háð grimmileg barátta milli-fáísaa persóna" o.s. frv. Samt bera fregnir þessara fjölmiðla það með sér að þær eru allar feng- nar á götum úti,meðal kínversku alþýðunnar,lesnar af veggspjöldum eða af fregnmiðum. Þætti slík Valdabarátta" opinská væri hún háð t.d. hérlendis eða í öðrum auðvaldsríkjum þar sem allt er gert til þess að kæfa fjöldabaráttu í kjörkössum og þingsölum. Baráttan í Kína og þeir atburðir sem henni fylgja "koma á óvart" segja blöð borgaranna.Menningarbylt- ingin "kom á óvart" o.s. frv. Baráttunni í Kína er stillt upp eins og hverri annarri borgaralegri vest- rænni baráttu á þingpöllum og kaffihúsum.Staðreyndin er hinsvegar sú að í Kína er barist um það hver á að hafa völdin verkalýð- urinn eða burgeisastéttin sem.enn er til rúin öllum arðránsmöguleikum en samt baráttugrimm.Hún sættir sig ekki við hlutskipti sitt og gerir allt hvað hún getur til þess að st- eypa alræði öreiganna og endurheimta arðránsstöðu sína. Reynslan frá Sovétríkj- unum hefur sýnt okkur að burgeisarnir geta náð völ- dum á ný og brotið alræði öreiganna á bak aftur. Reynslan frá Sovétríkjunun hefur líka sýnt að mark- miði sínu ná burgeisarnir með því að brjóta alræði öreiganna niður innan frá þ.e. hjúpa raunverulega stefnu sína marxískum orð- um,með því að endurskoða og rangfæra marx-lenín- ismann og á þann hátt pota sér og sínum áfram í röðum alþýðusveitanna. Reynslan frá Kína hefur hins vegar sýnt okkur með hvaða hætti berjast verð- ur gegn slíkum aðferðum burgeisanna.Alþýðan ein er fær um að berjast til sigurs gegn tilraunum þeirra til að steypa al- ræði öreiganna og raun- verulegur Kommúnistaflokk- ur er eina aflið sem er fært um að leiða þá bar- áttu til sigurs. Þess vegna er kínverska alþýðar virkjuð til baráttu undir forystu síns eigin fram- varðar - Kommúnistaflokks- ins. Þess vegna geysar barattan í Kína a þann veg hefur undrun og aodaun miljóna manna um allan heim. ? Menningarbyltingin í Kina,þar sem vegið var að rótum gamla samfélagsins, Yeggblöð eru mikilvæg tæki í hinni lýðræðislegu umræðu meðal kínversku alþýðunnar. hafði geysileg áhrif.Augu fólks opnuðust fyrir sós- íalismanum á ný eftir að endurskoðunarsinnar með Krúsjéff í fararbroddi, höfðu afmyndað hann svo að eftir stóð skipulag í Sovétríkjunum sem vekur óhugnað í hugum allrar alþýðu. Barátta kínverja gegn allri endurskoðun á marx-lenínismanum - hinum vísindalega grundvelli sósíalismans,er því náðar- laus barátta gegn sovésku sósíalheimsvaldastefnunni og féndum kínversku alþýð- unnar heimafyrir - bur- geisum sem^feta vilja í fótspor Krúsjeffs,Lin Piac og Líu Shao Sí og reyna a£ endurreisa auðvaldsskipu- lagið í Kína. Við skulum líka minnast þess að tilvera auðvalds- skipulagsins og burgeisa-^ stéttarinnar byggist á þvl að til sé verkalýður að arðræna og munu því bur- geisarnir aldrei vilja út- rýma verkalýðnum.í sósíal- ísku skipulagi hefur al- þýðan ekkert með burgeisa- stéttina að gera og berst því fyrir því að útrýma henni sem þjóðfélagsstétt. Þetta gerir það að stétta- baráttan verður háð af miklu meiri hörku í sós- íalismanum.Þessi barátta er nú í fullum gangi í Kína.Fulltrúi endurskoð- unar og rangfærslna á marx-lenínismanum í Kína nú er Teng Hsio Ping.Teng notar sömu aðferðir og Krúsjeff gerði á sínum tíma.Kom sér í mjúkinn hjs félögum flokksins með því að lofa og dásama forystu hans og stefnu en vann síðan gegn hertni sem mest hann gat.Teng og hans lið eru fulltrúar fyrir burgeisastéttina og gegn þeim verður að berjast, þetta er kínversku alþýðu- nni 1jóst^m.a.vegna reyns- lunnar frá Sovétríkjunum og ekki síður eigin reyns- lu í baráttu gegn hvers konar hentistefnu og endurskoðunarstefnu. Baráttan £ Kína er sem annarstaðar á milli tvegg- ja stefna - borgaralegrar auðvaldshyggju og sósíal- isma. Alþýðan í KÍna berst þrotlausri baráttu gegn öllum tilraunum til að grafa undan sósíalismanum. Starfsemi FRAP bönnuö í Frakklandi SPANN Spænska and-fasista sam- fylkingin FRAP hefur bar- ist af miklum hetjuskap gegn spænska fasismanum og misst marga liðsmenn sína í fangelsi og dauða- píningar fasistanna á Spáni. Margir liðsmanna FRAP hafa orðið að flýja land sitt og sest að í suðurhéruðum Frakklands. Meðal spænsku útlaganna hefur FRAP starfað og haft bækistöðvar. Þann lö.mars bannaði franska stjórnin alla starfsemi FRAP í Frakklandi.Þetta gerðist eftir að innan- ríkisráðherrar Spánar og Frakklands höfðu haldið með sér fund,þar sem mál þetta hefur augsýnilega verið á dagskrá. Bann þetta á starfsemi FRAP er ekkert annað en óttayfirlýsing frönsku og spænsku stjórnanna við framgang byltingaraf1- anna á Spáni. STYÐJUM BARATTU AND-FAS- ISTA A spani; HUNSUM SPANARFERDIR - 5ÖL Á SPANI ER SOL I FASISTALANDi;

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.